Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Side 36
36 FÓKUS 13. desember 2019 Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Ef jólasveinarnir þrettán væru frægir einstaklingar Íslensku jólasveinarnir sem við þekkjum í dag eru þrettán talsins. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Þeir eru synir þeirra allra verstu illvætta sem til eru á Íslandi, Grýlu og Leppalúða. Hug- myndir um útlit jólasveinanna hefur verið breytilegt í gegnum aldirnar. Í fyrstu eru þeir tald- ir tröllum líkir, en bræðurnir þrettán eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi, verndara barna og sæfarenda í kaþólskum sið. Útlit þessara sveinabræðra hefur þó í gegnum aldirnar fengið á sig ýmsar myndir og vaknar grunur um að raunveru- legir jólasveinar séu á meðal okkar í hinu daglega lífi. Jóla- sveinar eru ekki að störfum allan ársins hring og er þá undir Fókus komið að afhjúpa fræg gervi þeirra einstaklinga sem hér má sjá, sem eru allir frægir fyrir. Giljagaur er þekktur fyrir að hafa falið sig reglulega í bás- um og stolið froðunni af fjósakonum, sem áttu síðar von á fundi með fjósamönnum. Hæfileiki þessi er vissulega ætlaður þeim mönnum sem eru kenndir við sjarma og kvennafans, en fyrst hann Fjölnir hefur Kryddpíu á fer- ilsskránni er hann líklegur til alls. Fyrirmyndar Giljagaur, með öðrum orðum. Eins og nafnið gefur til kynna er Stúfur minnstur jólasveinanna. Hann stalst í matarleifarnar sem eftir urðu á pönnunum. Gísli Marteinn Baldursson er fíngerður, lágvaxinn og með viðkunnan- legt andlit sem aldrei eldist. Þá er aðeins að sjá hvort hann hafi stolist í einhverjar pönnur á dögunum. Þvörusleiki þykir afskaplega gott að sleikja þvörur og stelst hann inn í hvert eldhús á hraða eldingar. Það sem einkennir þennan karakter er annars vegar hvað hann er fjarskalega mjór og hins vegar sleipu hendurnar. Upp í hugann kemur leikarinn Jörundur Ragnarsson, sem þykir bæði grannur og sleipur í ýmsu. Þó skulum við gefa honum tækifæri til að sanna kænsku sína undir jólasveina- húfunni, því í augnablikinu er hann einungis starfsmaður á plani. Þegar börnin fengu skófir barði Pottaskefill dyrnar á. Við innkomu rauk hann inn og stefndi beint að pottinum. Annaðhvort hefur hann verið svona hungraður eða hann langaði einfaldlega bara að greina einhver DNA úr matnum. Það væri nú Kára Stefánssyni líkt. Sigurjón Kjartansson gegnir því hlutverki að koma fyrstur til byggða. Þótt segjast verði að staurfæturna vanti er ýmislegt sem annar Tvíhöfðanna á sameiginlegt með Stekkjastaur; hann er langur í vaxtarlagi, stinnur eins og tré, og hrekkjalómur með meiru. Það er hann Sigurjón. Stekkjastaur Giljagaur Stúfur Þvörusleikir Pottaskefill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.