Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Qupperneq 10
10 13. desember 2019FRÉTTIR
Menntastoðir
Menntastoðir er undirbúningur til áframhaldandi náms og miðar við Háskólabrú Keilis og frumgreinadeildir
við Bifröst og H.R. Einnig má nýta einingar úr Menntastoðum inn í nám í framhaldsskóla s.s. grunn að iðnnámi.
Nýtt ár, ný tækifæri
Nám með minni viðveru en sömu gæðum
Nánari upplýsingar veitir Áslaug Bára 412 5952 eða á aslaug@mss.is
Þekking í þína þágu
U
mhverfismál hafa verið áberandi í deiglunni síð-
astliðið ár og mörgum orðið hugleikið að ná að
minnka kolefnisspor sitt til að leggja sitt af mörk-
um í loftslagskrísunni sem nú ríkir á jörðinni. DV
tók því saman nokkrar leiðir til að lágmarka kolefnisspor
sitt yfir hátíðarnar sem senn ganga í garð.
1 Alvöru tré frekar en gerviÞetta kemur kannski einhverjum á óvart en það er umhverfisvænna að festa kaup á alvöru grenitré, held-
ur en gervitré úr plasti. Til þess að kolefnisspor gervitrés
verði minna en ekta trés þarf að nota sama gervitréð í um
5–10 ár. Til að lágmarka sporið enn frekar má gæta þess
að grenitréð sé íslensk framleiðsla og helst frá stað sem er
sem næstur þinni heimabyggð, því þannig fer minna af
kolefni í að koma því á sölustað heldur en ef það væri inn-
flutt eða flutt þvert yfir landið. Ekta jólatré eru sérstaklega
ræktuð, eða tekin af ræktunarsvæði þar sem grisja þarf og
því þarf ekki að gráta það að þau séu hoggin niður til að
prýða heimili landsmanna um jólin, það er nefnilega um-
hverfisvænna en gervijólatré.
2 Gróðursetja tréÁ netinu er nú á fjölmörgum síðum, einkum er-lendum, hægt að kosta til gróðursetningar trjáa til
að kolefnisjafna lífsstíl sinn, til dæmis á síðunni kolvidur.
is eða votlendi.is. Hins vegar er gallinn við þetta sá að tré
gróa hægt í gegnum tíð og tíma. Það getur verið erfitt að
treysta því að trén fái að standa óhreyfð þar til þau verða
fullvaxta.
3 GjafirAlls konar plastdrasl, litlir hlutir sem gaman er að fá en notagildið kannski ekki mikið, allt þetta get-
ur verið óþarfa eyðsla og óþarfa umhverfissóðaskapur
á jólunum. Til að lágmarka kolefnisfótsporið er hægt
að skoða óáþreifanlegar gjafir. Til dæmis að gefa til góð-
gerðamála í nafni gjafaþega, gjafakort í upplifun eins og
til dæmis út að borða, í leikhús, kvikmyndahús eða hrein-
lega tilkynnina að keypt hafi verið kolefnisjöfnun í formi
gróðursettra trjáa. Ef áþreifanlegir hlutir verða fyrir valinu
er hægt að taka meðvitaða ákvörðun um að velja hluti úr
endurvinnanlegu efni.
Með því að kaupa jólagjafir á netinu sparast einnig
útblástur farartækjanna sem annars hefðu ferjað þig til
verslananna.
4 PappírVeldu gjafapappír sem er endurunninn, eða nýttu gamlar ónýtar bækur eða dagblöð til að pakka inn
jólagjöfum. Notaðu snæri til að skreyta í staðinn fyrir
plastborða og veldu þér jólakort sem eru úr endurunnum
pappír. Eða slepptu því alfarið að skrifa jólakort og sendu
rafræna jólakveðju. Einnig væri hægt að skrifa til dæmis:
„Takk sömuleiðis“ á fengið jólakort og senda það síðan til
baka.
Eftir að gjafirnar hafa verið teknar upp þá skaltu gæta
þess að flokka sorpið. Sumir hafa vanið sig á að taka var-
færnislega utan af jólagjöfum til að skemma ekki gjafa-
pappírinn. Síðan er pappírinn brotinn saman og geymdur
þar til hægt er að endurnýta hann næstu jól. Þetta er siður
sem fleiri gætu tekið upp.
5 RúnturinnJólin krefjast oft mikilla útréttinga. Það þarf að kaupa gjafir, kaupa pappír, kaupa mat, fara í jóla-
boð, heim úr jólaboðum, hingað og þangað, út og suður.
Allt þetta bílasnatt er ekki gott fyrir umhverfið.
Til að lágmarka umhverfisáhrif bílferðanna má hafa eft-
irfarandi í huga; netverslun krefst þess ekki að menn mæti
á staðinn til að versla; hægt er að nýta eina ferð til að gera
margt ef skipulagið er gott; ekki velja háannatíma þar sem
útséð er að umferðin sé þung; kannski eru fleiri nærri þér
sem þurfa að versla og þið getið samnýtt ferðina.
6 MaturinnMikil matarsóun fylgir gjarnan jólunum. Matur er eldaður í mikilli ofgnótt, svo mikilli að gestir ráða
hreinlega ekki við að sporðrenna síðustu bitunum. Til að
gera jólin umhverfisvænni er hægt að nýta alla afganga. Til
dæmis má henda afgangs hamborgarhrygg og meðlæti í
tartalettuskeljar. Þar með er veislumaturinn kominn í nýj-
an, bragðgóðan búning og minna um matarsóun. Þetta
sama má auðvitað leika eftir með annan veislumat svo
sem kalkún og hangikjöt. Einnig má senda gesti heim með
afganga sem þeir geta svo sjálfir nýtt.
Græntmetisfæði er umhverfisvænna en kjötmeti svo
upplagt er fyrir umhverfissinnaða að nýta jólin í að segja
skilið við kjötmetið og taka upp grænkera- eða græn-
metisætulífsstíl.
Getum við kolefnisjafnað jólin?
Þónokkrar rannsóknir hafa reynt að reikna út kolefnisfót-
spor jólanna. Talið er að bara við það að elda hefðbundinn
jólamat losni um 20 kíló af koldíoxíði út í andrúmsloftið.
Jólalosun CO2 á hvern Íslending gæti vel farið upp í 650
kíló. Það er rúmlega hálft tonn fyrir hvern og einn einsta
Íslending! Hvað þyrfti að planta mörgum trjám til að
kolefnis jafna þetta? Það fer eftir ýmsu. Tvö tonn af trjám
geta kolefnisjafnað um sjö tonn af CO2. Fyrir 650 kíló
þyrfti því rúmlega 200 kíló af tré. Um 200 kíló gætu verið
eitt nokkuð stórt greinitré, eða nokkur minni. Hins vegar
er vandinn hér að tré vaxa á löngum tíma. Tíma þar sem
jólin koma og fara ár eftir ár og kolefnispor okkar eykst.
Getum við kolefnisjafnað jólin er þá spurningin? Svarið er
já, en áhrif jöfnunarinnar munu ekki koma fram fyrr en að
einhverjum tíma liðnum, tíma þar sem kolefnisspor okkar
heldur áfram að setja mark sitt á heiminn. n
Erla Dóra
erladora@dv.is
Svona kolefnisjafnar þú jólin
Er það í raun og veru hægt og hvernig fer maður að því?