Fréttablaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 8
B 180, árgerð 2013, ekinn 38 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 109 hö.
Bakkmyndavél, árekstrarvari, krómpakki, hiti í framsætum,
16" álfelgur, inniljósapakki, sætisþægindapakki o.fl.
Verð 4.490.000 kr.
Afb./mán. 41.900 kr.*
Flug fyrir 2 með öllum notuðum Mercedes-Benz
Mercedes-Benz B–Class nýtur mikilla vinsælda, enda framúrskarandi
kostur. Þeir sem kaupa notaðan Mercedes-Benz í eigu Öskju í nóvember,
að verðmæti 1,5 milljónir eða meira, fá flug fyrir tvo með WOW Air
í kaupbæti og vetrardekk að auki. Allir notaðir Mercedes-Benz hjá
okkur hafa fengið þjónustuskoðun fyrir veturinn.
*Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9%
og árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,73–10,79%
�
�
��
�
��
�
�
��
��
��
��
��
�
��
�
�
�
Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 • www.notadir.is.
Opið virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 12–16.
Flug fyrir 2 til Kaupmannahafnar,
Berlínar, London eða Dublin.
náttúra Mælingar vísindamanna
Jarðvísindastofnunar Háskóla
Íslands í lok október sýna að Eystri-
Skaftárketill er allt að tvisvar sinn-
um stærri að flatarmáli en hann var
sumarið 2010. Gríðarleg stækkun
ketilsins skýrir hversu miklu stærra
Skaftárhlaupið í október reyndist
miðað við öll fyrri hlaup úr katl-
inum. Aukið vatnsmagn á milli
hlaupanna 2010 og 2015 er mælt í
mörgum milljónum tonna.
Magnús Tumi Guðmundsson,
jarðeðlisfræðingur og prófessor
við Háskóla Íslands, segir bráða-
birgðaniðurstöður mælinganna
á stærð ketilsins sýna ótvírætt að
hann hefur stækkað mjög mikið frá
2010, en 24. október tókst að mæla
ketilinn með flughæðarmæli vélar
Isavia, TF-FMS, þar sem lögun hans
var kortlögð með því að fljúga níu
ferðir yfir ketilinn. Við samanburð
á niðurstöðum eldri mælinga kemur
í ljós hvernig ketillinn hefur víkkað,
og hefur sú víkkun nánast öll orðið
eftir Skaftárhlaupið 2010. Eins og
kunnugt er hefur verið beðið síðan
2013 eftir hlaupinu sem ruddist loks
fram í síðasta mánuði, enda sýnir
hlaupaannáll að hlaup úr eystri katl-
inum hafa ætíð komið með 2-3 ára
millibili frá árinu 1955, en þá kom
fyrsta verulega Skaftárhlaupið. Fyrir
þann tíma fóru þau út í Langasjó og
hvort tveggja flóðtoppur og aur-
burður var miklu minni.
Áður en tókst að mæla ketilinn
24. október lágu fyrir skýr merki
um stækkun ketilsins til vesturs,
austurs, og suðurs. Þá hafði yfirborð
jökulsins risið á hefðbundinn hátt
fyrst eftir hlaupið 2010 en frá og
með 2011 var það hægara en áður
hafði sést og hætti með öllu 2013 –
en þá hófst bið vísinda- og heima-
manna eftir hefðbundnu Skaftár-
hlaupi.
Nú liggur fyrir að jarðhitinn undir
jöklinum hefur færst til, en ekki
aukist, og útreikningar Jarðvísinda-
stofnunar Háskólans eru sláandi.
Eins og fyrri gögn sýna var flatarmál
ketilsins talið um fjórir ferkílómetr-
ar en er núna 7-10 ferkílómetrar –
en það er ákveðið matsatriði hvar
skuli setja útmörk ketilsins. Mesta
sig mældist 120 metrar í norðvestur-
hluta hans. Rúmmál ketilsins með
sprungum meðfram jöðrum hans
mælist u.þ.b. 340 milljónir rúm-
metra. Því er áætlað hlaupvatn 366
milljónir rúmmetra vatns með 44
milljóna rúmmetra skekkjumörk-
um í báðar áttir. Til skýringar jafn-
gildir það því að 366 milljónir tonna
af vatni hafi runnið til sjávar dagana
sem hlaupið stóð yfir.
Magnús Tumi sagði í erindi sínu
og í umræðum ráðstefnugesta á
ráðstefnu FutureVolc-verkefnisins
á fimmtudag að haldi þessi þróun
áfram sé það mjög mikið áhyggju-
efni. „Það er áhugavert en jafnframt
alvarlegt ef þessi þróun heldur
áfram. Ef hlaupin stækka jafnvel
enn meira frá því sem nú var þýðir
það að eyðilegging af völdum þeirra
verður mun meiri en verið hefur
hingað til í Skaftárhlaupum.“
Í viðtali við Fréttablaðið segir
Magnús Tumi ekkert liggja fyrir um
þróun næstu ára. Kannski færist
jarðhitinn aftur á þann stað undir
jöklinum sem þekktur var, en það
sé heldur ekki hægt að útiloka þann
möguleika að ketillinn stækki enn
– biðin verði enn lengri en fimm ár
eftir næsta flóði sem yrði þá mögu-
lega enn stærra en menn urðu vitni
að í október. svavar@frettabladid.is
Munurinn mælist í milljónum tonna
Magn flóðvatnsins sem ruddist til sjávar í síðasta Skaftárhlaupi er metið á milli 300 og 400 milljónir tonna. Flatarmál ketilsins mælist nú 7-10
ferkílómetrar en var fjórir ferkílómetrar þegar síðast hljóp árið 2010. Alvarleg þróun ef hlaupin stækka jafnvel enn meira, segir sérfræðingur.
Um það bil
26
milljónir rúmmetra
er aukning bráðnunar
á leið hlaups undir
jökli metin
Mesta sig mældist
120 m
í norðvesturhluta
ketilsins
Um það bil
340
milljónir rúmmetra
Rúmmál ketilsins
með sprungum með
jöðrum hans
nú er flatarmál ketilsins
7-10 km2
en var fjórir ferkíló-
metrar árið 2010
Um það bil
366
milljónir tonna
af vatni hafa runnið
til sjávar dagana sem
hlaupið stóð yfir
Ef hlaupin stækka
jafnvel enn meira frá
því sem nú var þýðir það að
eyðilegging af völdum þeirra
verður mun meiri en verið
hefur hingað
til í Skaftár-
hlaupum.
Magnús Tumi Guð-
mundsson jarðeðlis-
fræðingur
7 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 L a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð