Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 112
ÉG ER NOKKUÐ VISS UM AÐ ÞETTA SÉ LENGSTI OG STÆRSTI TÚR ÍSLENSKS UPPISTANDARA FRÁ UPPHAFI. stod2.is 1817MARGFALT SKEMMTILEGRI Nýir íslenskir heimildaþættir um Magna Böðvar Þorvaldsson eða Johnny Johnson eins og hann er þekktur ytra. Málið hófst í Jacksonville þegar Sherry Lee Prather hvarf spor- laust en lík hennar fannst síðar og var Magni Böðvar handtekinn fyrir morðið. Hann játaði að lokum glæpinn og situr nú af sér 20 ára dóm. SUNNUDAG FLÓRÍDAFANGINN Hugleikur Dagsson ferðaðist um Evrópu með brot úr sínu besta uppistandi. Í Finnlandi var loka- sýningin tekin upp af kvikmynda- gerðarmanninum Árna Sveinssyni. Í kvöld er Hugleikur með beina lýsingu á Eurovision ásamt ástralska grínistan- um Jonathan Duffy. Gr ínistinn Hugleikur Dagsson er nýkominn aftur landsins eftir uppistandstúr um Evr-ópu. „Við byrjuðum í Ungverjalandi og enduðum í Finnlandi. Þetta voru 18 borgir og í heildina 20 sýningar. Þetta er mesta keyrsla sem ég hef farið í á ævinni. En þetta var auð- vitað ógeðslega gaman,“ segir Hug- leikur. Stærsti túr hans til þessa „Ég er nokkuð viss um að þetta sé lengsti og stærsti túr íslensks uppi- standara frá upphafi. Nokkuð viss um að ég fari ekki með fleipur með þeirri yfirlýsingu.“ Hugleikur ferðaðist ásamt ástr- alska grínistanum Jonathan Duffy og umboðsmanni sínum, Rakel Sævarsdóttur. „Jono hitaði upp fyrir mig fyrir hvert uppistand, tók 15 mínútna langt sett. Rakel var svo ástæðan fyrir því að við hreinlega komumst lífs af frá þessari ferð. Hún sá til þess að við borðuðum, svæfum og hefð- um yfirleitt f lugmiða á milli staða.“ Túrinn samanstóð af brotum úr því besta frá uppistöndum Hugleiks hérlendis síðustu ár. „Við enduðum svo viljandi í Finn- landi. Ég hef alltaf átt mikið bak- land þar og aðdáendur. Bækurnar mínar hafa einmitt komið þar út og gengið ágætlega í sölu. Þannig að við enduðum þar til að taka upp loka- uppstandið sem svo stendur til að selja,“ segir Hugleikur. Hann segir að það verði stefnt hærra en lægra þegar það kemur að dreifingu uppistandsins. Toppurinn væri auðvitað streymisveitan Net- flix. „Árni Sveins kvikmyndagerðar- maður kom út og hitti okkur í Finn- landi þar sem hann leikstýrði loka uppistandinu. Það fór fram í leik- húsinu í Helsinki og þótt ég segi sjálfur frá, þá var það mitt besta uppistand til þessa. Ég er alveg rosalega glaður að þetta hafi náðst á upptöku.“ Hugleikur er með hlaðvarps- þætti ásamt Jonathan. Það kallast Icetralia. „Við erum eina íslensk-ástralska hlaðvarpið á alnetinu. Ég leyfi mér að fullyrða það. Við höfum lýst Eurovision í beinni síðastliðin tvö ár og höfum hingað til ekki sett það á netið. Fólk hefur hingað til bara orðið að koma til að sjá okkur. Það eru samt einhverjar hugmyndir um að reyna að streyma þessu á Facebook en við sjáum hvernig það gengur,“ segir hann. Ókeypis á viðburðinn „Við verðum eins og gömlu karl- arnir í Prúðuleikurunum, með okkar skot og kímni. Jonathan er mjög fróður um Eurovision. Það er honum meðfætt þar sem hann er samkynhneigður. Hann vissi hvað bakraddasöngvararnir í belgíska laginu 1987 hétu áður hann vissi hvað Eurovision var. Þetta er eitt- hvað sem er í blóðinu.“ Hugleikur segir Jonathan hafa talað meira á viðburðum síðustu tveggja ára en hann haldi að nú verði breyting á í ár. „Eftir þennan túr er ég kominn í svo mikið stuð. Þannig að ég held ég nái að hreyfa munninn jafn oft og hann. Við ætlum líka heldur ekkert að halda okkur frá þessari svoköll- uðu pólitík og stefnum á að ræða um fílinn í herberginu.“ Hann segir þá sem hafa blendnar tilfinningar gagnvart keppninni í ár eiga hiklaust að mæta á beina lýsingu þeirra félaga. „Við munum vafalaust hrauna jafn mikið og við dásömum. Ég er líka orðinn svo sleipur í enskunni eftir túrinn og svona. Stundum man ég jafnvel muninn á v-affi og tvöföldu v-affi,“ segir Hugleikur kíminn. Eftir beinu lýsinguna í Tjarnarbíó stefnir Hugleikur á að mæta í bún- ingapartí í Bíó Paradís. „Þá þarf ég að mæta í búningi og er með tvær pælingar. Annars vegar að vera Lordi fátæka manns- ins. Bara klippa leðurblökuvængi úr pappakassa. Annars gæti ég verið Conchita Wurst. Það væri f lóknara því þá þyrfti ég gulan kjól og síða hárkollu. Ef allt bregst verð ég Eyfi þegar hann fór út með Nínu. Það gæti orðið flott.“ Talið berst að því að búðir sem selja unaðstæki ástarlífsins ásamt BDSM-varningi hafi haft nóg að gera síðustu daga þar sem allir við- skiptavinir finna sig knúna til að segja starfsfólkinu að innkaupin séu fyrir búningapartí. „Já, ég segi líka alltaf: Þetta er nú bara fyrir pabba, þegar ég kaupi Kamagra.“ Hann segir það öruggt mál að Hatari hafi hrundið af stað viðhorfs- breytingu til BDSM-lífsstílsins. „Það er örugglega fullt af BDSM- liði sem finnst fúlt hvað það er búið að „normalísera“ þetta núna. Þetta er svolítið eins og þegar það var í tísku að vera nörd og fíla Marvel. Það er mikilvægt að fólk viti að ég var fyrstur,“ segir hann að lokum og hlær. steingerdur@frettabladid.is Eins og gömlu karlarnir í Prúðuleikurunum Hugleikur vill að allir viti að hann var fyrstur til að fíla Marvel-teiknimyndasögurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R62 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.