Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Page 8
8 UMRÆÐA
Sandkorn
13. desember 2019
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
S
tormur skellur á og árshá
tíð samfélagsmiðlagrínara
hefst með pomp og prakt.
Fólk keppist við að búa til
skrýtlur. Fjölmiðlar taka saman
fyndnustu tístin. Allir hlæja. „Við
erum að ala upp aumingja,“ gaspr
ar einhver þegar að loksins, loks
ins, borgarbúa hlýða fyrirmælum
viðbragðsaðila út af veðurviðvör
unum. Börn sótt snemma, fyrir
tækjum er lokað, göturnar eru
mannlausar. Milljarðatjón út
af þessum eina degi blasir við.
Þá fjárhagslegt tjón. Með því að
hlýða spornuðum við borgarbúar
við tjóninu sem hefði getað orðið
og ekki yrði metið til fjár. Sem bet
ur fer.
Við borgarbúar erum heppnir.
Rafmagninu sló ekki út hjá okk
ur. Við komumst öll heim til okk
ar. Vissulega fuku einhverjar
þakplötur hér og þar og stöku
trampólín var á vergangi en yfir
heildina litið sluppum við vel.
Þó að sprengilægðin hefði verið
meira eins og lítil ýla en ekki
tugþúsunda flugeldakaka hér í
höfuð borginni þá var ég allavega
fegin að ég hlýddi. Maður veit
nefnilega aldrei hvernig náttúran
hagar sér og sagan sýnir að það
er ómögulegt að tjónka við henni
þegar hún skiptir skapi og þá ekki
síst þegar um íslenskt veðurfar er
að ræða.
Gaspur á samfélagsmiðlum
um hvað við erum miklar mann
leysur að láta svona í þessum
andvara varð síðan í meira lagi
hjákátlegt þegar borgarbúar litu
upp af Netflixþættinum og klár
uðu dreggjar sellerídjússins og
fylgdust aðeins með því sem var
að gerast utan borgarmarka. Raf
magnsleysi, ekki í nokkrar mín
útur heldur marga klukkutíma og
svo dögum skipti. Fólk komst ekki
heim til sín, þurfti að leita skjóls
í hjálparmiðstöðvum. Fallnir raf
magnsstaurar. Bátar losnuðu frá
bryggju. Kindur fennti inni í fjár
húsum. Nei, þetta er ekki prent
villa. Þær voru ekki fastar úti í
gaddi og stormi. Þær festust inni
og enginn gat komist til þeirra.
Það er ekki flókið að leika mik
ið karlmenni og tala digurbarka
lega um „smágjóstur“ í nokkuð
góðu skjóli af Esju á sama tíma og
fólk í öðrum landshlutum glímir
við veðraham sem á sér vart hlið
stæðu í seinni tíð.
Það sem setti þessar náttúru
hamfarir síðan í enn skýrara, og
ósegjanlega dapurlegra, samhengi
var hjálpsami unglingspilturinn
sem er týndur. Hann féll í Núpá.
Stormurinn varð þess valdandi að
erfiðlega gekk fyrir viðbragðsaðila
að komast hratt og örugglega á
staðinn til að hefja leit. Unglings
pilturinn lagði líf sitt í hættu til að
aðstoða bónda við að koma raf
magni aftur á.
Þannig að þetta er ekkert grín.
Náttúran lætur ekki að sér hæða
og lætur hressilega í sér heyra ef
við reitum hana til reiði. Þótt megi
gera grín að nánast öllu og öllum
þá er þessi rígur, landsbyggðin
gegn höfuðborginni, orðinn frekar
þreyttur – sérstaklega þegar kemur
að veðráttunni. Þetta snýst nefni
lega ekki bara um veðrið, hve stór
an hluta af foknu þakplötunum
við fáum til baka úr tryggingunum
eða að maður sjái ekki í bílinn sinn
fyrir snjó. Í þessu tilviki, og svo
margoft áður, snýst þetta fyrst og
fremst um alvöru fólk. Mannslíf. n
Aumingjasamfélagið
Steingrímur
fer á taugum
Eitthvað er
jólastressið að
hafa áhrif á
forseta Alþingis, Steingrím J.
Sigfússon. Sérstaklega virð
ast þingmenn Pírata fara fyr
ir brjóstið á honum. Í vikunni
hefur honum lent saman við
Píratana Helga Hrafn Gunnars-
son, Halldóru Mogensen og þing
menn Samfylkingarinnar, Loga
Einarsson og Helgu Völu Helga-
dóttur. Halldóra Mogensen
gekk jafnvel svo langt að saka
Steingrím um að grípa vilj
andi fram í undir ræðum Pírata
á þingi. Vísir greindi frá því í
gær að samkvæmt heimildar
mönnum sé það reyndar ekki
jólastressið sem leikur Stein
grím svona illa þessa dagana,
heldur undirliggjandi vandi
innan stjórnarsamstarfsins. Er
þetta merki um enn eina ríkis
stjórnina sem ekki nær að sitja
heilt kjörtímabil? Við bíðum
allavega spennt eftir nýju ári til
að fá þeirri spurningu svarað.
Ef Svanhildur verður
útvarpsstjóri
Aðstoðarkona
fjármálaráðherra,
Svanhildur Hólm
Valsdóttir, hefur
sótt um stöðu út
varpsstjóra og
hefur sú ákvörðun
vakið mikla
athygli. Sem svar við ákvörðun
stjórnar RÚV um að gefa ekki
út lista um umsækjendur hefur
hver umsækjandinn á eftir öðr
um gengist við því opinberlega
að hafa sótt um. Þeirra á með
al er Svanhildur. Hún hefur
um árabil verið aðstoðarmað
ur Bjarna Benediktssonar og er
gallhörð Sjálfstæðiskona. Hljóti
hún starfið er deginum ljósara
að það mun vekja mikla athygli
og óumflýjanlega spurninguna
um hvort hún hafi fengið stöð
una sökum hæfis, eða tengsla.
Er yfirhöfuð forsvaranlegt að
ráða hana í starfið nú þegar
spilling er jafn áberandi í þjóð
félagsumræðunni og hún hefur
verið í kjölfar Samherjamáls
ins? Maður spyr sig.
OnePortal er
vefgátt sem gerir
fyrirtækjum og sveitar-
félögum kleift að veita íbúum
þjónustu allan sólahringinn, allt
árið um kring. Rafrænir innri ferlar
eru teng r við þjónustu átt fyrir íbúa
eða viðskiptavini, þar sem þeir
Gæða-
stjórnun á
stóran þátt í góðum
árangri fyrirtækja.
OneQuality er lausn sem
OneSystems bjóða heildarlausn
í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga
og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra
Hagkvæmar lausnir
með áherslu á rekjanleika,
auðveldan aðgang og gagnsæi.
OneRecords er öug lausn sem a ðveldar
fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan
um mál sem eru í gangi á hverjum tíma.
Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála
nnan fyrirtækisins og notendur
geta á einfaldan máta sótt
lista yr þau mál sem þeir
bera ábyrgð á
Vilt þú koma
skjalamálunum
í lag?
VELJUM
ÍSLENST - VELJUM
ÍS
LE
NS
KT
-V
EL
JUM
ÍSLENSKT -
Records
Mála- og skjalakerfi
Self-Service
www.one.is
OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is
www.one.is . one@one.is
sími: 660 8551 . fax: 588 1057
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is