Fréttablaðið - 05.01.2013, Síða 70

Fréttablaðið - 05.01.2013, Síða 70
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 42TÍMAMÓT Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN HEIÐAR GUÐJÓNSSON Skarðshlíð 36d, Akureyri, lést laugardaginn 29. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu Akureyri og Krabbameinsfélag Akureyrar. Elsa Hlín Axelsdóttir Guðjón Páll Jóhannsson Valborg Inga Guðjónsdóttir Björk Jóhannsdóttir Steinþór Guðmundsson barnabörn og systkini hins látna. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÁSGEIR GUÐBJARTSSON er látinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurlaug Ásgeirsdóttir Kristinn G. Bjarnason Guðbjörn Ásgeirsson Ásmundur Ásgeirsson Hanna Lóa Kristinsdóttir Bára Ásgeirsdóttir Árni Gústafsson Hafdís Ásgeirsdóttir Marinó Albertsson Guðbjartur Gade Ásgeirsson Sólveig Guðbjartsdóttir Sveinn Guðbjartsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞÓRIR GUÐMUNDSSON hljóðfæraleikari, Hamravík 30, lést á Krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þann 26. desember. Jarðsett verður frá Lágafellskirkju þann 9. janúar kl. 13.00. Þóra Svanþórsdóttir Þórir Sigurðsson Aðalheiður E. Gunnarsdóttir Örn Sigurðsson Lyn Sigurðsson Heimir Sigurðsson Hildur Sigurðardóttir Jón Rafn Valdimarsson barnabörn og langafabörn. Ástkær mágkona mín, SIGRÍÐUR ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR Hábergi 3, lést á heimili sínu 30. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra Vilbergsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir samúð og sýnda vináttu við andlát og útför GUNNARS REYNIS MAGNÚSSONAR sem lést á Landakoti miðvikudaginn 5. desember sl. Sigurlaug Zophoníasdóttir Anna Soffía Gunnarsdóttir Ólafur Kvaran Guðný Gunnarsdóttir Friðþjófur K. Eyjólfsson Guðrún Gunnarsdóttir Valþór Hlöðversson Emilía María Gunnarsdóttir Eyjólfur Guðmundsson Hákon Gunnarsson Björn Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HRÓÐMARS MARGEIRSSONAR Ögmundarstöðum, Skagafirði. Sigríður Hróðmarsdóttir Guðmundur Kr. Eydal Jón Margeir Hróðmarsson María Jónsdóttir Hróðmar G. Eydal Ríkey G. Eydal Urður Jónsdóttir Hörn Jónsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SVANHVÍTAR STELLU ÓLAFSDÓTTUR húsmóður, Grundargerði 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11G og 13E á Landspítala við Hringbraut fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Fyrir hönd aðstandenda, Helena Á. Brynjólfsdóttir Valur Waage Ólafur Brynjólfsson Hrefna Björnsdóttir Eyjólfur Brynjólfsson Steinunn Þórisdóttir Kristín Brynjólfsdóttir Kristján Jónasson Sverrir Brynjólfsson Guðríður Ólafsdóttir Dagný Brynjólfsdóttir Gunnar Óskarsson Fornleifavernd ríkisins og Húsafrið- unarnefnd ríkisins voru sameinaðar um áramótin í Minjastofnun Íslands. Þar ræður Kristín Huld Sigurðardótt- ir húsum en hún var áður forstöðu- maður Fornleifaverndar og kveðst þekkja þann hluta ágætlega. Kristín Huld segir margt hafa breyst með til- komu nýrra laga frá Alþingi sem tóku gildi um áramót og eiga að tryggja að íslenskum menningararfi verði skil- að óspilltum til komandi kynslóða. Til dæmis hafi öll hús sem eru 100 ára og eldri verið friðuð sjálfkrafa. „Friðlýst- um húsum hefur fjölgað feikilega. Nú eru þau orðin milli þrjú og fjögur þús- und en voru tæplega 500 áður,“ upp- lýsir hún og bætir við: „Þeir sem eiga hús sem eru byggð 1925 eða fyrr og forráðamenn kirkna sem eru byggðar fyrir 1940 mega ekkert breyta þeim án þess að leita til Minjastofnunar.“ Húsafriðunarsjóður var efldur, einkum með auknum framlögum frá ríki og sveitarfélögum, að sögn Krist- ínar Huldar. Hún segir fólk geta leitað í hann þegar aðeins líði fram á árið, ef það vill laga sín gömlu hús. Undir Minjastofnun falla gamlir skrúðgarðar og minningamörk í kirkjugörðum, svo sem legsteinar, og flutningur menningarminja úr landi er líka eitt af því sem hin nýja stofnun á að fjalla um. „Fólk má ekki flytja hvað sem er frá Íslandi,“ segir hún. „Þetta snertir málverk, myndir, mósaíkverk, höggmyndir, ljósmyndir, kvikmyndir, bækur, húsgögn, innréttingar og hljóð- færi. Það má heldur ekki fara með dýrafræðigögn, grasafræðigögn og jarðfræðisýni öðruvísi en að um það sé fjallað fyrst hjá okkur. Fólk þarf að kynna sér þessi nýju lög á www.al- thingi.is. Þau eru númer 80/2012. Við munum líka opna heimasíðu áður en langt um líður,“ lofar Kristín Huld. Mismunandi er hversu bannið um útflutning nær til gamalla hluta. Það gildir um bækur sem eru 100 ára og eldri, kort sem eru 200 ára og eldri og húsgögn sem eru frá aldamótunum 1900 eða eldri. Listmunir mega sumir ekki vera eldri en 50 ára, það er eldri en frá 1963. „Í sambandi við útflutning vil ég geta þess að ef fólk er að flytja úr landi með minjar þá eiga málin að fara í ferli hjá okkur en í lögunum eru undantekningarákvæði vegna útflutn- ings minja í einkaeigu,“ segir forstöðu- konan. Tólf starfsmenn eru hjá hinni nýju stofnun en Kristín Huld segir að þeim muni fjölga. „Svo erum við með ráð- gjafanefndir, fornleifanefnd og húsa- friðunarnefnd. Einnig erum við í samstarfi við Þjóðminjasafnið, Nátt- úruminjasafnið, Þjóðskjalasafnið, Listasafnið, Stofnun Árna Magnús- sonar og fleiri ríkisstofnanir og við störfum á landsvísu því minjaverð- irnir okkar eru úti um allt land.“ Hún kveðst vera að setja sig inn í nýja starfið og horfa bjartsýn fram á veg- inn. „Það eru spennandi tímar fram undan. Við munum fara vel með vald- ið og vanda okkur.“ gun@frettabladid.is Munum fara vel með valdið og vanda okkur Doktor Kristín Huld Sigurðardóttir veitir forstöðu Minjastofnun Íslands sem varð til um áramótin. Hún hefur mörg mál á sinni könnu því ný lög númer 80/2012 kveða á um aukna vernd minja, meðal annars takmörkun á fl utningi þeirra úr landi. KRISTÍN HULD „Ef fólk er að flytja úr landi með minjar þá eiga málin að fara í ferli hjá okkur,“ segir hinn nýi forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1848 Franskir skipbrotsmenn koma að landi í Breiðdal eftir mikla hrakninga í hafi. Þeir höfðu farið frá Noregi í október og ætlað til Frakklands. 1874 Fyrsta stjórnarskrá Íslands er staðfest af konungi. 1931 Fyrsta barnið fæðist á Landspítalanum tveimur vikum eftir að hann er tekinn í notkun. 1941 Fjölrituðu bréfi er dreift til breskra hermanna í Reykjavík og þeir hvattir til að ganga ekki í störf Íslendinga í verkfalli. 1946 Frumsýnd er fyrsta kvikmyndin sem tekin er á Íslandi með tónum og tali. Hún er um lýðveldishátíðina 17. júní 1944. 1957 Leikfélag Kópavogs er stofnað. 1968 Vorið í Prag hefst. 2010 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synjar lögum um ríkis- ábyrgð vegna Icesave- skuldbindinga staðfest- ingar. MERKISATBURÐIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.