Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 34
og taka þátt í þeim. Sumir brota- þolar hafa þó engan áhuga á því að vera í sama herbergi og ákærði og í þeim tilvikum ætti þeim að standa til boða að fylgjast með réttarhöld- unum í hljóði og mynd í öðru her- bergi.“ Sanngjarnt að fá tjónið bætt Í ljósi þess hversu fá kynferðisbrota- mál enda með sakfellingu og hversu sjaldgæft er að brotaþolar stefni ger- endum í einkamáli er ljóst að aðeins örlítill hluti brotaþola fær bætur vegna afleiðinga brots. Hildur Fjóla leggur til að bæta aðgengi brotaþola að bótarétti með því að lækka sönn- unarkröfu bótanefndar og rýmka gjafsóknarreglur svo brotaþolar hafi tök á að höfða einkamál gegn þeim sem of beldinu beitti. „Bætur eru iðulega það síðasta sem brota- þolar hugsa um í þessu samhengi og mörgum finnst óþægilegt að fá pening sem bætur fyrir kynferðis- brot. Sumir brotaþolar telja jafn- vel að það grafi undan framburði þeirra að krefjast bóta. Þetta er ekki síst vegna þess að samfélagsmýtur um að konur kæri kynferðisbrot til að verða sér úti um pening lifa því miður enn góðu lífi. Staðreyndin er aftur á móti sú að afleiðingar kyn- ferðisof beldis geta verið bæði víð- tækar og langvinnar og því einungis sanngjarnt að fá tjónið bætt. Þó svo að peningar bæti aldrei fyrir kyn- ferðisbrot.“ Árangur þrotlausrar vinnu Hildur Fjóla hefur fundað víða um tillögurnar, bæði á Lagadögum og á lokuðum fundum. „Mér hefur fundist að það sé góður hljómgrunnur fyrir þessum til- lögum. Það má segja að lögfræð- ingar séu miklu vanari að horfa á réttarkerfið út frá sjónarhóli sak- borninga en mér hefur fundist að þeir séu í auknum mæli tilbúnir að horfa einnig á réttarkerfið út frá sjónarhóli brotaþola. Þessi þrot- lausa barátta þolenda kynferðis- brota á síðustu árum og áratugum hefur verið að skila sér. Ég held að það sé óhætt að segja að það hefur orðið viðhorfsbreyting víða innan réttarkerfisins á undanförnum árum.“ Þessar tillögur eru ekki einskorð- aðar við kynferðisbrot. Hildur Fjóla segir þetta geta átt við alla þá sem þurfa á réttargæslumanni að halda, til dæmis þolendur líkamsárása og aðstandendur fórnarlamba morða og manndrápa. Í maí bjóðum við fjölskyldufólk sérstaklega velkomið og veitum 25% afslátt af hefðbundnum ferðum Ævintýraleg fjölskylduferð Í Raufarhólshelli Komið og njótið þessa stórkostlega nátturufyrirbæris í öruggu umhverfi með leiðsögn. Til að nýta sér þetta tækifæri þarf að bóka á netinu og nota afsláttarkóðann hér að neðan. Börn 11 ára og yngri fá frítt inn! Kóði: Fjolskylda19 Bókanir og nánari upplýsingar www.thelavatunnel.is Aðeins 35 mín. frá Reykjavík Tillögur Hildar Fjólu n Að brotaþolar eigi rétt á að ráð- færa sig við réttargæslumann á kostnað ríkisins áður en tekin er ákvörðun um að kæra málið til lögreglu. n Að aðgangur brotaþola að gögnum máls á rannsóknarstigi sé almennt sá sami og aðgang- ur hins kærða nema lögregla telji að það geti skaðað rann- sókn málsins. n Að lögreglu sé skylt að upplýsa brotaþola um gang málsins, þá sérstaklega um þegar kærði hefur verið upplýstur um kæruna og þegar kærði hefur lokið skýrslutöku hjá lögreglu. n Að lögreglu sé skylt að upplýsa brotaþola ef kærði er settur í gæsluvarðhald og þegar kærði er látinn laus úr gæsluvarð- haldi. n Að brotaþoli hafi rétt til að gera athugasemdir við lög- regluskýrslu hins kærða og önnur gögn sem lögregla aflar við rannsókn málsins áður en rannsókn lýkur, nema lögregla telji það geta skaðað rannsókn málsins. n Að brotaþola sé boðið að vera tilkynnt um niðurfellingu máls í viðtali við fulltrúa embættis héraðssaksóknara. n Að brotaþola sé boðið að hitta saksóknara áður en mál fer fyrir dóm. n Að brotaþoli beri vitni fyrir dómi á undan ákærða og gert sé ráð fyrir að brotaþoli sitji í réttarsal í gegnum réttarhöldin ásamt réttargæslumanni sínum eða fylgist með réttarhöldun- um í hljóði og mynd í gegnum fjarbúnað. n Að brotaþoli eða réttargæslu- maður hans hafi rétt til að leggja fram viðbótarsönnunar- gögn, spyrja ákærða og vitni viðbótarspurninga og koma með athugasemdir á eftir sak- sóknara og verjanda. n Að brotaþoli hafi rétt til að ávarpa dóminn áður en réttar- höldum lýkur. n Að brotaþoli hafi rétt til að áfrýja dómi. n Að fangelsisyfirvöldum beri skylda til að upplýsa brota- þola, ef hann svo kýs, þegar hinn dæmdi hefur afplánun refsingar, fær leyfi úr fangelsi, er fluttur í opið fangelsi, hlé er gert á afplánun hans, strýkur úr fangelsi, er færður á áfanga- heimili, afplánar refsingu undir rafrænu eftirliti eða lýkur afplánun. Heimilt sé að veita brotaþola frekari upplýsingar um afplánun fanga ef brýnir hagsmunir hans þykja mæla með því. n Að bótanefnd miði við lægri sönnunarkröfu í stað þess að miða við sönnunarkröfu í saka- málum. n Að brotaþolar hafi rétt á gjaf- sókn og ríkissjóður ábyrgist dæmdar bætur í einkamálum með sambærilegum hætti og kveðið er á um í lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Þinghald í kynferðisbrotamálum er iðulega lokað og brotaþoli sem lykilvitni í málinu gefur skýrslu fyrir dómi á eftir ákærða. „Eins og þetta er í dag þá er brota- þola sagt að mæta niður í dóm, kannski um tíuleytið, þegar réttar- höldin eru byrjuð. Þér er mögulega sagt að bíða í hliðarherbergi, síðan ertu kallaður inn í dómsal þar sem eina manneskjan sem þú mögulega þekkir er ákærði fyrir utan réttar- gæslumanninn þinn. Þetta er eins og að vera kölluð inn á fund sem er löngu byrjaður með fólki sem þú þekkir ekki neitt og þú veist ekkert hvað er á undan gengið. En þetta er samt fundur sem snýst um brot gegn þér og varðar mikilvæga hagsmuni þína. Þarna átt þú svo að segja frá kynferðisbrotinu og málsatvikum í smáatriðum og helst í réttri tíma- röð án þess að gleyma neinu sem gæti skipt máli. Þegar þú hefur lokið máli þínu og svarað spurningum er þér vísað út þar sem réttarhöldin eru lokuð og þú ert bara vitni í mál- inu. Þetta eru í raun súrrealískar aðstæður sem við setjum fólk í.“ Ein af tillögunum sem Hildur Fjóla leggur til er að brotaþoli gefi skýrslu fyrir dómi á undan ákærða og hafi rétt til að sitja inni í dómsal í gegnum öll réttarhöldin og réttar- gæslumaður hafi rétt til að spyrja spurninga og koma með athuga- semdir fyrir hönd skjólstæðings síns. Þannig er málum háttað í Finn- landi, Svíþjóð og Noregi. „Það getur skipt suma brotaþola miklu máli að fá að fylgjast með réttarhöldunum Hildur Fjóla er doktorsnemi í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hún er með bakgrunn í þróunar- starfi, mannfræði og kynjafræði. Hún vonast til að skila doktorsritgerðinni í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÞETTA ER EINS OG AÐ VERA KÖLLUÐ INN Á FUND SEM ER LÖNGU BYRJAÐUR MEÐ FÓLKI SEM ÞÚ ÞEKKIR EKKI NEITT OG ÞÚ VEIST EKKERT HVAÐ ER Á UNDAN GENGIÐ. EN ÞETTA ER SAMT FUNDUR SEM SNÝST UM BROT GEGN ÞÉR 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.