Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 8
Þá er þetta orðið
það langur tími að
við ákváðum að segja okkur
frá þessu.
Arnar Gauti Reynis-
son, framkvæmda-
stjóri Heimavalla
0,5%
samdrætti í landsfram-
leiðslu er spáð.
SKIPULAGSMÁL Leigufélagið Heima-
vellir hefur ákveðið að segja sig frá
viðræðum við Reykjavíkurborg um
fyrirhugaða uppbyggingu hundrað
hagkvæmra leiguíbúða fyrir ungt
fólk á Veðurstofureitnum svokall-
aða við Bústaðaveg. Viðræðurnar
hafa staðið yfir frá því í nóvember í
fyrra en að sögn framkvæmdastjóra
leigufélagsins varð ekkert ósætti
milli aðila. Hitamælar Veðurstofu
Íslands á lóðinni hafi hins vegar
skapað óyfirstíganlega hindrun.
„Það er ekkert ósætti eða neitt
slíkt og það er ekki eins og borgin
hafi verið að draga lappirnar,“
segir Arnar Gauti Reynisson, fram-
kvæmdastjóri Heimavalla hf.
„Það eru þarna hitamælar við
Veðurstofuna sem eru búnir að
mæla hitann í Reykjavík í einhverja
áratugi. Ef þú byggir hús fyrir fram-
an mælana þá eru mælingarnar
ekki sambærilegar við það sem
áður var. Þá þarf að færa mælana
en svo þarf að keyra gömlu og nýju
mælana saman í allt að tvö ár. Þá er
þetta orðið það langur tími að við
ákváðum að segja okkur frá þessu.“
Á meðan gömlu og nýju mælarnir
væru að stilla saman strengi sína
væri því allt byggingarverkefnið
svo gott sem stopp.
„Það væri hægt að grafa holuna og
steypa sökkul. En ekki mikið meira
en það,“ segir Arnar Gauti.
Tilkynnt var um það þann 1. nóv-
ember 2018 að borgarráð Reykja-
víkurborgar hefði samþykkt að
hefja viðræður við Heimavelli um
lóðavilyrði vegna Veðurstofureits-
ins. Arnar Gauti segir viðræður
hafa staðið við borgina síðan en í
tilkynningu Heimavalla til Kaup-
hallar Íslands segir að nú sé ljóst að
aðilar nái ekki saman um „grund-
vallarforsendur verkefnisins og
hafa Heimavellir því ákveðið að
segja sig frá verkefninu.“
Sem fyrr segir stóð til að reisa
þarna hundrað íbúðir ætlaðar ungu
fólki í samvinnu við Ístak, Eflu og
Glámu-Kím. Íbúðir sem vissulega er
eftirspurn er eftir. Aðspurður hvort
Heimavellir séu að horfa annað í
framhaldinu fyrir verkefnið segir
Arnar Gauti svo ekki vera. Félagið
sé búið að festa kaup á 164 íbúðum
á Hlíðarendareitnum sem byrji að
koma til af hendingar í sumar og
ætli að einbeita sér að því.
mikael@frettabladid.is
Hitamælar Veðurstofu settu
hundrað leiguíbúðir í frost
Heimavellir telja að biðin eftir að hægt verði að losna við mæla Veðurstofunnar sé of löng. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
á brauðið, pönnuna og í baksturinn
Ekkert verður af upp-
byggingu Heimavalla á
hundrað hagkvæmum
leiguíbúðum á Veður-
stofureitnum. Leigu-
félagið sagði sig frá
verkefninu. Fram-
kvæmdastjóri segir að
tilfærsla á hitamælum
muni tefja verkið um of.
SKIPULAGSMÁL Halli frá Lauga-
veginum inn í Hjarta garðinn er
langt yfir leyfi legum mörkum og
brýtur gegn á kvæðum byggingar-
reglu gerðar. Samkvæmt henni er
mesti leyfi legi hallinn fimm pró-
sent en hallinn í Hjarta garðinn,
sem ný lega var endur nýjaður, er 15
prósent.
Vakin er at hygli á þessu í að-
gengis á taki Ör yrkja banda lags Ís-
lands (ÖBÍ) og segir Margrét Lilja
Aðal steins dóttir, að gengis full trúi
ÖBÍ, að slík brot séu mun al gengari
en margur myndi halda.
„Við erum að reka okkur á þetta
miklu oftar en maður myndi halda.
Halli yfir fimm prósent hefur mjög
mikil á hrif á hreyfi hamlað fólk og
fólk sem á erfitt með gang og hvað
þá þegar hann er kominn upp í 15
prósent,“ segir Margrét. „Það er svo-
lítið í hið brattasta.“
Hún segir að slík brot á bygg-
ingar reglu gerðum séu nokkuð al-
geng en það sé þó ekki oft svo mikill
halll eins og raun ber vitni í Hjarta-
garðinum.
Hún segir að það vanti eftir lit
með því að byggingar reglu gerðum
sé fylgt eftir. „Það er ekkert eftir lit
með því að reglum sé fylgt eftir og
það er eitt hvað sem þarf að breyt-
ast,“ segir Margrét.
„Þetta skerðir að gengi allra, ekki
bara þeirra sem þurfa á að gengi að
halda, heldur bara gangandi veg-
far enda og já, allra,“ segir Margrét.
– oæg
Ólöglegur halli á Hjartagarðinum
Hallinn í Hjartagarðinum. MYND/ÖBÍ
VIÐSKIPTI Frá og með 3. júní næst-
komandi mun Íslandspóstur leggja
400 krónur á sendingar frá Evrópu
og 600 krónur á hverja sendingu
frá löndum utan Evrópu. Svokallað
sendingargjald verður innheimt af
öllum erlendum sendingum auk
aðflutningsgjalda en heimild þessi
var nýverið samþykkt á Alþingi
með viðauka við póstlög.
Samk væmt tilk y nning u frá
Íslandspósti er gjaldinu ætlað að
„standa undir kostnaði við dreif-
ingu erlendra sendinga sem hingað
berast frá erlendum póstfyrir-
tækjum“.
Eftir þessa breytingu munu
sendingar frá útlöndum sem inni-
halda vörur því bera aðf lutnings-
gjöld sem greidd eru til ríkisins,
ásamt umsýslugjaldi og hinu nýja
sendingargjaldi sem Íslandspóstur
innheimtir.
Helga Sigríður Böðvarsdóttir,
framkvæmdastjóri fjármálasviðs,
segir fyrirtækið gera sér grein fyrir
að þessi ráðstöfun muni valda ein-
hverri óánægju. – smj
Sendingargjald
verður lagt á
Enn ein álagningin bætist nú við
sendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
EFNAHAGUR Eftir samfelldan hag-
vöxt frá og með árinu 2011 er nú
útlit fyrir efnahagssamdrátt á
yfirstandandi ári. Þetta kemur
fram í þjóðhags- og verðbólguspá
Landsbankans. Gert er þó ráð fyrir
að samdrátturinn verði lítill og
skammvinnur.
Hag vöxtur í f y rra var
4,6% samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofu
Íslands og var þannig
öllu meiri en Lands-
bankinn hafði spáð
fyrir um í október í
fyrra þar sem hann
gerði ráð fyrir 3,9%
hagvexti. Á sama
tíma var reik nað
með 2,6% hagvexti í ár
en eftir meiriháttar áföll
í lykilútflutningsgreinum,
ferðaþjónustu og sjávarútvegi í
formi gjaldþrots WOW air og loðnu-
brests, er nú gert ráð fyrir 0,5% sam-
drætti landsframleiðslu.
Í spánni kemur fram að
samdrátturinn vari lík-
lega stutt og strax á
næsta ári megi gera
ráð fyrir 2,5% hag-
vexti, studdum af
auknum fjárfesting-
um hins opinbera,
íbúðafjárfestingu og
hægfara viðsnúningi í
ferðaþjónustunni.
Á fyrsta ásfjórðungi árs-
ins 2019 mældist verðbólga
3,1% en gert er ráð fyrir að hún nái
hámarki á fyrri árshelmingi næsta
árs og fari upp í 3,6%. Þá er gert ráð
fyrir að hún leiti aftur niður og nái
verðbólgumarkmiðinu, 2,5%, á
öðrum ársfjórðungi ársins 2021.
Búist er þá við að minni óvissa
varðandi launaþróun næstu ára í
kjölfar undirritunar kjarasamninga
og nokkuð stöðugt gengi krónunnar
slái á langtímaverðbólguvæntingar
í atvinnulífinu. Þetta ásamt inn-
gripum seðlabankans á gjaldeyris-
markaði skapar svo verulegt svig-
rúm til lækkunar stýrivaxta. Þannig
er gert ráð fyrir að stýrivextir lækki
um rúmt eitt prósentustig í nokkr-
um skrefum fram á mitt ár 2021.
Fram kemur í spánni að í ljósi
viðsnúnings í efnahagsþróuninni
sem nú er fram undan aukist svo
hættan á að hagstjórnarmistök
geti haft neikvæð áhrif á þá aðlög-
un sem þarf að eiga sér stað í stjórn
peningamála og ríkisfjármála. Auk
þess geti mikil óvissa um þróun í
fjölda ferðamanna á næstu árum
haft mikil áhrif á þróun þessarar
stærstu útflutningsatvinnugreinar
þjóðarinnar. – ókp
Landsbanki segir hagvaxtarskeið búið
1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð