Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Page 46
46 FÓKUS 13. desember 2019 Hvar líður þér best? Á Catalinu í Kópavogi eða í sófanum heima með bók og kisanum mínum. Undanfarið hef ég gert rispu í að kynna mér sportbari í Reykjavík þrátt fyrir almennt áhugaleysi á íþróttum. Ég er alltaf að reyna að halda með einhverjum liðum en gleymi jafnóðum hvaða lið er mitt og fer að halda með „línudómurunum“ eða þeim sem eru í fyndnustu búningunum. Hvert er þitt mesta afrek? Það var að ganga skítþunn upp og niður eitthvert fjall sem heitir Stóra Jarlhetta. Ég hélt því fram að mér þætti fjallgöngur skemmtilegar, en það var bara vegna þess að ég hafði aldrei farið í neina. Hálfa leið upp fjallið mundi ég að ég er lofthrædd kyrrsetumanneskja sem hef álíka gaman af því að vera úti í náttúrunni og að fá alvarlegar sýkingar. Það var ekkert síma- samband svo það þýddi ekkert að panta þyrlu svo ég varð bara að klára þetta. Eftir þetta læt ég duga að kíkja á Youtube eða Netflix ef mig langar í einhverja náttúru. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Mamma grét, myndi hún heita. Það hefur oft átt við og svo er það bara svo gott lag að ég og systir mín, Júlía Margrét, og frænku-vinkona okkar, hún Kristín Svava, fórum og létum stoltar tattúvera það á okkur. Fáir utan Hafnarfjarðar deila þessari aðdáun með okkur en boðskapurinn er mjög fallegur. Hvernig væri bjórinn Kamilla? Hann þyrfti að vera frekar glær og ókeypis til að ég myndi fíla hann, en taugatrekkjandi og óútreiknanlegur ef hann ætti að vera í stíl við mig. Besta ráð sem þú hefur fengið? Það er úr ljóðabók Óskars Árna Óskarssonar, Fjörtíu ný og gömul ráð við hversdagslegum uppákomum, og er svona: „Stundum kemur fjarskyldur ættingi frá Kanada óvænt í heim- sókn. Þá er ráð að hjóla suður í Hafnarfjörð“. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Ég hef svo lítið kynnt mér það hobbí, ég læt þetta meira bara svona reka á reiðanum heima hjá mér. Þegar ég fer að sinna húsverkum af einhverri alvöru skal mynda ég mér skoðun á þeim. Besta bíómynd allra tíma? Terminator 2 verður aldrei toppuð. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Mér þætti æðislegt að geta ferðast meira út í geim og um tímann. Ég er vitlaus í geimverur, kastala og risaeðlur. Af praktískari hæfileikum þá væri fínt að kunna að elda eitthvað. Ég kann varla að rista brauð, en sem betur fer finnst mér fullt af morgunkorni mjög gott. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ef ég er feimin og lítil í mér þá rennsvitna ég við að heilsa fólki og efast á meðan um hvort ég muni lifa það af. En oft er ég samt svo hvatvís að ég gæti gengið skjálfandi frá því að segja hæ við einhvern beint inn í næsta herbergi og framið þar afbrot eða hræðilegt glæfratafl án þess að finnast það vera nokkur áhætta. Ég hef gert margt heimskulegt, en tóri enn. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Það er mjög breytilegt. Í augnablikinu hef ég algjöran ímigust á því þegar stjórnmálamenn tala um „vegferð“. Hvaða geturðu sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér? Mér er frekar sama um flesta dauða hluti eins og föt, græjur og mublur. En ég læt oft eftir mér alls konar upplifun eins og mat, tónleika og ferðalög. Ég geri þetta jafnvel oftar en ég ætti að gera svona miðað við fjárhag og skyldur í lífinu. Mun samt halda því áfram. Hvað er á döfinni hjá þér? Núna í desember ætla ég að halda áfram að njóta þess að lesa allar nýju, skemmtilegu bækurnar sem eru að koma út núna. Í janúar ætla ég að halda upp á afmælið mitt í bænum Bruges í Belgíu, því Elín, vinkona mín, sagði að þar væri ekkert nema miðaldaleg hús, síki og bjórar. Svo í mars verður frumsýnt leikrit í Þjóðleikhúsinu sem er byggt á bókinni minni: Kópavogskróniku, sem Silja Hauksdóttir mun leikstýra, Ilmur Kristjánsdóttir leika aðalhlutverkið í og tónlistarmaðurinn Auður sjá um tónlistina. Ég hlakka mikið til að sjá það og mæta í frumsýningar- partíið. Ég er 25 ára gaur sem vill kynnast konu á svipuðum aldri. Er með blæti fyrir fallegri hönnun og útiveru. Trúnaður í fyrirrúmi og stóla á það sé gagnkvæmt. YFIRHEYRSLAN Kamilla Einarsdóttir Rithöfundurinn og bókavörðurinn Kamilla Einarsdóttir býr í Hlíðunum og elskar að eigin sögn ókeypis bjór, sæt dýr og Hamraborgina í Kópavogi. Kamilla gaf út sína fyrstu skáldsögu um síðustu jól en leikrit byggt á bókinni, Kópavogskrónika, verður sýnt í Þjóðleikhúsinu eftir áramót. Kamilla er í yfir- heyrslu helgarinnar. M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Íris Hauksdóttir iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.