Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Side 38
38 13. desember 2019STJÖRNUSPÁ
stjörnurnar
Spáð í
Naut - 20. apríl–20. maí
Fiskur - 19. febrúar–20. mars
Vatnsberi -
20. janúar–18. febrúar
Steingeit -
22. desember–19. janúar
Bogmaður -
22. nóvember–21. desember
Sporðdreki -
23. október–21. nóvember
Vog - 23. sept.–22. október
Meyja - 23. ágúst–22 .sept.
Ljón - 23. júlí–22. ágúst
Krabbi - 22. júní–22. júlí
Tvíburi - 21. maí–21. júní
Stjörnuspá vikunnar
Gildir 15.–21. desember
Það er búin að vera smá lægð yfir þér
síðustu daga, sem er mjög ólíkt þér. Nú
verður hins vegar mikil breyting á. Þú ert
mikið jólabarn og ferð í undirbúning af
fullum krafti. Gjafir skipta þig ekki öllu
máli, frekar samvera, stuðlög, matur og
skemmtilegheit. Þú veist nefnilega að
það er betra að gefa en þiggja.
Alveg sama hve mikið er að gera í að-
draganda jóla þá finnur þú ríka þörf fyrir
að taka frá tíma fyrir ástarlífið. Lofuð
naut þurfa mikinn tíma með maka sínum,
undir sæng að gera eitthvað sem kemur
engum öðrum við. Rómantíkin er í há-
marki en einnig dýrseðlið. Einhleyp naut
kæra sig lítið um stefnumót og einbeita
sér að því að líða vel með sér sjálfum.
Sjálfstraust umlykur þig og þú hefur
sjaldan verið sáttari í eigin skinni. Þú
hefur litið yfir farinn veg og endurmetið líf
þitt, ákvörðun sem þú átt ekki eftir að iðr-
ast. Þú sérð loks ljósið við enda ganganna
eftir mjög erfiðan tíma, tilfinningalega.
Þetta ljós færir með sér óvæntan ágóða í
vinnu og fallegar stundir með ástvinum.
Það gæti verið sniðugt fyrir þig að finna
leiðir til að hvetja þig áfram, því þú virðist
ekki vera fær um það þessa dagana. Til
eru mörg smáforrit sem minna mann
á allan fjandann, hvort sem það er að
drekka meira vatn, sofa betur eða hreyfa
sig. Kynntu þér það og settu heilsuna í
fyrsta, annað og þriðja sæti.
Jólabarnið þú er á yfirsnúningi síðustu
dagana fyrir jól. Þig langar að skreyta
allan heiminn og jólaskap þitt er smit-
andi. Hjá mörgum hangir dökkur skuggi
yfir jólunum og þó að þessi skuggi tengist
ekki þinni fjölskyldu þá finnur þú fyrir
honum á heimilinu. Ekki láta þennan
skugga skyggja á þín gleðilegu jól.
Líf þitt einkennist af miklum hraða og
álagi og þú ert farin/n að missa sífellt
fleiri bolta. Þú þarft tíma fyrir þig og
aðeins þig. Þú þarft tíma til að sinna
þér almennilega og gera það sem þér
finnst skemmtilegast að gera. Kíktu líka
á dagatalið þitt og athugaðu hvort það
sé einhver viðburður væntanlegur sem
myndi henta afar vel fyrir vinahópinn
þinn.
Þú hefur unnið marga sigra í gegnum
tíðina og ert komin/n á stað sem þér
líður vel á. Þú ert hrókur alls fagnaðar og
langar að halda hvert jólaboðið á fætur
öðru til að hafa gaman með fólkinu sem
þú elskar. Þú færð gest sem færir þér
dásamlegar fréttir sem gera jólin enn
gleðilegri.
Þú þarft aðeins að líta á heildarmyndina
og sjá hvað er mikilvægast. Þú ert
komin/n með það svo á heilann hvernig
annað fólk sér þig að það er farið að
hafa slæm áhrif á þig. Þú ert líka með
þráhyggju yfir að vita hvað lífið ber næst
í skauti sér. Slappaðu af! Njóttu! Finndu
leiðir til að byggja upp sjálfsöryggið og
hættu að spá í hvað öðrum finnst!
Það eru miklar umbreytingar í þínu lífi og
þú kannt illa við það. Þú vilt hafa stjórn
og þú vilt hafa mikla reglu í kringum þig.
Nú er spilaborgin að falla og þú þarft að
taka ákvörðun – ætlar þú að falla með
henni niður í eymd og volæði eða ætlar
þú að taka ábyrgð á eigin lífi og gera
eitthvað uppbyggilegt með það?
Ekki bæla niður tilfinningar þínar. Þú ert
meyr um þessar mundir og þú mátt alveg
vera það. Jólin kalla fram það besta í þér
en rifja einnig upp sárar minningar og ýfa
upp gömul sár. Það er allt í lagi, svo lengi
sem þú lokar ekki á þessar minningar. Það
er hollt að finna til, en það er líka mikið
þroskamerki að kunna að takast á við
sársaukann.
Höfuð þitt er fullt af hugmyndum. Sumar
eru ansi flippaðar og þú hefur algjörlega
talið þær eiga heima í höfðinu, en ekki í
raunheimi. Í þessari viku kemur hins vegar
manneskja inn í líf þitt sem telur allar
þínar villtustu hugmyndir framkvæman-
legar. En spennandi!
Vinna, vinna, vinna. Líf þitt snýst um
vinnuna. Þú verður að fara að skilja að
það er svo margt annað þarna úti sem
er vert að dýfa sér í. Þér gengur vel í
vinnunni og þú ert búin/n að klífa met-
orðastigann. Það virðist samt ekki vera
nóg fyrir þig. Finnst þér það ekkert bogið?
Ef ekki, þá ertu á virkilega vondum stað
og þarft að skoða þín mál.
Hrútur - 21. mars–19. apríl
Afmælisbörn vikunnar
n 15. desember Gísli Örn Garðarsson leikari, 46 ára
n 16. desember Margrét R. Jónasar, förðunarstjóri RÚV, 50 ára
n 17. desember Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, 56 ára
n 18. desember Vilhjálmur Egilsson stjórnmálamaður, 67 ára
n 19. desember Sigrún Lilja Guðjónsdóttir athafnakona, 38 ára
n 20. desember Sunna Borg leikkona, 73 ára
n 21. desember Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill, 38 ára
Lesið í tarot Svanhildar
Geisla á sviðinu –
Svona eiga þau saman
D
ansarinn Jón Eyþór
Gottskálksson og
athafnakonan Manu-
ela Ósk Harðardótt-
ir hafa náð góðum árangri í
þættinum Allir geta dansað.
Sögusagnir hafa farið á kreik
um að þau væru í ástarsam-
bandi, sem þau hafa staðfast-
lega neitað, en DV ákvað engu
að síður að kanna hvernig þau
eiga saman, svona ef þau rugla
saman reytum.
Jón er hrútur en Manuela
er meyja, afar ólík merki. Svo
ólík að við fyrstu kynni finnst
þeim þau ekki eiga nokkurn
skapaðan hlut sameiginlegan.
Jafnframt finnst þeim þau ekki
geta lært neitt af hvort öðru.
Stál í stál, með öðrum orðum.
Þetta samband þarf tíma til
að þróast, enda um algjörar
andstæður að ræða. Hrútur-
inn er aggresívur og djarfur,
hoppar í ný verkefni stans-
laust og er óþolinmóður með
eindæmum. Meyjan er hins
vegar með auga fyrir smáatrið-
um og hæglát, jafnvel feimin.
Meyjan vinnur að langtíma-
markmiðum á meðan hrútur-
inn vill skammtímagigg. Þessi
mikli munur á merkjunum
getur hins vegar kennt báðum
merkjum að líta betur undir
yfirborðið, meira en þau hafa
áður gert í ástarsamböndum.
Um leið og hrúturinn og
meyjan hætta að einblína á
galla í fari hvort annars verð-
ur sambandið sterkara. Þau
geta kennt hvort öðru æði
margt, ef þau taka upplýsta
ákvörðun um að vilja læra. Ef
þau eru ekki tilbúin til þess að
ganga inn í sambandið á þeim
forsendum munu þau ávallt
einblína á gallana og það sem
betur mætti fara í staðinn fyr-
ir að opna hjartað fyrir nýjum
áskorunum – nýjum heimi. n
Manuela
Fædd: 29.
ágúst 1983
Meyja
n trygg
n ljúf
n vinnusöm
n hagsýn
n feimin
n ofgagnrýnin
Jón
Fæddur: 6.
apríl 1989
Hrútur
n hugrakkur
n ákveðinn
n öruggur
n áhugasamur
n óþolinmóður
n skapstór
Stormsveipurinn á RÚV
S
amsæriskenningasmiðir
halda því statt og stöðugt
fram að Svanhildur Hólm
verði næsti útvarpsstjóri,
að það sé í raun löngu ákveðið.
Svanhildur hefur verið hægri
hönd Bjarna Benediktssonar
fjármálaráðherra síðustu ár og
því fannst DV tilvalið að lesa í
tarotspil Svanhildar. Lesendum
DV er bent á að þeir geti sjálfir
dregið tarotspil á vef DV.
Kenningarnar sannar
Fyrsta spilið sem birtist hjá Svan-
hildi er Sólin. Úr því má lesa að
samsæriskenningarnar eru rétt-
ar – hún verður útvarpsstjóri og
hún mun öðlast það vald sem
hún sækist eftir. Gleði einkennir
líf hennar og hún nýtur mik-
illar blessunar. Hún hefur lagt
hart að sér síðustu ár, enda með
eindæmum metn-
aðargjörn, og þótt
hana hafi oft lang-
að til að gefast upp
þá hefur hún nú
loks erindi sem erf-
iði. Sólin segir ekki
aðeins til um vel-
gengni Svanhildar í
starfi heldur lætur hún
einnig aðra drauma
verða að veruleika inn-
an tíðar. Hamingja,
spenna og velferð ein-
kenna Svanhildi og verkefni
hennar, sem virðast gefa henni
mikið.
Hraði og álag
Næst er það 4 sverð. Svanhildur
er undir miklu álagi í núverandi
vinnu og nær að halda mörg-
um boltum á lofti með skipulagi,
krafti og óbilandi dugnaði. Hins
vegar er henni nú ráðlagt að hvíla
sig áður en hún tekur við einni
valdamestu stöðu landsins. Hún
þarf að hlusta betur á líkamann
og vita hvenær hún á að gefa eft-
ir og huga betur að heilsunni. Líf
hennar einkennist af hraða en
hún verður að gefa sér tíma fyr-
ir fjölskylduna og sínar eigin
þarfir. Núna er tíminn því hún
kemst ekki í gott og langt frí í
bráð.
Stormsveipur
Svo er það Hangandi maður sem
rekur lestina. Svanhildur virð-
ist vera reiðubúin til að leggja sig
fram af alhug þegar kemur að ver-
kefni sem hún stendur frammi
fyrir, stöðu útvarpsstjóra. Hún vill
samt fyrst og fremst klára þá vinnu
sem hún hefur haldið utan um í
fjármálaráðuneytinu, hratt og ör-
ugglega fyrst, svo hún geti geng-
ið glöð inn í útvarpshúsið. Hún
má samt búa sig undir að fólkið í
kringum hana muni telja að hún
sé að þessu fyrir peningana – ekki
af hugsjón. En Svanhildur veit
sannleikann og lætur neikvæðn-
israddir sem vind um eyru þjóta.
Hún kemur sem stormsveip-
ur inn í útvarpshúsið og kem-
ur þónokkrum í uppnám með
ákveðni sinni og hreinskilni. n