Fréttablaðið - 05.01.2013, Side 79
LAUGARDAGUR 5. janúar 2013 | MENNING | 51
RunKeeper
Á nýju ári strengja margir áramóta-
heit. Erfitt getur verið að halda þessi
áramótaheit og drífa sig út að hlaupa
ef engin hvatning er fyrir hendi
nema aukakíló og slen. Þá er ráð
að kynnast fjölmörgum æfinga- og
hlaupaöppum fyrir snjallsíma.
Endalaust úrval er af þessum
öppum en hér er aðeins tekið fyrir
eitt og er það RunKeeper, sem skráir
upplýsingar um æfinguna þína um
leið og þú ferð út að hlaupa, hjóla
eða ganga. Appið virkir GPS-staðsetn-
ingarkerfi símans og merkir hlaupa-
leiðina inn á kort, skráir hversu hratt
þú hljópst hvern kílómetra og mælir
jafnvel brenndar kaloríur. Hlustir þú
á tónlist á meðan þú hleypur lætur
hvetjandi rödd þig reglulega vita
hversu langt þú hefur hlaupið og á
hversu löngum tíma.
Appið er einfalt í notkun og krefst
ekki neinna upplýsinga um þig nema
tölvupóstfangs svo þú getir skráð
þig inn sem notandi. Þú getur síðan
stillt hverju þú deilir með öðrum not-
endum forritsins, sem telja meira en
tólf milljónir manns um heim allan.
Appið heldur síðan utan um allar
æfingarnar þínar svo að hægt er að
nálgast gömul hlaup og hlaupatíma
aftur í tímann. Ef maður skráir sig
síðan inn á vefsíðu RunKeeper má
nálgast allar upplýsingar um hlaupin
sín á vefnum. Einnig má skoða upp-
lýsingar annarra notenda þar.
Nýlega kynnti framleiðandi for-
ritsins nýjung í uppfærslu þar sem
hægt er að setja sér markmið. Appið
lætur þig svo vita hversu vel þér
gengur að ná settum markmiðum.
Einnig má nálgast í nýrri uppfærslu
appsins nokkrar æfingaáætlanir sem
settar hafa verið saman af reyndum
þjálfurum. Þar er appið búið að gera
æfingadagskrá fyrir þig, fyrir næstu
vikur og mánuði. Það er tilvalið fyrir
þá sem til dæmis dreymir um að
hlaupa 10 kílómetra, hálfmaraþon
eða maraþon í Reykjavíkurmaraþon-
inu í ágúst.
Fleiri álíka forrit má finna í versl-
unum snjallsímanna. Má þar nefna
Endomondo, sem er einnig vinsælt
meðal Íslendinga. Þar má til dæmis
hlaupa eftir fyrir fram ákveðnum
hlaupaleiðum sem notendur hafa
skráð.
APP VIKUNNAR
Skýringar:
App fyrir Apple-tæki
App fyrir Android-tæki
App fyrir Windows
TÓNLIST
★★★★ ★
Samúel Jón Samúelsson
Big band
Flottur kokkteill af afróbíti, fönki og
djassi frá Stórsveit Samma. - tj
DANS
★★★ ★★
Já, elskan
Steinunn Ketilsdóttir
Skýrt og flott verk en það hefði mátt
reyna meira á flytjendurna til að ná
aukinni dýpt og styrk. - sgm
LEIKHÚS
★★★★ ★
Macbeth
Þjóðleikhúsið
Ágeng sýning og skiljanleg sem áhuga-
fólk um stríð, frið og leikhús ætti ekki
að láta fram hjá sér fara. - eb
★★★★ ★
Mýs og menn
Borgarleikhúsið
Alvörustórsýning á klassísku verki.
Svona á jólagóðgæti atvinnuleikhúss að
vera. - aþ
TÓNLEIKAR
★★★ ★★
Síðasti sjens
Retro Stefson í Vodafonehöllinni
Frábærir tónleikar hjá skemmtileg-
ustu sveit landsins. Ný lög í bland við
þau gömlu virkaði vel á áhorfendur
sem dönsuðu og sungu hástöfum með.
Sveitin var í miklu stuði sem og áhorf-
endur. - hh
★★★ ★★
Jólaóratóría Bachs, fyrri hluti
Alþjóðl. barokksveitin í Haag ásamt
Mótettukór Hallgrímsk. og einsöng.
Margt gott en líka margt síðra, og heild-
arhljómurinn var einkennilegur. - js
BÍÓ
★★★ ★★
Hobbitinn
Skemmtilegri sögu gerð nokkuð góð
skil. - hva
BÆKUR
★★★★ ★
Ísland í aldanna rás 2001-2010
Björn Þór Sigbjörnsson og Bergsteinn
Sigurðsson
Frábær vettvangsrannsókn um öld öfg-
anna. Reyfarakennd lesning sem slær
Arnaldi við. - ss
★★★★ ★
Nútíminn er trunta
Jennifer Egan
Magnað verk sem endurspeglar samtím-
ann með áhrifaríkum hætti. - fsb
DÓMAR 29.12.2012 ➜ 4.1.2013