Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Side 32
32 FÓKUS 13. desember 2019
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjónusta
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjónusta
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjón t
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjónusta
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
www.eignaumsjon.is
Suðurlandsbraut 30 • Sími 585 4800
„Auðvitað var þetta
galið og gat ekki gengið“
Erfitt að aftengjast eignum - Skrifa óskalista, ekki þarfalista - Á aðfangadag
fóru tæplega 200 hlutir af heimilinu - Ferðuðust til 16 landa á 16 vikum
Á
gústa Margrét Arnardóttir, hönnuð-
ur og fyrrverandi sjómaður, hefur
búið á Djúpavogi síðastliðna tvo ára-
tugi þar sem hún rekur heimili með
eiginmanni sínum, Guðlaugi Birgissyni, en
saman eiga þau fimm börn. Ágústa sótti
fyrst sjóinn fjórtán ára, þá á humartrolli en
færði sig svo yfir á frystitogara fimmtán ára
gömul. Eftir tólf ára farsælan feril sagði hún
starfi sínu lausu og setti á stofn fyrirtækið
Arfleið sem sérhæfði sig í hönnun og fram-
leiðslu á töskum, fylgihlutum og fatnaði úr
fiskroði og lamba- og hreindýraskinni.
Börnin fimm fæddust með stuttu milli-
bili, fyrstu þrjú á þremur árum og síðari tvö
bættust í hópinn fimm og sex árum síð-
ar. Hún segir lífið hafa einkennst af mik-
illi þreytu og streitu en sjö ár eru nú liðin
síðan fjölskyldan gerði allsherjar breytingu
á lifnaðarháttum sínum. „Ég hélt alltaf að
foreldrahlutverkið og heimilishaldið kæmi
af sjálfu sér. Mitt plan var að vera skemmti-
leg, gera sniðuga hluti með börnunum,
vera sanngjörn og þolinmóð mamma og
þá yrðu börnin stillt og allt yrði frábært. En
það bara gerðist ekki. Börnin fóru að sýna
alls konar „óæskilega“ hegðun og þá fór ég
að sýna sams konar hegðun á móti. Heim-
ilislífið einkenndist oft – alls ekki alltaf – af
streitu, þreytu og pirringi. Og skyldi engan
undra. Samhliða því að hrúga niður börn-
um og reka eigið fyrirtæki, þar sem ég sá
um allt sem viðkom rekstrinum, sá ég oft-
ast ein um heimilið og börnin. Á þessum
tíma starfaði maðurinn minn sem sjómað-
ur og í frítíma sínum kafaði hann undir bil-
aða báta við allt Austurland ásamt því að
vera í slökkviliðinu. Ég sá það ekki þá en
auðvitað var þetta galið og gat ekki gengið.
Mér fannst við bara vera að lifa venjulegu
lífi við að reyna að koma yfir okkur heim-
ili, föstum tekjum og öryggi. Líf okkar ein-
kenndist af ójafnvægi, togstreitu, þreytu og
streitu sem oft birtist sem biturleik, pirr-
ingur og reiði sem dregur alvarlegan dilk
á eftir sér. Streita hefur áhrif á alla í kring-
um okkur og sérstaklega börnin. Samfélag-
ið er á hættulegum stað hvað varðar hraða,
kröfur og áreiti. Ég krassaði fyrir sjö árum
sem varð til þess að ég VARÐ að hlúa betur
að sjálfri mér.“
Desember erfiður mánuður
Þrjú ár eru nú síðan önnur stór þáttaskil
urðu í lífi fjölskyldunnar og áttaði Ágústa
sig þá endanlega á mikilvægi þess að hlúa
betur að fólkinu sínu og nærumhverfi. „Ég
ákvað að endurhugsa lífið. Fyrsta skrefið
var að taka mér tíma og finna mín raun-
verulegu lífsgildi. Ég vildi finna skemmti-
legu, sanngjörnu og þolinmóðu mömm-
una og manneskjuna sem ég vil vera.
Manneskjuna sem heldur kúlinu í storm-
um lífsins. En það er mér ofsalega erfitt því
ég á það til að frjósa af áhyggjum ef ég er
ekki í „varðturninum“ mínum, með fulla
meðvitund. Þetta gerist sérstaklega þegar
of mörg verk hanga yfir mér og þess vegna
er desember erfiður mánuður.“
Ein af þeim fjölmörgu breytingum sem
Ágústa einsetti sér að gera, í von um að
fyrirbyggja þetta hugarástand, var að ein-
falda líf hennar sem og fjölskyldunnar allr-
ar. „Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að „af-
tengjast“ eignum mínum og losa okkur
við föt, leikföng, húsbúnað og alls konar.
Þetta auðveldaði allt utanumhald og veitti
mér frelsi. Ég skipulagði heimilið svo það
hentaði okkur betur. Við erum ekki með
„smartasta“ heimilið en það er bæði þægi-
legt og gott, sem skiptir meira máli. Ég ein-
Íris Hauksdóttir
iris@dv.is
Birgir í 2.000 metra hæð í Tatra-fjöllunum. Þjóðgarðar og villt náttúran
stendur upp úr hjá fjölskyldunni á ferðalögum. Allt í einu voru börnin orðin
hindrun í því að ferðast og upplifa. Ágústa taldi þau of lítil og of mörg, en
nú eru börnin hvatningin til að upplifa sem allra mest.
Bræðurnir Örn
Þór og Birgir í fjöl-
skyldusportinu
sem þau byrjuðu
að stunda fyrir
tveimur árum.
Börnin við hringleikahúsið í Pula í Króatíu sumarið
2019. Fjölskyldan safnar upplifun frekar en eignum.
Fjölskyldan
í hellunum í
Nerja á Spáni
en þar dvaldi
hún í 5 vikur í
byrjun árs 2018.