Fréttablaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 22
Sunnudagurinn 8. nóvember verður tileinkaður baráttu gegn einelti og er það í fimmta sinn
sem það er gert hér á landi. Mark
miðið er að vekja athygli á málefninu
og hve alvarlegt einelti er.
Í tengslum við þennan dag árið
2011 var undirritaður þjóðarsátt
máli gegn einelti og stofnuð vefsíðan
gegneinelti.is. Á vefsíðunni getur fólk
lagt baráttunni lið með því að undir
rita sáttmálann og skuldbinda sig þar
með til þess að vinna af alefli gegn
einelti í samfélaginu, standa vörð
um rétt fólks til þess að geta lifað í
sátt og samlyndi við umhverfi sitt
og jafnframt að gæta sérstaklega að
rétti barna og ungmenna og þeirra
sem ekki eiga sér málsvara eða sterka
rödd í samfélaginu.
Ég hvet fólk til að undirrita þjóðar
sáttmálann gegn einelti, taka þátt í
baráttunni gegn því og leggja sitt af
mörkum til að bæta samfélagið og
hafa áhrif til góðs með breytni sinni.
Við þurfum saman að vinna bug á
þessu samfélagsböli sem eitrar og
eyðileggur líf svo margra.
Ný reglugerð gegn einelti
Nú hefur verið birt ný reglugerð sem
kveður á um aðgerðir gegn einelti,
kynferðislegri áreitni, kynbundinni
áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Þetta er mikilvægur áfangi, því þarna
er sett fram hvaða skyldur hvíla á
atvinnurekendum í þessum efnum,
um skyldu allra vinnustaða um að
setja sér áætlun um aðgerðir til að
koma í veg fyrir einelti og viðbrögð
ef á reynir.
Öllum vinnustöðum ber að greina
áhættuþætti innan vinnustaðarins
með gerð áhættumats. Í reglugerð
inni er með skýrum hætti kveðið
á um að við gerð áhættumats skuli
meðal annars greina áhættuþætti
eineltis á vinnustaðnum þar sem
tekið skuli tillit til andlegra og félags
legra þátta, svo sem aldurs starfs
manna, kynjahlutfalls, ólíks menn
ingarlegs bakgrunns starfsfólks,
skipulags vinnutíma, vinnuálags
og fleira. Ljóst er að vinnustaðir eru
jafn ólíkir og þeir eru margir og því
mikilvægt að áhættumatið taki mið
af aðstæðum á hverjum stað.
Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit
með framkvæmd reglugerðarinnar
en fyrirtæki og sérfræðingar sem
Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir í áskrift
er góð leið til að byggja upp eignasafn.
Byggðu upp þinn sjóð með
reglubundnum sparnaði
Lágmarksupphæð
aðeins 5.000 kr.
á mánuði.
100% afsláttur
af upphafsgjaldi
í áskrift í sjóðum.
Enginn fjármagns-
tekjuskattur greiddur
fyrr en við innlausn.*
*Skattameðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíð. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is
Dagur gegn einelti
8. nóvember
Eygló
Harðardóttir
félags- og húsnæðis-
málaráðherra
Frjálsar kristnar kirkjur og grasrótarsöfnuðir hafa vaxið verulega og telja nú tugi þúsunda
Íslendinga. Allir kristnir ættu að
fagna því. Þjóðkirkjustofnanir eru
víðast hvar á undanhaldi í þeim
löndum þar sem þær enn fyrirfinn
ast. Það er eðlileg þróun í hinum
kristna heimi.
Þjóðkirkjan fær enn milljarða ár
hvert, umfram aðrar íslenskar lút
erskar kirkjur sem ættu að njóta þess
sama samkvæmt stjórnarskrá.
Þeir sem segja að aðskilnaður
hafi þegar átt sér stað milli ríkis og
þjóðkirkjustofnunarinnar láta sem
lúterskar fríkirkjur séu ekki til. Sá
kirkjusögulegi arfur jarðeigna sem
veldur þessari hróplegu mismunun
er auðvitað arfur allra kristinna
Íslendinga.
Nú hefur kirkjuþing hinnar ríkis
reknu þjóðkirkju ákveðið að veita
150 milljónir til að fjölga í þjóð
kirkjunni. Hvaðan skyldu þær sálir
eiga að koma? Það eru nokkrir hópar
sem koma til greina. Sá hópur fólks
sem stækkað hefur hraðast undan
farin ár er utan trúfélaga. Margir þar
hafa fengið alveg upp í kok af ótrú
verðugri og ókristilegri framgöngu
afturhaldssamra trúarstofnana. Það
væri erfiður kristniboðsakur.
Skyldi markið sett á innflytjendur
og flóttamenn sem margir eru mús
limar eða kaþólskir? Það er erfiður
akur.
Langlíklegasti markhópurinn fyrir
150 milljóna „kristniboðsátakið“ eru
kristnu fríkirkjurnar sem hafa vaxið
svo mjög. Hver er þá staða Fríkirkj
unnar í Reykjavík andspænis slíku
milljóna áhlaupi?
Jú, við höfum 62. gr. Stjórnar
skrár Íslands okkur til varnar. Þar er
fjallað um Fríkirkjuna í Reykjavík! Á
þremur öldum hefur hún starfað og
alltaf verið evangelísk lútersk.
Frumlag 62. gr. er hin evangelíska
lúterska kirkja en alls ekki þjóð
kirkjustofnunin. Allt frá stofnun
Fríkirkjunnar árið 1899 var hún og
er íslensk grasrótarhreyfing og hluti
af sjálfstæðisbaráttu landsmanna á
meðan þjóðkirkjustofnunin var í
raun leifar af dönsku stjórnsýsluapp
arati með sínum landfræðilegu sókn
armörkum og embættismannakerfi.
Fríkirkjan hefur aldrei afsalað sér
sínum kirkjusögulega arfi sem hún
á rétt á samkvæmt stjórnarskrá. En
þjóðkirkjan heldur henni nú utan
garðs. Sporin hræða.
Sjálfvirk útskráning
Á fyrrihluta síðustu aldar voru bara
tvær kirkjur í Reykjavík og um helm
ingur íbúanna tilheyrði Fríkirkjunni.
Síðan eftir miðja öldina þegar hverfis
kirkjur þjóðkirkjunnar fóru að rísa þá
var í bakherbergi ráðuneytisins búin
til lítil reglugerð. Reglugerðin fól það í
sér að ef fríkirkjufólk flutti lögheimili
sitt þá var það sjálfkrafa skráð í þjóð
kirkjuna. Fæstir vissu af þessari breyt
ingu og því voru þúsundir Íslendinga
teknir af skrá Fríkirkjunnar og settir
í Þjóðkirkjuna án vitundar eða sam
þykkis. Trúfélagsgjöldin runnu því
óhindrað til þjóðkirkjustofnunarinn
ar í áratugi. Í dag teldist þetta argasta
mannréttindabrot. Reglugerðin olli
því að þjóðkirkjan fékk aftur drottn
andi stöðu.
2001 Gullið og asninn
á kirkjuþingi
Á kirkjuþingi árið 2001 var rætt um
að gera lútersku fríkirkjunum tilboð
sem þær gætu ekki hafnað. Þær áttu
að fá að ganga inn í þjóðkirkjuna.
Það var alls ekki gert að beiðni frí
kirknanna heldur óttuðust þjóð
kirkjumenn að fríkirkjur ættu rétt
á að sækja á eigin forsendum í digra
sjóði. Það vildu þeir fyrirbyggja. Í
umræðum kirkjuþingsmanna var
talað um kristilegt grasrótarstarf af
mikilli fyrirlitningu og háði. Kirkju
þingsmennirnir höfðu miklar efa
semdir um að hleypa fríkirkjum að
„sínum kirkjueignum“. Fríkirkjufólki
var líkt við asna sem stendur utan
við borgarmúrana. Kirkjuþings
mennirnir ræddu sín á milli hvernig
hægt væri að lokka asnann inn fyrir
borgarmúrinn (þ.e. í þjóðkirkjuna),
ná gullinu (trúfélagsgjöldunum) af
baki hans en senda asnann síðan
aftur út fyrir borgarmúrinn þar sem
hann ætti helst heima.
Árið 2003 hvatti formaður presta
félagsins alla þjóðkirkjupresta til að
skrá sem flesta úr frjálsum kristnum
trúfélögum og inn í þjóðkirkjuna.
Hvatinn var að fá fleiri stöðugildi frá
ríkinu, meiri pening umfram önnur
trúfélög. Enn í dag reyna sumir þjóð
kirkjuprestar að fá fríkirkjufólk til að
skrá sig yfir.
Þegar stofnunin ræðst gegn gras
rótinni eru góð ráð dýr. Legg ég því
til að í stað þess að þjóðkirkjan setji
milljónirnar til höfuðs okkur að hún
afhendi kristnum fríkirkjum 150
milljónirnar til ráðstöfunar. Það væri
þá loks í anda þess Jesú Krists sem
stofnunin kennir sig við. Sú upphæð
er aðeins örlítið brotabrot af öllum
kirkjusögulegum arfi fríkirkjufólks
sem ríkiskirkjan hefur haldið fyrir
sjálfa sig. Þær milljónir munum við
nota til að efla grasrótarkristni á
Íslandi í anda víðsýni og umburðar
lyndis. Við munum fagna fjölbreyti
leika mannlífsins og vinna að því að
sameina í stað þess að sundurgreina.
Við munum ekki líta til kaþólsku
miðaldakirkjunnar sem fyrirmyndar
heldur til þess Jesú Krists sem var í
nöp við trúarstofnanir og lifði og
starfaði í grasrótinni.
150 milljónir til höfuðs
fríkirkjum?
Hjörtur Magni
prestur og forstöðu-
maður Fríkirkjunnar í
Reykjavík
Árið 2003 hvatti formaður
prestafélagsins alla þjóð-
kirkjupresta til að skrá sem
flesta úr frjálsum kristnum
trúfélögum og inn í þjóð-
kirkjuna. Hvatinn var að fá
fleiri stöðugildi frá ríkinu,
meiri pening umfram önnur
trúfélög.
Einelti er alvarlegt og getur
valdið fólki varanlegum
skaða. Mikilvægt er að at-
vinnurekendur geri sér grein
fyrir skyldum sem á þeim
hvíla og nýti þau verkfæri
sem til eru í baráttunni gegn
einelti.
hlotið hafa viðurkenningu Vinnu
eftirlitsins til að veita atvinnurek
endum þjónustu við gerð áætlana
um öryggi og heilbrigði á vinnu
stöðum hafa á að skipa sérfræð
ingum sem einnig geta veitt aðstoð
við gerð áætlana um aðgerðir gegn
einelti. Ég hvet atvinnurekendur til
að nýta sér þessa sérfræðiþekkingu
við gerð áhættumats á vinnustað
þar sem meðal annars eru greindir
áhættuþættir eineltis, líkt og reglu
gerðin býður.
Það er óumdeilt að aðbúnaður
á vinnustað hefur áhrif á líðan og
heilsu starfsfólks. Nútímaleg vinnu
vernd á ekki einungis að snúast um
að koma í veg fyrir slys og líkamlegt
heilsutjón, heldur sýna rannsóknir að
andlegir og félagslegir þættir eru ekki
síður mikilvægir fyrir líðan og heilsu
starfsfólks. Ef þessum þáttum er ekki
sinnt aukast líkur á margskonar
vanda sem getur dregið úr starfs
ánægju, skert framleiðni og aukið
starfsmannaveltu. Vanlíðan starfs
fólks getur leitt til heilsufarsvanda
mála, til lengri eða skemmri tíma.
Einelti er alvarlegt og getur valdið
fólki varanlegum skaða. Mikilvægt
er að atvinnurekendur geri sér grein
fyrir skyldum sem á þeim hvíla og
nýti þau verkfæri sem til eru í bar
áttunni gegn einelti.
7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð