Fréttablaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 90
Ég var rosalega reiður ungur maður. Í rauninni getur það verið jákvætt í sjálfu sér. Því reiði fyrir mig þegar ég var yngri var ákveðið bensín til framkvæmda,“ segir Mikael Torfason rithöfundur. Nýútkomin bók hans, Týnd í Para- dís, fjallar um fyrstu árin í lífi hans en Mikael var langveikt barn sem þurfti að mati lækna á blóðgjöf að halda. Mikael fullyrðir að þetta sé sönn saga, ekki skálduð ævisaga. Mikael gefur reyndar lítið fyrir það hugtak sem hann segir ómerkilegt bull. „Minningar eru auð- vitað sannleikur.“ Ungir foreldrar hans, sem voru í Vottum Jehóva, voru tilbúin að ganga svo langt að leyfa Mikael að deyja með því að neita honum um blóðgjöf. Bókin er uppgjör Mikaels við foreldra sína. Hulda Fríða Berndsen og Torfi Geir- mundsson skildu þegar hann var um fimm ára aldur. Mikael ólst upp ásamt bróður sínum hjá föður þeirra en systir hans hjá móðurinni. Sér ekki eftir að hafa verið reiður Einhver gæti haldið að það sé ekki langt í þennan reiða Mikael því hann talar hratt og baðar út höndum þegar hann skilgreinir reiðina sem hann glímdi við langt fram eftir aldri. „Svo brennir maður kertið í báða enda með reiði og það brennir mann upp. Það er til ein tegund reiði sem er versta reiði sem maður verður fyrir, það er réttlát reiði. Þá er í rauninni eng- inn tilgangur með henni því þú getur aldrei fengið neina útrás fyrir hana. Það er eiginlega betra að vera reiður og hafa rangt fyrir sér og geta síðan sagt „ó, fyrirgefðu ég hafði rangt fyrir mér“. Ég sé samt ekkert eftir því að hafa verið reiður. Ég fékk mikla útrás fyrir mína reiði í að skrifa bækur og að vera umdeildur blaðamaður,“ segir hann og heldur áfram: „Það kemur svo að því að maður er orðinn fullorðinn og hættur að vera þessi reiði ungi maður. Ég held að þessi bók hafi líka verið partur af því ferli. Ég er til dæmis hættur að vera reiður út í móður mína en það hvíldi mjög á mér. Sú reiði var kannski að einhverju leyti ósanngjörn af minni hálfu en líka alveg fullkomlega réttlætanleg.“ Sársaukafullt uppgjör á köflum Eins hallærisleg klisja og það nú er, segir Mikael, þá reyndust skrifin hreins- un. Við bókarskrifin reyndi hann að skilja hvernig og af hvaða hvötum for- eldrar hans tóku þær ákvarðanir sem þau tóku, sama hversu vitlausar þær voru. Hann reyndi að setja sig í þeirra spor og rýna í tíðarandann. „Þótt það hefði hentað mér betur að þau hefðu tekið aðra afstöðu í lífinu þá get ég séð hvaðan hver ákvörðun kom þó hún hafi verið vitlaus eftir á að hyggja. Það var oft mjög sársaukafullt að fara í gegnum þetta og tók á en ég náði líka að setja mig í þeirra spor. Foreldrar mínir eru alþýðufólk sem hafði verið kúgað af stofnunum samfélagsins. En, ég er ánægður með að vera sonur Torfa og Huldu Fríðu. Þau eru hispurslaus og settu sig aldrei gegn því að ég ritaði þessa bók. Fyrir það er ég þakklátur.“ Og Mikael virðist hafa erft hispurs- leysið, hann talar ekkert rósamál. Varð hetja innan safnaðarins Hann segir að í Vottunum hafi for- eldrar hans fundið ákveðinn tilgang og farið að fylgja reglum þeirra í einu og öllu. Faðir hans byrjaði í söfnuðinum á undan móður hans sem lét svo til- leiðast og gekk í söfnuðinn líka þegar hún sá hvað maður hennar hafði breyst mikið til hins betra. Í söfnuðinum er gert mikið úr þeim sem neita blóðgjöf og deyja fyrir guð sinn. Faðir hans varð til að mynda mikil hetja fyrir að hafa staðið fast á því að Mikael fengi ekki blóðgjöf. „Þetta er söfnuður sem auglýsir píslavotta sína, þá sem hafa dáið píslardauða. Monta sig af því á plakötum og annað. Árið 1994, þegar ég var tvítugur, var á for- síðunni á Vaknið! sem er svona lífsstíls- tímarit Vottanna, mynd af ungu fólki sem samkvæmt fyrirsögninni hafði Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Stærðu sig af Mikael lagðist í mikla rannsóknarvinnu við skrif bókarinnar og tók meðal annars mörg hundruð klukkustundir af viðtölum við foreldra sína, fjölskyldumeðlimi og aðra sem tengdust fjölskyldunni á þessum árum. Fréttablaðið/anton brink píslardauða barna Fyrstu fimm æviár Mikaels Torfasonar og saga foreldra hans eru sögusvið nýrrar bókar hans. Mikael var langveikt barn sem þurfti á blóðgjöf að halda en ungir foreldrar hans voru í söfnuði Votta Jehóva og blóðgjöf stangaðist á við trúarsetningar trúfélagsins. Hann segir þau hafa verið tilbúin að ræna honum af spítalanum til þess að leyfa honum að deyja frekar en að fá blóð sem myndi menga líkama hans og hamla inngöngu hans í Paradís. ↣ 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r46 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.