Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 14
Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LÍFIÐ: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Ríkisstjórn Bjartrar framtíðar og ríku frændanna boðar fimm ára áætlun í fjármálum ríkisins sem gengur í berhögg við fyrri yfirlýsingar um endurreisn heilbrigðiskerfis og sókn í mennta- málum. Það á ekki að bæta úr rekstrarvanda sjúkra- stofnana. Menntakerfið mun búa við skort. Kjör öryrkja verða áfram til skammar og ólíðandi fátækt látin viðgangast í landinu. Þessi áætlun svíkur því flest loforð sem flokkarnir þrír gáfu fyrir kosningar. Í raun réttri er hún lítt dulbúin áform um stórfelldan þjófnað, því með henni á að láta þjóðarauðinn renna að mestu til fámennrar auðstéttar. Um samfélagið flæða nú peningar sem verða til í krafti vinnu almennings, auðlinda í eigu þjóðarinnar og erlendra gesta sem vilja njóta landsins fagra sem við tókum í arf. Arðurinn hafnar að mestu í vösum ríka fólksins, vegna þess að við búum ekki við skatt- kerfi í líkingu við hin norrænu ríkin, með hæfilegum auðlinda gjöldum, fjármagns- og hátekjusköttum og eðlilegri endurdreifingu verðmæta í gegnum menntun, velferð og heilbrigðisþjónustu. Mikill hagvöxtur sem nú setur svip á þjóðlífið fer því mest í að efla sjóði auðmanna fremur en hlúa að ungu kynslóðinni, öldruðum og öryrkjum um leið og búið er í haginn fyrir framtíðina með menntun, rannsóknum og nýsköpun. Ríka fólkið skapaði ekki þennan auð en hirðir stærstan hluta hans. Úrelt hagfræði og hugmyndafræði nýfrjáls- hyggjunnar réttlæta ránið. Svo er talað um aðhald gegn þenslu. Gegn ofhitnun hagkerfisins væri nær að beita skattkerfinu fremur en að skera niður til velferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Fjármálaáætlun ríku frændanna er fyrirætlun um arðrán og misskiptingu. Auðmenn geta vel við unað, því þeir eiga sér trygga framtíð í þjóðarauðnum sem þeir hafa sölsað undir sig; og ef hann bregst, í leyni- reikningum erlendis. Þeim er líka alveg sama um þig, lesandi góður, um börn þín og framtíð þeirra. Það er sorglegt að þingmenn Bjartrar framtíðar og aðrir í meirihlutanum skuli styðja áætlun sem er bæði siðlaus og andstæð þjóðarhag. Rán um hábjartan dag Torfi H. Tulinius prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ Fjármála- áætlun ríku frændanna er fyrirætlun um arðrán og misskiptingu. Samfélag sem snuðar þá sem vilja sækja sér menntun er að snuða sjálft sig um betri framtíð. Tími til stefnu Gunnar Smári Egilsson boðar stofnun nýs flokks. Hann hefur ýmislegt sér til frægðar unnið. Nú síðast að hafa vikið úr sæti rit- stjóra og útgefanda Fréttatímans með blaðið í launaskuld við starfsmenn. Án þess að svo mikið sem svara símtölum þeirra sem kröfðust skýringa. Hegðun sem varla sæmir foringja sósíalista- flokks. Það verður því erfitt að átta sig á því hvernig hann, fjöl- miðlamaðurinn fyrrverandi, mun sannfæra kjósendur um eigið ágæti. En það er svo sem ástæðu- laust fyrir hann að örvænta. Fjögurra ára kjörtímabil er rétt að hefjast og því nægur tími til að ná vopnum sínum. Enginn Sósíópataflokkur Þegar alþingiskosningar fóru síðast fram voru boðnir fram tólf listar. Séu frádregnir flokkarnir þrír sem mynda „hægrisinnuð- ustu stjórn Íslandssögunnar“ og Framsóknarflokkurinn eru eftir átta stjórnmálaöfl sem hallast til vinstri í pólitík. Kjósendur óskuðu einungis eftir fulltrúum þriggja þeirra inn á þing. Enda hefur Oddný Harðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, bent Gunnari á að varla væri þörf fyrir Sósíalistaflokk Íslands. Þetta er út af fyrir sig rétt hjá Oddnýju, að það er ekki þörf fyrir Sósíal- istaflokkinn. Sósíópataflokkur Íslands hefur hins vegar ekki enn verið stofnaður og alltaf spurning hvort einhver hugsi sér að bæta úr því. jonhakon@frettabladid.is Við þurfum vel menntað fólk til þess að byggja hús og vegi. Halda úti mannsæm-andi heilbrigðis- og velferðarkerfi, skapa ný verðmæti og gæta að þeim sem fyrir eru. Rækta listir og menningu samfélag-inu til hagsbóta, reka hagkerfið, stjórna landinu og þannig mætti áfram telja. Góð menntun er mikilvægasti lykillinn að velferð okkar og framtíð. Þrátt fyrir aukið framboð til háskólamenntunar á Íslandi er og verður Háskóli Íslands um ókomna tíð þunga- miðja þess mikilvæga hlutverks að sjá fólki fyrir þessari menntun. Þetta er sagt með fullri virðingu fyrir öðrum háskólum sem einfaldlega lúta öðrum og sérhæfðari lögmálum. Þetta skildu mætavel þær kynslóðir sem komu Háskóla Íslands á laggirnar og byggðu hann upp þrátt fyrir að samfélagið hafi í raun haft úr mun minna að spila á þeim tíma. Það er því þeim mun raunalegra að sjá hversu lítill skilningur virðist vera hjá ráðamönnum á samfélagslegri nauðsyn þess í dag að halda þessari uppbyggingu áfram. Í viðtali við Fréttablaðið síðast- liðinn mánudag benti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, á þá staðreynd að þrátt fyrir aukinn fjölda nemenda í kjölfar hrunsins sé í sífellu haldið áfram að vera með skólann í niðurskurði. Þær viðbætur sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir fram til 2022 duga í raun engan veginn til þess að snúa vörn í sókn. Þvert á móti bendir margt til þess að draga þurfi úr námsframboði og hætta við að byggja upp á sviði rannsókna og nýsköpunar. Þetta er dapurlegt og til merkis um skammsýna fjárfestingastefnu fyrir hönd samfélagsins. Þeir sem sækja sér háskólamenntum gera það á ýmsum forsendum en eiga þó sameiginlegt að vera að fjárfesta í framtíð sinni og það samfélaginu til hagsbóta. Það er því þeim mun óskiljanlegra að stjórnvöld skuli velja að skattleggja nemendur skólans með óbeinum hætti. En í viðtalinu við rektor HÍ kom einnig fram að skráningargjöld sem nemendur greiða til þess að fá að stunda nám við skólann renna aðeins að litlum hluta þangað. Af þeim 75 þúsund krónum sem hver nemandi greiðir renna nú tæp 20 þúsund til HÍ en restin í ríkis- sjóð. Nemendur við HÍ greiða með þessum hætti í ríkis- sjóð 700 milljónir sem væru að minnsta kosti ágætis byrjun í þá átt að bæta fjárhagsstöðu skólans. Samfélag sem snuðar þá sem vilja sækja sér menntun er að snuða sjálft sig um betri framtíð. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra bendir þó á í þessu samhengi að ríkisstjórnin setji heilbrigðismál og almannatryggingar í forgang í sínum áætlunum. Hvort forstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss taki undir að það sé með nægilega kröftugum hætti skal hér ósagt látið en það sem er mikilvægt er að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir er að þetta er hvor sín greinin á sama trénu. Ef ætlunin er að byggja upp öflugt heilbrigðis- kerfi á Íslandi, sem svo sannarlega er ekki vanþörf á, þá þurfum við öflugan og fjárhagslega sterkan háskóla. Skóla sem getur skilað samfélaginu vel menntuðum einstaklingum á fjölmörgum sviðum, sinnt rann- sóknar hlutverki sínu og verið það afl framfara sem háskóli á að vera í nútíma samfélagi. Afl framfara 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.