Fréttablaðið - 05.01.2013, Side 22

Fréttablaðið - 05.01.2013, Side 22
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Guðjón Valur er einn þekktasti íþróttamaður Íslands. Hann hefur leikið sem atvinnu maður frá árinu 2001, þegar hann hélt til Þýskalands eftir far-sælan feril sem áhugamaður hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og KA á Akureyri. Guðjón var efins um framhaldið hjá sér hvað varðar landsliðið eftir að Ísland féll úr leik á Ólympíuleikunum í London en hann klæjar nú í fingurna af eftirvæntingu fyrir næsta stórmót, heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku á Spáni. Guðjón hafði nýlokið við æfingu með landsliðinu þegar hann gaf sér tíma til þess að ræða við Fréttablaðið. Landsliðsfyrir- liðinn hefur tröllatrú á liðinu þrátt fyrir að margir lykilmenn síðari ára verði fjarver- andi á HM. Getur landsliðið haldið áfram á þeirri braut sem hann og félagar hans hafa markað á undanförnum árum? „Já, hiklaust. Það er fullt af tækifærum fyrir okkur sem lið og ungu strákana sem eru að koma inn. Að sýna sig og taka við hlutverki í liði sem hefur verið í háum gæðaflokki undanfarin misseri. Í augnablikinu erum við búnir að missa Arnór Atlason og Alexander Peters- son út úr hópnum og Ólaf Stefánsson að sjálfsögðu. Það eru stór skörð sem þarf að fylla. Við erum búnir að setja okkur mark- mið. Í mínum huga er það einfalt, vinna fyrsta leikinn – og svo koll að kolli. Maður þarf að sjá heildarmyndina fyrir sér – við erum með marga unga stráka í þessu liði núna sem eru mjög hungraðir. Það er stundum betra að hafa hungrið og viljann fram yfir hæfileika. Ég hefði kannski getað svarað þessu betur en ég var með fleiri spurningar eftir æfingaleikina gegn Túnis en fyrir þá. Ég var ekki viss um hvort við vorum svona góðir eða þeir svona lélegir,“ segir Guðjón, en hann er að fara á sitt 16. stórmót, þar sem hann hefur leikið alls 100 leiki og skorað alls 512 mörk. Settum öruggasta leikmanninn á vítalínuna Síðasti leikur Íslands á stórmóti var á Ólympíuleikunum í London þar sem ýmis- legt gekk á í tapleik gegn Ungverjum, meðal annars varði markvörður Ungverja vítakast á lokasekúndum leiksins en mark hefði gull- tryggt Íslendingum sæti í undanúrslitum. Ef þú ættir tímavél og gætir upplifað lokakafla leiksins aftur, hefðir þú þá stigið fram og óskað eftir því að taka vítakastið sem Snorri Steinn Guðjónsson var sendur af bekknum til að taka? „Ég hef hugsað það, já. En ég var ekki búinn að taka víti á þessum leikum og Ólaf- ur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru í þessu hlutverki. Við settum öruggasta leikmanninn á vítalínuna á þessu augna- bliki. Þetta er reynsla sem þroskar og er nokkuð sem við búum að. Við unnum Frakka og Svía í riðlakeppninni, liðin sem léku til úrslita á ÓL. Ferðalagið sem ég hef upplifað með landsliðinu undanfarin ár hefur verið stórkostlegt – ég hefði að sjálfsögðu viljað fá verðlaunapening. Það er enginn að benda fingri á einhvern og segja þú hefðir átt að gera þetta og einhver annar átti að gera þetta. Við vinnum leikina sem lið og töpum þeim sem lið – ekki sem einstaklingar.“ Það er ekki hægt að sleppa því að spyrja Guðjón út í „heitasta“ málið á nýju ári. Hvernig upplifði hann Áramótaskaupið og atriðið þar sem forseti Íslands hellti sér yfir leikmenn í búningsklefanum eftir tapleikinn gegn Ungverjum? „Ég hef hitt marga sem voru afskaplega móðgaðir yfir þessu. Við erum alls ekki yfir það hafnir að það sé gert grín að okkur. Það má alveg gera grín að okkur eins og öllum öðrum. Það mátti alveg sleppa síðustu sek- úndunum í leiknum, það var versta upplifun mín í þessum „skets“. Ég óska bara eftir því næst þegar við stöndum okkur ekki að Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, komi í klefann og láti okkur heyra það. Reyndar er það ólíklegt að við stöndum þarna í búningn- um með orðuna heftaða í brjóstið. Ég brosti alveg út í annað. Það er höfundanna að svara fyrir orðbragðið, ég svara ekki fyrir þá.“ Ætla ekki strax út í þjálfun Ertu farinn að sjá fyrir þér hvað tekur við eftir ferilinn? „Mig langar að þjálfa og kenna. Ég held ég gæti það en mig langar það ekki alveg strax. Alfreð Gíslason sagði við mig þegar hann var þjálfari í Magdeburg og ég var í Essen að hann hefði alltaf séð eftir því að hafa farið heim til Íslands 32 ára frá Spáni. Hann var spilandi þjálfari hjá KA í fimm ár og stóð sig hrikalega vel. Þetta hefur fest aðeins í mér – en ég var bara 23 ára þegar hann sagði þetta. Mér finnst rosalega gaman að taka þátt í því að búa eitthvað til sem tekur langan tíma. Maður er fljótur að fá leið á einhverri stöðu sem er alltaf eins. En ég veit ekki hvað mig langar til að gera og ég veit ekki hvaða vitleysingur myndi ráða mig í vinnu – ég ætti erfitt með að sitja kyrr í stól í átta tíma. Ég spila kannski bara í 12-15 ár til viðbótar,“ segir Guðjón og leggur áherslu á að það sé ekkert að marka þá yfirlýsingu. „Það er ekki búið að setja síðasta söludaginn á mig en þegar maður er á þessum aldri veit maður aldrei hvað getur gerst. Mér finnst ekki líklegt að ég spili á Íslandi aftur, það hafa margir fyrrverandi leikmenn varað mig við því að gerast spil- andi þjálfari.“ Spennandi tímar hjá fjölskyldunni Það er viðeigandi að alþingismaðurinn Guð- laugur Þór Þórðarson gangi fram hjá þegar talið berst að stjórnmálaskoðunum Guð- jóns Vals. „Stjórnmál eru eins og að vera í íþróttaliði, nánast alveg eins, og þú værir fínn í slíku liði,“ segir Guðlaugur og heilsar Guðjóni. „Ég hef áhuga á að fólk taki réttar ákvarðanir, ég get verið sammála stjórn- Sigurður Elvar Þórólfsson seth@365.is Ég veit ekki hvaða vitleysingur myndi ráða mig í vinnu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, verður að venju í aðalhlutverki þegar hann heldur á sitt 16. stórmót á ferlinum. Hinn 33 ára gamli hornamaður, sem leikur með Kiel í Þýskalandi, er enn í fremstu röð á heimsvísu og hann býst ekki við því að ljúka ferlinum heima á Íslandi þar sem ævintýrið hófst. STYTTIST Í HM Bjarki Már Elísson, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skemmtu sér vel á einni af fjölmörgum æfingum íslenska landsliðsins sem fram fóru í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.