Fréttablaðið - 05.01.2013, Page 88
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 60SPORT
FÓTBOLTI Það verður ekkert leikið
í ensku úrvalsdeildinni um helgina
enda er bikarkeppnin á dagskrá.
Þá fer fram þriðja umferð keppn-
innar, sem er 64 liða úrslit. Það eru
ekki margir stórleikir á dagskrá
en í þessari umferð fá litlu liðin
tækifæri til þess að stríða stóru
liðunum.
Þó eru fjórir úrvalsdeildarslag-
ir á dagskrá og þar ber hæst leik
West Ham og Manchester United.
Joe Cole mun væntanlega spila
sinn fyrsta leik fyrir West Ham
eftir að hann var fenginn til félags-
ins frá Liverpool. Cole er búinn að
skrifa undir 18 mánaða samning
við West Ham og mun bera núm-
erið 26 sem hann var með á sínum
tíma hjá félaginu.
Cole á góðar minningar frá því að
spila með West Ham gegn Man. Utd
í bikarnum, en hann var unglingur
í liði West Ham sem vann óvæntan
sigur á Manchester-liðinu árið 2001.
Andy Carroll getur ekki spilað með
West Ham vegna meiðsla og sömu
sögu er að segja af Wayne Rooney,
framherja United. Darren Fletcher
kemur líklega inn í lið Man. Utd.
Swansea er með ágætis tak á
Arsenal og hefur unnið síðustu
tvo leiki liðanna. Swansea hefur
þess utan gengið vel á heimavelli
og aðeins tapað tveimur af síðustu
þrettán heimaleikjum sínum. - hbg
Ný byrjun Cole hefst gegn Man. Utd
Joe Cole hefur seinni hluta ferilsins með West Ham gegn toppliði Englands.
GAMLIR FÉLAGAR Michael Carrick og Joe Cole eru hér ungir á mála hjá West Ham.
Þeir mætast í dag. NORDICPHOTOS/GETTY
Í BEINNI Á SPORTSTÖÐVUNUM
Laugardagur:
12.20 Brighton - Newcastle
14.45 Southampton - Chelsea
17.00 West Ham - Man. Utd
Sunnudagur:
13.20 Swansea - Arsenal
15.00 Mansfield - Liverpool
15.55 Real Madrid - Real Sociedad
17.55 Barcelona - Espanyol
DOMINO‘S-DEILD KARLA
NJARÐVÍK - SNÆFELL 70-101
GRINDAVÍK - TINDASTÓLL 89-74
STJARNAN - FJÖLNIR 95-87
KR - KFÍ 104-87
ÞÓR - SKALLAGRÍMUR 72-76
Leikur ÍR og Keflavíkur í Breiðholti tafðist um
klukkustund vegna bilaðrar leikklukku. Honum
var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun.
STAÐAN
Grindavík 11 9 2 1085:953 18
Snæfell 11 8 3 1084:944 16
Stjarnan 11 8 3 1025:957 16
Þór Þ. 11 8 3 1031:926 16
KR 11 7 4 952:932 14
Keflavík 10 5 5 848:857 10
Skallagrímur 10 4 6 831:854 8
Njarðvík 11 4 7 934:970 8
Fjölnir 11 4 7 907:1000 8
ÍR 10 3 7 836:888 6
KFÍ 11 2 9 924:1101 4
Tindastóll 10 2 8 804:879 4
KÖRFUBOLTI Það er enn rúmt ár í
að David Stern stígi niður af stóli
sínum sem yfirmaður NBA-deild-
arinnar. Hann ætlar að nýta það
ár vel og leggja jarðveginn fyrir
komandi landvinninga deildarinn-
ar sem hann hefur stýrt svo lengi.
Stern hefur afrekað mikið síðan
hann tók við stjórninni í NBA-
deildinni og hefur hún vaxið mikið
undir hans stjórn. Stern er þó alls
ekki saddur og draumur hans er að
lið í NBA-deildinni verði staðsett í
Evrópu.
NBA-lið hafa verið að spila sýn-
ingarleiki í Evrópu undanfarin
ár. Það hefur gengið vel og vakið
mikla athygli.
„Ég sé fyrir mér nokkur alþjóð-
leg NBA-lið á næstu 20 árum. Á
innan við 20 árum verður klárlega
komið NBA-lið í Evrópu,“ sagði
Stern en hann er talinn vilja sjá
fyrsta liðið vera í London. Hann
sér einnig fyrir sér lið í Barcelona,
Berlín, Madríd, París og Róm.
„Ég held að það sé ekki vænlegt
til árangurs að vera bara með eitt
lið í Evrópu. Það gengur ekki upp.
Við þurfum að hafa fimm lið í Evr-
ópu. Það á eftir að gera margt. Það
vantar hús fyrir liðin, eigendur,
sjónvarpsbúnað og annað.“
NBA-deildin er afar vinsæl um
allan heim en yfir 90 lönd eru með
sýningarrétt á deildinni. Um tíma
var daðrað við að hafa lið í Kína
en Stern hefur sett þá hugmynd til
hliðar. - hbg
NBA ætlar til Evrópu
David Stern sér fyrir sér fi mm NBA-lið í Evrópu.
LÉTTIR Stern er hér ásamt LeBron
James, leikmanni Miami Heat.
NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Það sauð upp úr á milli
Roberto Mancini, stjóra Man-
chester City, og leikmanns félags-
ins, Mario Balotelli, í vikunni.
Lentu þeir í léttum handalögmál-
um og varð að skilja þá að.
„Mario sparkaði í liðsfélaga. Ég
bað hann að fara af velli. Hann
neitaði, ég reif í skyrtuna hans
og ýtti honum af vellinum. Ekk-
ert merkilegt og engin slagsmál,“
sagði Mancini.
„Ég mun gefa honum 100
tækifæri til viðbótar ef á þarf
að halda. Hann þarf þá að vilja
breytast. Stundum er ég ósáttur
við hann. Drengurinn er samt 22
ára og gerir eðlilega mistök.“ - hbg
Balotelli þarf
að breytast
SKILNINGSRÍKUR Mancini hefur mikla
þolinmæði gagnvart Balotelli.
NORDICPHOTOS/GETTY
Laus veiðileyfi í einni rómuðustu stórlaxaá landsins.
Stórbrotið umhverfi, sex stangir og stórir laxar!
1.- 4. sept., 40.000 kr. pr. dag
4.-7. sept., 38.000 kr. pr. dag
7.-10. sept., 35.000 kr. pr. dag
Veiðimenn sjá um eigin kost en geta fengið
máltíðir sé þess óskað.
Pantanir og nánari upplýsingar fást
í síma 696 1130 og gisli@lax.is
Laus veiðileyfi
VESTURÁRDALUR ehf.
HAFRALÓNSÁ
FÓTBOLTI „Það eru nokkrir leik-
menn farnir en það var svo sem
búist við því og ekkert við því að
gera. Það er enn þá ágætishópur
hérna og við verðum að bíða og sjá
hvernig það kemur út. Það kemur
alltaf maður í manns stað. Þetta
er aukin áskorun,“ segir Hermann
Hreiðarsson, þjálfari Eyjamanna.
Óhætt er að segja að lykilmenn
hafi horfið á braut allt frá aftasta
manni á vellinum til þess fremsta
eins og sjá má hér til hliðar. Her-
mann, sem tók við liði ÍBV í haust,
viðurkennir að erfitt verði að fylla
í skörðin.
„Abel, Gummi, Tryggvi og Ras-
mus voru náttúrulega búnir að
vera saman og kominn ákveðinn
kjarni í liðið. Þetta verður auðvi-
tað aðeins erfiðara þegar það eru
margir nýir. Það er langt í mót og
margir leikir fram að móti. Auð-
vitað hefði maður valið að missa
aðeins færri en maður hefur ekki
alltaf valið.“
Unnið í málunum dag frá degi
Hermann segir að brottför lykil-
mannanna hafi ekki komið sér í
opna skjöldu.
„Ég vissi svo sem hverjir væru
með lausa samninga og hverj-
ir ætluðu að fara eitthvað. Ég
ræddi við flesta leikmennina eftir
Íslandsmótið. Þetta er ekkert sem
maður veltir sér upp úr. Maður
heldur bara áfram og sér hvernig
hinir koma allir út. Ég er enn þá
með ágætismannskap. Það verður
bara að sjá hvernig það kemur út í
þessum leikjum á næstunni,“ segir
Hermann sem reiknar með því að
halda flestum þeim sem eftir séu.
„Maður veit þó aldrei. Það er
verið að vinna í þessu dag frá
degi, þannig séð, að sjá hverjir
verða örugglega áfram og hverjir
gætu hugsanlega komið. Það ætti
að koma einhver mynd á það í lok
mánaðarins,“ segir Hermann, sem
spilaði í fimmtán ár sem atvinnu-
maður á Englandi. Hann þekk-
ir því vel til á Englandi og horfir
þangað eftir liðstyrk.
„Ég er búinn að heyra í nokkr-
um mönnum og fer aðeins út, í
námsferðir í rauninni. Að fylgj-
ast með hjá einhverjum stjórum
og sjá hvað er verið að gera. Sjá
hvort það sé ekki hægt að plata
einhverja menn til Íslands. Við
sjáum til hverjir eru nógu ruglaðir
að koma til Íslands að klára þetta,“
segir Hermann.
Futsal til tilbreytingar
Karlalið ÍBV mætir Valsmönnum
í undanúrslitum Íslandsmótsins í
Futsal í Laugardalshöll í dag. Her-
mann gæti því landað sínum fyrsta
titli með Eyjaliðið þótt enn séu
rúmir fjórir mánuðir í að Íslands-
mótið hefjist.
„Þetta er ákveðin tilbreyting.
Undirbúningstímabilið er langt
og það er bara gaman að þessu.
Þetta er allt annað en líka fín til-
breyting. Við höfum haft gaman
af leikjunum hingað til og gerum
það áfram,“ segir Hermann óviss
hvort hann muni reima á sig skóna.
„Ég veit það ekki. Það fer eftir
því hvort við náum í lið eða ekki,“
sagði Hermann á léttu nótunum.
kolbeinntumi@365.is
Hverjir eru nógu ruglaðir?
Hryggjarsúlan úr karlaliði ÍBV í fótbolta er horfi n á braut. Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari Eyjamanna, á
strembið verkefni fyrir höndum en Eyjapeyjar hafa hafnað í þriðja sæti efstu deildar undanfarin þrjú ár.
ÞAULREYNDUR Hermann spilaði með sjö liðum á Englandi. Síðustu leikir hans
voru með Coventry. NORDICPHOTOS/GETTY
FARNIR Á BROTT
Markvörðurinn
Abel Dhaira
Akkerið í vörninni
Rasmus Christiansen
Leikstjórnandinn á
miðjunni
Guðmundur Þórarinsson
Markahæstur
sumarið 2012
Christian Steen Olsen
Markahæstur í sögu
félagsins
Tryggvi Guðmundsson
HANDBOLTI Ingimundur Ingi-
mundarson og Ólafur Bjarki
Ragnarsson ferðast ekki með
íslenska landsliðinu í æfinga-
leikinn gegn Svíum sem fram
fer ytra á þriðjudag. Landsliðs-
mennirnir eru meiddir og ljóst að
þeir verða ekki í 16 manna HM-
hópnum sem landsliðsþjálfarinn,
Aron Kristjánsson, tilkynnir á
sunnudag.
Leikur Ísland og Svíþjóðar í
Helsingborg á þriðjudagskvöldið
verður í beinni útsendingu á Stöð
2 Sport. - ktd
Ingimundur og
Ólafur meiddir