Fréttablaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 49
Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála,
lax- og silungsveiði, hvalveiða o.fl. ásamt því að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka.
Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is
Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing
Gagnagrunnsstjóri
Fiskistofa leitar að metnaðarfullum og öflugum gagnagrunnsstjóra til starfa á höfuðborgarsvæðinu við rekstur gagnagrunna Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunnar.
Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni:
• Umsjón, rekstur og uppsetning Oracle gagnagrunna
• Rekstur á vef og viðfangamiðlurum
• Aðkoma að gagnagrunnshönnun og tæknilegum úrlausnarefnum
• Aðgangsstýringar og öryggismál
• Staðgengill deildarstjóra kerfisdeildar
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun í upplýsingatækni eða skyldum greinum, háskólamenntun kostur
• Haldgóð reynsla og þekking á Oracle gagnagrunnum og rekstri gagnagrunna
• Mjög góð þekking á SQL, PL/SQL og skeljaforritun
• Þekking á netsamskiptum og öryggismálum
• Þekking á Linux og VMware er æskileg
• Reynsla af umsjón og rekstri netþjóna æskileg
• Reynsla af skjölun og gæðaferlum kostur
• Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun skilyrði
• Góð skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynleg
Nánari upplýsingar um starfið veitir Leifur Magnússon, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs í síma 569 7900 eða í netfangi leifurm@fiskistofa.is
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréf sendast á netfangið starf@fiskistofa.is eða með bréfi til
Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar: „Gagnagrunnstjóri“.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2015.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um.
Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til
3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru
samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
www.landsvirkjun.is
Starfið er á tæknideild orkusviðs. Í því felst verkefnastjórnun viðhalds-
og endurbótaverkefna á sviði rafbúnaðar í orkuvirkjum í rekstri.
Um er að ræða fjölbreytt verkefni, s.s. gerð og rýni útboðsgagna, eftirfylgni
samninga, samskipti við innlenda og erlenda ráðgjafa og framleiðendur
rafbúnaðar, ásamt þátttöku í stefnumótun varðandi viðhald, aðstoð við
rekstur og við val á nýjum rafbúnaði.
• Háskólamenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi,
nám í rafiðn að auki er kostur
• Reynsla af rekstri, viðhaldi, hönnun og ráðgjöf á sviði rafbúnaðar
• Þekking á aðferðafræði verkefnisstjórnunar
• Tölvu- og hugbúnaðarfærni
• Hæfileiki til að tjá sig í ræðu og riti
• Frumkvæði og samskiptahæfni
• Góð íslensku- og enskukunnátta
Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafn launa
úttekt PwC, sem stað festir að fyrirtækið
greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir
sömu eða jafnverðmæt störf.
Við leitum að verkefnisstjóra
með áherslu á rafbúnað
aflstöðva í rekstri
Sótt er um starfið á vef Capacent, nánari upplýsingar um starfið veita Auður Bjarnadóttir
(audur.bjarnadottir@capacent.is) og Þóra María Guðjónsdóttir á starfsmannasviði
Landsvirkjunar (thora.maria.gudjonsdottir@landsvirkjun.is).
Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember.
Landsvirkjun hvetur konur
jafnt sem karla til að sækja
um starfið.
smáauglýsingar
smaar@frettabladid.is / visir.is
512 5000
Afgreiðsla smáauglýsinga og sími
er opinn alla virka daga frá 8-17
Allar smáauglýsingar
vikunnar á visir.isv nna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.isSölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441