Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Page 2
2 13. desember 2019FRÉTTIR
D
esember og jólin eru erfiður tími fyrir
marga sem finna fyrir einmanaleika,
söknuði og fjárhagserfiðleikum. Þá
er gott að geta hringt og talað við ein
hvern í nafnleysi og trúnaði og tökum við vel
á móti öllum,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir,
verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins, í
samtali við DV.
Jólin eru fjölskylduhátíð og finna því margir
sterkar fyrir einsemd. Í samtali við RÚV á sein
asta ári sagði Hilmar Kjartansson bráðalæknir
að töluvert væri um að einmana fólk leitaði á
bráðamóttökuna yfir hátíðarnar.
„Þetta er eitthvað sem við sjáum oft, þá
kemur fólk inn og talar við okkur og tjáir okk
ur sína vanlíðan. Þetta er fólk þá með kvíða
eða jafnvel með sjálfsvígshugsanir eða hefur
íhugað að taka ofskammt lyfja og þá er betra
að það komi til okkar til að vinda af hlutunum
heldur en að það fari í óefni.“
Þá sagði Kristín Hjálmtýsdóttir, fram
kvæmdastjóri Rauða krossins: „Fólk er
dapurt, það er eitt heima hjá sér, hefur ekki
tengsl við neina í fjölskyldunni eða getur ekki
talað um sína líðan. Fjölskyldur standa nokk
uð þétt saman. En það eru margir sem standa
fyrir utan þétt fjölskyldunet og vini. Viðhorfið
hefur kannski verið að þeir sem eru einmana
hafi bara ekki drifið sig út og haft samband við
einhvern, en það er ekki svo einfalt.“
Standa vaktina allan ársins hring
Hjálparsími og netspjall Rauða krossins tekur
á móti fleiri en 14 þúsund símtölum á ári en
undanfarin ár hefur desember verið mikill
álagstími. Sandra Björk segist sjá fram á að
álagið verði með svipuðu móti og síðastliðin
ár á Hjálparsímanum.
„Við finnum fyrir því að margir séu einmana,
ekki bara um jólin heldur allan ársins hring.
Jólin eru þó kannski sérstaklega erfiður tími
því flest hugsum við um jólin sem samveru
stund með fjölskyldu og vinum. Um jól og ára
mót standa sjálfboðaliðar vaktina á Hjálpar
síma Rauða krossins og spjalla við þá sem eru
einmana eða líður illa og þurfa að tala við ein
hvern í trúnaði. Þessi desember mánuður hefur
í raun ekki verið neitt frábrugðinn öðrum des
embermánuðum árin á undan. Við fundum þó
fyrir auknu álagi þann tíma sem óveðrið gekk
yfir landið í vikunni. Mörgum leið illa og voru
hræddir og kvíðnir yfir þessu.“
Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er opinn
allan sólarhringinn, alla daga ársins. Um 100
þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar svara
þeim símtölum og netspjalli sem Hjálparsím
anum berst.
„Hlutverk okkar er að vera til staðar fyrir
alla þá sem þurfa að ræða sín mál í trúnaði og
einlægni við hlutlausan aðila. Við tökum á öll
um vandamálum fólks og okkar mottó er að
ekkert vandamál sé of stórt eða of lítið fyrir
Hjálparsímann. Algengast er að fólk hafi sam
band vegna þunglyndis, kvíða, einmanaleika
og sjálfsvígshugsana,“ segir Sandra Björk jafn
framt.
„Við höfum orðið vör við mikla fjölgun á
sjálfsvígssímtölum á þessu ári og nemur fjölg
unin um 30 prósentum frá síðasta ári. Það þarf
þó ekki að þýða að fleiri séu í sjálfsvígshug
leiðingum en áður, heldur að það séu fleiri
að leita sér aðstoðar og þora að tala um það
þegar þeim líður illa.“ n
Íslendingar sem hafa verið ofsóttir af eltihrellum
Orðið „eltihrellir“ er
yfirleitt skilgreint sem
manneskja sem eltir
og fylgist með annarri
manneskju á ákveðnu
tímabili. Þetta er því
tegund af áreitni sem
oftast hefur þann
tilgang að valda ótta.
Margir Íslendingar, og
ekki síst þeir þekktu,
hafa upplifað svona
ofbeldi í einu formi
eða öðru. Hér eru
fimm dæmi.
Björk
Maður að nafni Ricardo
Lopez varð hugfanginn
af tónlistarkonunni Björk
og lét hana ekki í friði árið
1996. Lopez reyndi að
senda Björk bréfasprengju
en breska lögreglan náði
að stöðva hann í tæka tíð.
Tilfelli Bjarkar þótti með
því versta sem þekktist,
en eltihrellirinn framdi
sjálfsvíg skömmu eftir að
hann náðist.
Malín Brand
Fjölmiðlakonan Malín
Brand tjáði sig um
eltihrella í Fréttatímanum
árið 2011. Malín var stödd
með hópi íslenskra og
tyrkneskra blaðamanna
í tengslum við umsóknir
landanna að ESB. Einn
þeirra sem var í forsvari
fyrir tyrkneska hópinn
tilkynnti henni að Guð vildi
að hún yrði konan hans. Í
kjölfarið réðst maðurinn
á hana og var Malín marin
á kjálka, handleggjum og
fótleggjum. Hún var flutt á
annað hotel í kjölfarið.
Halldór Laxness
Nóbelskáldið Halldór
Laxness upplifði sinn skerf
af áreitni aðdáenda sinna.
Á ákveðnum tímapunkti
þurfti að hafa samband
við allar leigubílastöðvar í
Reykjavík og segja leigubíl-
stjórum að aka vinsamleg-
ast ekki ölvuðum mönnum
upp að Gljúfrasteini,
heimili skáldsins, ef þeir
óskuðu eftir því.
Eivør
Söngkonan Eivør Páls-
dóttir sótti um nálgunar-
bann á íslenskan mann
sem átti að hafa elt
hana í um þrjú ár. Málið
gekk meira að segja svo
langt að maðurinn flutti
til Færeyja og tjaldaði
í garðinum hjá henni í
dágóðan tíma. Hermt er
að maðurinn hafi sagt
að umboðskona Eivarar
væri eina fyrirstaðan í
sambandi þeirra.
Áslaug Arna
Þingkonan Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir
var áreitt á netinu af
bandarískum manni
oft á dag í margar
vikur. Maðurinn bjó til
Youtube-myndband þar
sem hann spurði margra
persónulegra spurninga.
Hann hringdi og sendi
henni talskilaboð mörg-
um sinnum á dag. Þegar
Áslaug reiddist skipti
maðurinn skapi og fór að
kalla hana ýmsum illum
nöfnum.
Á þessum degi,
13. desember
1294 – Selestínus 5. sagði af sér
páfaembættinu.
1929 – Stórleikarinn Christopher
Plummer fæddist.
1937 – Japanski herinn hertók
Nanjing.
1996 – Kofi Annan var kjörinn aðalrit-
ari Sameinuðu þjóðanna.
2003 – Saddam Hussein fannst í
felum í byrgi nálægt Tikrit í Írak.
Fleyg orð
„Segðu mér og ég gleymi,
kenndu mér og kannski
man ég,
leyfðu mér að taka þátt og
ég læri.“
– Benjamin Franklin
„Algengast er
að fólk hafi
samband vegna
þunglyndis, kvíða,
einmanaleika og
sjálfsvígshugsana.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
„Við finnum fyrir því að
margir séu einmana“
n Aukið álag í óveðrinu
n 30 prósenta fjölgun á símtölum
frá fólki með sjálfsvígshugsanir