Fréttablaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 110
Eiríkur Smith listmálari varð níræður á árinu. Hann tók þá ákvörðun að leggja penslana á hilluna árið 2008, í kjölfar veikinda en eftir hann liggur gríðarlegur fjöldi verka og rúmlega 400 þeirra eru varðveitt í Hafnarborg, menn- ingar-og listamiðstöð Hafnarfjarðar. „Ég var fyrst í landslags- málun, fór svo yfir í abstrakt en sótti í landslagið aftur,“ sagði hann á níræðisafmælinu í ágúst. Sýningin Á eintali við tilveruna sem opnuð er í dag klukkan 15 er sam- sett úr myndum Eiríks frá tímabil- inu 1983 til 2008 og er lokasýningin í fimm sýninga röð. Ólöf Sigurðar- dóttir sýningarstjóri segir þá röð hafa verið vissan kjarna í starfsemi Hafnarborgar frá árinu 2010. „Ég hef ánægju af að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði og ekki síður bókinni sem Hafnarborg gefur út í dag um hann Eirík,“ segir hún og lýsir bókinni nánar. „Þetta er 200 síðna bók og henni er skipt upp í kafla eftir sýningunum fimm og myndefnið tengist þeim eins og þeim var raðað upp. Textar um hvert tímabil fyrir sig eru eftir mig og einnig er grein eftir Aðal- stein Ingólfsson listfræðing. Síðan er æviágrip Eiríks sem starfaði að list sinni allan seinni hluta 20. aldar og fram á þá 21. Æviágripið er unnið af tveimur ungum listfræðingum, Aldísi Arnardóttur og Heiðari Kára Rannverssyni, og er jafn- framt skemmtilegt innlit í íslenska listasögu því auk þess að lýsa ævi Eiríks kemur fram hverjir voru með honum í skóla, með hverjum hann var að sýna og svo framvegis.“ Á morgun, sunnudag, klukkan 15 verður boðið upp á sýningarstjóra- spjall í Hafnarborg í tengslum við sýninguna. Afrakstur af starfsemi síðustu ára í Hafnarborg Sýning sem nefnist Á eintali við tilveruna verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Þar eru verk Eiríks Smith frá 1983 til 2008, unnin bæði með vatnslitum og olíulitum. Einnig kemur út bók um feril hans. Eiríkur á langan feril að baki og breytti um stíl í takt við tíðarandann. Fréttablaðið/arnþór birgisson „ég er afar ánægð að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði,“ segir ólöf. Fréttablaðið/anton brink BÆKUR Mórún – í skugga skrattakolls Höfundur Davíð þór Jónsson Mynd á kápu ingi Jensson 194 bls. Útgefandi kaldá Prentun Ísafoldarprentsmiðja HHHHH Undanfarin ár hefur komið út hafsjór af fantasíubókmennt- um og hefur Ísland ekki farið varhluta af því flóði. Þetta sagnaform hefur sótt þvílíkt í sig veðrið, samfara ýmiss konar hlut- v e r k a l e i k j u m , að krakkar eru almennt töluvert betur að sér um drýsla og hrím- þursa en eðlilegt getur talist. Þessar fantasí- ur eru misgóðar. Undirrituð er alltaf dálítið e f i n s þ e g a r hún hefur lestur, því þótt sögu- þráður geti verið spennandi er oft eins og innihaldið vanti og bókin skilur lítið eftir sig. Þetta á þó ekki við um nýjustu bók Davíðs Þórs Jónssonar, sem ber titilinn Mórún í skugga Skrattakolls. Sagan segir frá álfinum Mó- rúnu og baráttu hennar við ill öfl í Sviðnadal. Hætta er á að drekaegg sem komið var fyrir á botni vatns í dalnum klekist út, ef einhver huguð hetja skerst ekki í leikinn. Inn- byggð forsaga er viðloðandi allan tímann, heimurinn er særður eftir stríðsátök og persónurnar eru að jafna sig og byggja traust hver til annarrar. Þessi hliðarsaga er áhuga- verð og vel unnin. Nokkrum hlutum er nauðsynlegt að hæla. Byrjum á því allra mikil- vægasta: Kynjahlutverk, -hlutföll og persónusköpun. Sagan myndi standast Bechdel-prófið með sóma, enda flestar persónurnar kvenkyns. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera miklir naglar. Stundum er eins og höfundur leiki sér að því að snúa kynjahlutverkum á hvolf, ef miðað er við „dæmigerðar“ sögur. Karl- mönnum er hér oftar en ekki lýst af útlitinu – og þá gjarnan lagt mat á fegurð þeirra – en lítið talað u m ú t l i t kvenpersóna. A ð a l p e r s - ónan Mórún e r ó f o r - s k ö m m u ð , framhleypin og virðist ekki óttast neitt. Textinn ein- kennist fyrst og fremst af auðugu mál- fari og frjóum orðaforða. Þess utan er leiftrandi fyndni gegnum- gangandi. Ljóst er að höfundur er vel að sér í brag- fræði, því galdra- þulur eru ortar undir formlegum háttum og til dæmis má finna fim- lega ort dróttkvæði á síðum bókar- innar. Höfundur veltir vöngum um stjórnmál, ber saman lýðræði og einræði, skoðar kosti þess og galla. Fer jafnvel út í samanburð á kapítalisma og sósíalisma, ef vel er að gáð. Samtöl eru vönduð og lesandinn sveiflast stöðugt á milli þess að vera sammála hinum og þessum – allir virðast hafa eitthvað til síns máls. Sagan er bæði skemmtileg og spennandi og að lestri loknum má vænta að lesendur bíði í ofvæni eftir að lesa meira um töffaraálfinn Mórúnu. Halla þórlaug óskarsdóttir NiðURstaða: Skemmtileg og spenn- andi fantasía þar sem sérstaklega er vandað til verka á sviði persónusköp- unar, kynjahlutfalla og málfars. Fantagóð fantasía fyrir krakka Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is æviÁgripið Er unnið af tvEimur ungum liStfræðingum, aldíSi arnardóttur og HEiðari KÁra rannvErSSyni, og Er jafnframt SKEmmtilEgt innlit í íSlEnSKa liStaSögu. Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Íslands 7 . N ó v e M B e R 2 0 1 5 L a U G a R D a G U R66 M e N N i N G ∙ F R É t t a B L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.