Fréttablaðið - 05.01.2013, Page 94

Fréttablaðið - 05.01.2013, Page 94
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 „Gegn minni betri vitund hef ég loks skráð mig á Twitter.“ LEIKKONAN MEGAN FOX GERÐIST TWITTER- NOTANDI Í VIKUNNI EFTIR AÐ FRÉTTIR AF ANDLÁTI HENNAR FÓRU Á FLAKK UM NETIÐ. „Þetta er í senn frekar undarlegt, stórmerkilegt og ákveðinn heið- ur líka,“ segir áhugaljósmyndar- inn Katrín Þóra Bragadóttir sem nýverið uppgötvaði að ljósmynd úr hennar smiðju er prentuð á stutt- ermaboli frá merkinu Pyrex Vision. Merkið er í eigu stílista rapparans Kanye West, Virgil Abloh. Um er að ræða tveggja ára gamla ljósmynd sem Katrín tók af Bryn- dísi vinkonu sinni. Myndina er að finna á Flickr-síðu Katrínar þar sem hún deilir gjarna myndum sínum. „Það hefur einhver tekið myndina mína af Flickr-síðunni og sett í umferð á Tumblr þar sem Abloh hefur fundið hana og heillast. Mér er alveg sama þótt einhver deili myndunum mínum en það er annað þegar hún er prentuð á fatn- að og söluvöru án þess að láta vita eða biðja um leyfi. Hver bolur kost- ar um 85 dollara stykkið svo þeir ekki ódýrir.“ Abloh er frægur stílisti í Holly- wood sem meðal annars sér um að klæða Kanye West og rappar- ann ASAP Rocky. Báðir hafa þeir sést klæðast bolum og peysum frá merki stílistans með mynd Katrín- ar við hin ýmsu tilefni. „Mér var sagt frá þessu í október og hef haft samband við lögfræð- ing til að skoða hvernig ég get snúið mér í þessu máli. Mér skilst að rétt- urinn sé allur mín megin og það er í raun merkilegt að myndinni sé bara stolið án þess að hafa sam- band við höfundinn,“ segir Katrín, en það var fyrirsætan sjálf, Bryn- dís, sem rakst á myndina af sér á netinu og lét Katrínu vita. „Henni finnst þetta bara frekar gaman og auðvitað fyndið líka. Þetta er mjög fyndið allt saman.“ Katrín hefur ekkert svar feng- ið að utan en hyggst hafa sam- band við Myndstef á næstu dögum til að ganga frekar á eftir þessum málum. Hún viðurkennir þó að það sé óneitanlega ákveðinn heiður að jafn frægur rappari og Kanye West klæðist bol með mynd eftir hana. „Það er auðvitað heiður. Ég er reyndar ekki neinn sérstakur aðdá- andi West og þykir merkilegra að ASAP Rocky klæðist myndinni minni. Þetta er samt stuldur á mynd sem ég á fullan höfundarrétt á. Við sjáum hvað setur.“ alfrun@frettabladid.is Ákveðinn heiður en frekar undarlegt Rapparinn Kanye West klæðist bol með ljósmynd úr smiðju áhugaljósmyndar- ans Katrínar Þóru Bragadóttur en myndin var líklega tekin með ólögmætum hætti af Flickr-síðu hennar. Katrín hyggst leita réttar síns yfi r hafi ð. MYND NOTUÐ Í LEYFISLEYSI Tveggja ára gömul mynd Katrínar Bragadóttur prýðir stuttermaboli frá merkinu Pyrex Vision. Myndin var tekin af Flickr-síðu Katrínar og hyggst hún leita réttar sín. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í KOKTEILBOÐI Kanye West klæddist bol með mynd Katrínar í kokteilboði ásamt tilvonandi barnsmóður sinni, Kim Kardashian, og körfuboltahetjunni LeBron James á dögunum. „Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakanna Myndstefs sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarrétt. Harpa segir þau daglega standa í málum á borð við þetta innanlands en sjaldgæfara sé hins vegar að málin séu alþjóðleg. „Við erum í bandalagi með höf- undarréttarsamtökum í hinum Norðurlöndunum en lengra nær það ekki því miður. Það er miklu flóknara að leita réttar síns út fyrir landsteinana,“ segir Harpa og nefnir þá sérstaklega Bandaríkin eins og í tilfelli máls Katrínar. „Það sem við gerum er að aðstoða við að hafa samband við höfundarréttarsamtök í við- komandi landi. Í Bandaríkjunum er annað réttarkerfi og það getur því verið bæði langt og flókið ferli. Það gæti jafnvel þurft að ráða sér bandarískan lögfræðing sem getur verið ansi kostnaðarsamt.“ Harpa segist þó ekki vilja draga úr því að fólk leiti réttar síns þrátt fyrir að það reynist stundum flókið mál. „Það verður að koma í veg fyrir ólögmæta notkun á efni með því að bregðast við. Í þeim til- vikum þegar um er að ræða augljósan fjárhagslegan tilgang á því að hagnast á verkum myndhöfunda er það alvarlegt brot.“ Flókið að leita réttar síns út fyrir landsteinana SLITU TRÚLOFUNINNI Dansparið Hanna Rún Óladóttir og Sigurður Þór Sigurðsson vakti verð- skuldaða athygli í þáttunum Dans, dans, dans á RÚV í lok síðasta árs. Parið hefur dansað saman um ára- raðir auk þess sem þau voru ástfangin upp fyrir haus og búin að trúlofa sig. Eitthvað virðist ástarbloss- inn þó hafa kulnað því samkvæmt öruggum heimildum hafa þau nú farið hvort sína leið. Hvort sam- bandsslitin merki einnig endalok þeirra saman á dansgólfinu er óvitað. ELVIS VINSÆLL Fréttablaðið sagði frá því í nóvember að Björn Þór Björnsson hefði stofn- aði hóp á Facebook þar sem aðdá- endur katta geta deilt myndum og myndböndum. Tæplega sex hundruð manns eru nú meðlimir í hópnum og þar á meðal er söngvarinn Björgvin Halldórsson og börn hans, Svala og Krummi. Björgvin smellti inn mynd af fjölskyldukettinum Elvis á síðuna og er sá lík- lega vinsælasti kötturinn þar inni því 76 manns hefur líkað við myndina og 36 ummæli hafa fallið um hana. Þess má geta að Elvis er af tegundinni golden persian. - sm LOKUN TANNLÆKNINGASTOFU Ég hef hætt störfum sem tannlæknir á Íslandi frá og með áramótum. Hef ég ráðið mig til framtíðarstarfa í Noregi. Freydís Þóroddsdóttir tannlæknir, Réttarholtsvegi 3, Reykjavík, S:5885533 hefur tekið yfir allan rekstur stofu minnar og er með allar upplýsingar er varða mína viðskipta- vini. Hún býður sjúklinga mína velkomna og ég mæli með henni sem tannlækni. Ég þakka fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum árum. Þórkatla Halldórsdóttir, Óðinsgötu 4. Upplýsingar og skráning á tonheimar.is og í síma 846 8888 Tónheimar - Síðumúla 8 - tonheimar@tonheimar.is Tónheimar bjóða upp á tónlistarnám fyrir alla aldurshópa sniðið að þörfum og áhugasviði hvers og eins. Láttu drauminn rætast og lærðu að spila þín uppáhaldslög eftir eyranu. Vorönn hefst 14. janúar Ný kennslubók í rytmískum píanóleik eftir Ástvald Traustason. Sjálfstætt framhald fyrri bókarinnar sem notið hefur mikilla vinsælda. Bók sem margir hafa beðið eftir! Hljómar í bókstaflegum skilningi 2 PÍANÓNÁM FYRIR ÞIG Nýtt Frístundakort ÞRIÐJA Á LEIÐINNI Högni Egilsson og félagar í Hjaltalín eru um þessar mundir að vinna að þriðja myndbandinu við lög af plötunni Enter 4. Nýjasta myndbandið verður við lagið Crack in a Stone og upptökurnar standa yfir þessa dagana í hljóðverinu Sundlauginni í Mos- fellsbæ. Bandaríkjamaðurinn Yoonha Park leikstýrir því, en hann gerði líka fyrsta myndbandið við lag af plötunni; Lucifer / He Feels Like a Woman. Myndbandið verður frumsýnt í febrúar, þegar lagið Crack in a Stone kemur út á sjö tommu vínyl- plötu. - sh

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.