Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 32
Nú erum við búin að kynna þessar tillögur í lokuðum s a m r á ð s h ó p u m með hagsmunaaðilum innan og utan
réttarkerfisins, sem og á opnu mál
þingi í HR um daginn og ég held
að það sé óhætt að segja að bæði
brotaþolar og fagaðilar hafi tekið
þessum tillögum vel,“ segir Hildur
Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í
réttarfélagsfræði við Háskólann í
Lundi. Hún hefur nýverið lagt loka
hönd á skýrslu um stöðu þolenda í
kynferðisaf brotamálum á Norður
löndunum. Þar má finna tillögur
um hvernig breyta megi réttarstöðu
þolenda hér á landi. Í Noregi voru
svipaðar tillögur innleiddar fyrir
rúmum áratug.
Hildur Fjóla er með bakgrunn í
mannfræði og kynjafræði og starf
aði áður við þróunarmál. Áður en
hún hóf doktorsrannsókn sína hafði
hún einnig unnið að rannsóknum
um meðferð nauðgunarmála innan
réttarkerfisins, en þær liggja meðal
annars til grundvallar aðgerða
áætlun dómsmálaráðuneytisins um
meðferð kynferðisbrota.
Síðastliðin ár hefur hún farið ofan
í saumana á íslensku réttarkerfi
og hvernig það tekur á kynferðis
brotamálum samanborið við hin
Norðurlöndin. Í doktorsverkefni
sínu ræddi hún við 35 þolendur um
hugmyndir þeirra um réttlæti og
upplifun þeirra af kerfinu. Hildur
Fjóla settist niður með blaðamanni
og fór yfir tillögurnar.
„Það er ekki bara útkoman í mál
inu sem skiptir brotaþola máli, þó
hún sé vissulega gríðarlega mikil
væg, en það er líka hvernig er að
málinu staðið“, segir Hildur Fjóla.
„Þess vegna skiptir máli að bæði
brotaþolar og sakborningar upplifi
að réttarferlið sjálft sé réttlátt.“
Hún segir að það sem komi brota
þolum oft óþægilega á óvart sé að
þeir eru ekki aðilar að sakamálinu
heldur hafa stöðu vitnis. Það er ein
ungis ríkið og sakborningur sem
hafa slíka aðild. Tillögur hennar
miða því við að brotaþolar fái aðild
að sakamálinu og fái þannig auknar
upplýsingar um gang málsins innan
réttarkerfisins og aukinn rétt til
að taka þátt í réttarferlinu. Einnig
leggur hún til að aðgangur brota
þola að bótarétti sé efldur.
Fái innsýn í eigin mál
Fyrsta tillagan snýr að því að þol
endur eigi að hafa aðgang að rétt
argæslumanni áður en rætt er við
lögreglu. „Brotaþolar í kynferðis
brotamálum eru margir mjög tregir
við að kæra brot. Fyrir því eru ýmsar
ástæður, fólk er oft þjakað af sjálfs
ásökunum og skömm, þó maður
voni að það fari minnkandi með
aukinni umræðu. Eins er staðan
því miður sú að réttarkerfið okkar
er ekki vel í stakk búið að taka á
þessum málum, fólk veit það alveg.“
Hún telur mikilvægt að þol
endum kynferðisbrota sé almennt
gefinn kostur á því að fá lögfræði
lega ráðgjöf á kostnað ríkisins áður
en tekin er ákvörðun um að leggja
fram kæru, en þeir brotaþolar sem
leita til Neyðarmóttöku fyrir þol
endur kynferðisof beldis á Land
spítalanum fá slíka ráðgjöf.
„Það getur verið mikilvægt fyrir
brotaþola að fá upplýsingar um
hvernig réttarkerf ið virkar og
hvort mál þeirra sé nægilega sterkt
út frá sjónarhóli lögfræðinnar áður
en tekin er ákvörðun um að kæra.
Þetta getur líka skipt máli fyrir
brotaþola í litlum bæjarfélögum þar
sem allir þekkja alla og þeir treysta
sér einhverra hluta vegna ekki til
að leita beint til lögreglunnar á
staðnum.“
Sakborningar í sakamálum hafa
aðgang að öllum gögnum máls á
meðan á lögreglurannsókn stendur
svo lengi sem lögregla telur að slíkt
geti ekki skaðað rannsóknina. Hild
ur Fjóla leggur til að brotaþolar hafi
sama aðgang að gögnum, en ekki
eingöngu þeim gögnum sem snúa
að þeim sjálfum.
„Þetta er liður í því að gefa brota
þola meiri innsýn í rannsókn máls
ins og tækifæri til að leggja sitt af
mörkum til að aðstoða við rann
sóknina. Brotaþoli hefur oft hvað
mesta þekkingu á málinu og getur
búið yfir mikilvægum upplýsingum
án þess að vita það, því hann veit
ekki hvað er að gerast í rannsókn
inni.“
Hræðilega erfitt að vita ekkert
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
dómsmálaráðherra hefur kynnt
sér tillögurnar. Hún sagði í síðustu
viku hún sé að undirbúa lagabreyt
ingar til að bæta stöðu þeirra sem
beittir eru kynferðisof beldi. Hvatti
hún lögregluembættin til að auka
upplýsingagjöf til þolenda. Hildur
Fjóla er ánægð með viðbrögð ráð
herra. Ástæðan fyrir því að auka
upplýsingagjöf er ekki aðeins sú að
brotaþoli geti þá aðstoðað við rann
sókn málsins heldur getur það verið
mikilvægt fyrir öryggi brotaþola.
„Það eru ákveðnir punktar í rann
sókn málsins sem geta valdið brota
þolum miklum áhyggjum. Segjum
sem svo að ef verið er að kæra fyrr
verandi kærasta, kunningja eða
samstarfsmann, þá skiptir það máli
að vita hvenær viðkomandi fær að
vita af kærunni og hvenær lögregla
er búin að fá viðkomandi í skýrslu
töku. Það getur verið hræðilega
erfitt að vita ekkert.“
Sama gildir um hvort sá grunaði
er dæmdur í gæsluvarðhald eða
sleppt úr haldi. „Ég talaði við unga
konu sem las það í blöðunum að sá
sem hún kærði væri laus úr gæslu
varðhaldi. Hún hringdi í panikk í
réttargæslumanninn, sem þurfti
svo að hringja í lögregluna til að fá
frekari upplýsingar. Þetta er líka
öryggisatriði.“ Sama gildir um þegar
hinn dæmdi hefur lokið afplánun
og er látinn laus úr fangelsi.
Ein tillagan snýr að því að brota
þoli geti gert athugasemdir við
lögregluskýrslu hins kærða áður
en lögregla hættir rannsókn eða
sendir málið áfram til héraðssak
sóknara. „Svona mál byggja oftar
en ekki á framburðum og oft er
ekki mikið af öðrum sönnunar
gögnum. Því skiptir miklu máli að
brotaþoli fái tækifæri til að bregðast
við framburði sakbornings áður en
rannsókn lýkur. Þetta er ekki síst
spurning um að auka gæði lögreglu
rannsóknarinnar.“
Fundur í stað bréfs
Flestum kynferðisbrotamálum
lýkur annaðhvort með því að lög
regla hættir rannsókn í málinu eða
að héraðssaksóknari fellir málið
niður vegna ónægra sannana. „Það
er ofsalega mikið áfall fyrir brota
þola að fá niðurfellingarbréfið, fólk
upplifir oft mikla höfnun og að því
hafi ekki verið trúað. Fólk getur
hreinlega misst trúna á samfélagið.
Þetta er oft líka í fyrsta sinn sem
brotaþoli fær innsýn í það sem sak
borningur sagði, þess vegna skiptir
líka máli að brotaþolar fái að bregð
ast við framburði sakborninga áður
en lögreglurannsókninni lýkur.“
Í dag er í gangi tilraunaverkefni
hjá lögreglustjóranum á Norður
landi eystra þar sem þolandi er
kallaður á fund í stað þess að fá
bréf þegar mál er fellt niður. Ein af
tillögum Hildar Fjólu er að þetta
verklag sé tekið upp á landsvísu.
„Nýleg meistararannsókn Karenar
Birnu Þorvaldsdóttur sýnir einmitt
hvað þetta skiptir miklu máli fyrir
brotaþola. Þá fær brotaþoli betri
útskýringar á því hvers vegna málið
var fellt niður sem getur dregið úr
áfallinu. Það skiptir líka máli að fá
að heyra að þó að mál sé fellt niður
þýði það ekki að þú sért ekki að
segja satt, að þér sé ekki trúað. Það
þýðir oftast bara að saksóknari telji
sig ekki getað sannað að brot hafi
átt sér stað.“
Sett í súrrealískar aðstæður
Ef gefin er út ákæra í málinu og það
fer fyrir dóm þá leggur Hildur Fjóla
til að brotaþoli fái að hitta saksókn
arann áður en að réttarhöldunum
kemur. „Það getur skipt máli fyrir
brotaþola að hitta þann aðila sem
sækir málið. Eins og staðan er í dag
þá gengur brotaþoli inn í dómsal
og þarf að byrja á því að átta sig á
hver er hvað, hver er saksóknarinn
og hver er verjandinn,“ segir Hildur
Fjóla.
BROTAÞOLI HEFUR OFT
HVAÐ MESTA ÞEKKINGU
Á MÁLINU OG GETUR BÚIÐ
YFIR MIKILVÆGUM
UPPLÝSINGUM ÁN ÞESS AÐ
VITA ÞAÐ, ÞVÍ HANN VEIT
EKKI HVAÐ ER AÐ GERAST
Í RANNSÓKNINNI
Gjörbreytir
hvernig
kerfið mætir
þolendum
Síðustu ár hefur Hildur Fjóla Antonsdóttir rannsak-
að stöðu þolenda kynferðisbrota í íslensku réttar-
kerfi og á hinum Norðurlöndunum. Hún hefur nú
unnið skýrslu að beiðni stýrihóps forsætisráðherra
um heildstæðar úrbætur á þessu sviði. Ef tillögur
hennar verða að veruleika mun það gjörbreyta því
hvernig íslenskt réttarkerfi mætir þolendum.
Hildur Fjóla hefur síðustu ár rannsakað norrænt réttarkerfi. Hefur hún rætt við á fjórða tug þolenda kynferðis-
brota og sat réttarhöld í Noregi. Hún leggur til að íslenska kerfið færist nær því norska. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Ari
Brynjólfsson
arib@frettabladid.is
1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð