Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 29

Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 29
Fiskmarkaður verður opnaður á morgun í port- inu við Vín og skel að Laugavegi 55. Hann verður opinn um helgar í sumar. Vín og skel er líka með sérstakan matseðil í tilefni hátíðar hafsins. Kristján Nói Sæmundsson er veitingamaður í Víni og skel og hjá honum er allt að gerast. „Við ætlum að vera með fiskmarkað um helgar hér í portinu fyrir utan veitingastaðinn okkar, í samvinnu við Atla- staðafisk í Keflavík og fiskbúðina Sjólyst. Byrjum á morgun á hátíð hafsins og verðum með opið frá ell- efu til fimm,“ segir hann og kveðst líka hafa tryggt sér krækling frá Norðurskel í Hrísey. „Þetta hrá- efni munum við selja almenningi og líka bjóða upp á grillspjót með góðmeti úr hafinu sem fólk getur keypt tilbúin á grillið heima.“ En stólar Kristján Nói á gott veður eða er hann búinn að byggja yfir portið? „Við erum að fá tjald og þar inni verðum við með markaðinn. Svo stefnum við á að grilla líka hér fyrir utan. Við reyndum það í fyrrasumar en þá var aldrei veður til þess. Nú erum við bjartsýnir og treystum því að það komi ekki tvö rigningarsumur í röð.“ Vín og skel er einn þeirra veitingastaða sem býður sérstakan matseðil vegna hátíðar hafsins og þar er kræklingur í forrétt og humar, hlýri og skötuselur í aðalrétt en endað á perueftirrétti. Að sögn Kristjáns Nóa verður sá matseðill áfram í gildi í sumar. „Við fáum væntanlega ferska öðuskel í sumar frá Hrísey og einnig ígulker. Það þarf að hafa svolítið fyrir að ná í það, gera út mann til að kafa og tína, en við reynum að hafa úrvalið eins fjölbreytt og við mögu- lega getum.“ Kræklingur, öðuskel, ígulker og humarEin matsk. safieða eitt hylki Jói Fel F A B R IK A N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.