Brautin - 15.12.1957, Qupperneq 10

Brautin - 15.12.1957, Qupperneq 10
10 BRAUTIN Þrír látnir tónsnillingar Jólablað Brautarinnar birtir að þessu sinni myndir og stutt æviágrip þriggja heimsfrægra listamanna, sem látizt hafa á þessu ári. Eru það ítalski hljómsveitarstjórinn heims- frægi Arturo Toscanini, finnska tón- skáldið Jean Sibelius, sem margir telja mesta tónskáld þesSarar aldar, og ítalski tenórsöngvarinn Benja- mino Gigli, sem í áratugi hefur verið frægasti tenórsöngvari heimsins og sungið hefur sig inn í hug og hjörtu milljóna víðs vegar um heim. Snilli- gáfa mikilla listamanna á vissulega mikinn þátt í að þoka mannkyninu drjúgan spöl fram á leið til auk- innar hamingju, fegurðar og full- komnunar, og því er slíkra manna skylt og ljúft að minnast með að- dáun og þakklæti fyrir unnin afrek. Arturo Toscanini Hinn 16. janúar s.l. andaðist í New York hinn heimsfrægi ítalski hljómsveitarstjóri, Arturo Toscanini, Toscanini. sem talinn er hafa verið mikilhæf- asti hljómsveitarstjóri vorra tíma. Toscanini var fæddur í Parma á ítalíu 25. marz 1867, og var hann sonur fátæks klæðskera. Hann hafði hina ítölsku hljómlist í blóðinu og hóf tónlistarnám aðeins 9 ára gam- all og stundaði nám í tónlistarskól- anum í Parma frá 1876 til 1885 og lagði stund á sellóleik sem sérgrein. Vegna hinna einstæðu hæfileika sinna naut hann ríflegra styrkja til námsins, enda vöktu hæfileikar hans þegar mikla athygli meðan hann var við tónlistarskólann. Frægð Toscaninis sem hljóm- sveitarstjóra hófst þegar hann var aðeins 19 ára gamall, en þá stjórn- aði hann flutningi óperunnar „Aida“ í forföllum aðalhljómsveitarstjór- ans, en sjálfur hafði Toscanini leikið í þessari hljómsveit. Þetta var árið 1886 í Rio de Janeiro, og vann hann sér frægð þegar á fyrsta kvöldinu. Árið 1898 réðst hann # sem aðal stjórnandi við Scala-óperuna í Míla- nó, en frá 1907—1921 var hann stjórnandi Metropolitan-óperunnar í New York, og síðan aftur við Scala- óperuna 1921—1929. Á árunum 1929—1936 stjórnaði Toscanini New York filharmónísku hljómsveitinni, og um skeið hljómsveit í Bayreuth í Þýzkalandi. Árið 1937 stofnaði hann NBC-sinfóníuhljómsveitina, National Broadcasting Corporation, og var hann stjórnandi hennar til 1951, auk þess sem hann stjórnaði sem gestur flestum frægustu hljóm- sveitum víðs vegar um heim, og ferðaðist víða. Síðustu 25 ár ævi sinnar var Toscanini búsettur í Bandaríkjunum, en kom þó til Italíu nokkrum sinnum eftir síðari heims- styrjöldina, fyrst 1946. Kveðjuhljóm- leika sína hélt hann með hljómsveit NBC, 4. apríl 1954, þá 84 ára að aldri, en eftir það lagði þessi mikli meistari hljómlistarinnar taktsprot- ann á hilluna. Jean Sibelius lézt að heimili sínu Jávenpáá skammt frá Helsingfors að kvöldi hins 20. september s.l., 92 ára að aldri. Sibelius. s Jean Sibelius var fæddur í Tá- vastehus í Finnlandi 8. desember 1865. Hann lagði í fyrstu stund á lögfræði, en tónlistin tók brátt hug hans allan; hann hætti lögfræðinámi óg innritaðist í' tónlistarskólann í Helsingfors rúmlega tvítugur að aldri. Síðar stundaði hann fram- haldsnám í Berlín og Vínarborg. Sibelius lagði mjög að sér við tórt- listarnámið, og aflaði hann sér mikillar þekkingar og æfingar í list

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.