Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 32
Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Steinunn er vel kunnug skáld-skap Hallgríms Péturssonar og sögu hans og Guðríðar, en þekktasta ritverk Steinunnar er heimildaskáldsagan Reisubók Guðríðar Símonardóttur. „Hún er að koma út í Frakklandi núna í nýrri þýðingu. Hún er því alltaf að þvælast svolítið um veröldina, hún Guðríður,“ segir Steinunn glettin. Passíusálmana þekkir Steinunn einnig afar vel enda hefur hún margsinnis tekið þátt í lestri þeirra og nokkrum sinnum tekið að sér að stjórna þeim. „Ég er eiginlega alltaf í Passíusálmunum um þetta leyti árs. Fyrir fjölmörgum árum fékk ég afkomendur Hallgríms og Guðríðar til að lesa sálmana og á afmælisárinu, þegar 400 ár voru liðin frá fæðingu Hallgríms, stjórn- aði ég upplestri fjögurra kvenna á sálmunum í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Við áttum það allar nema ein sameiginlegt að hafa leikið Guðríði á einhverjum tímapunkti,“ lýsir Steinunn. Hún bendir á að konur hafi leikið mikilvægt hlut- verk í útbreiðslu sálmanna. „Hall- grímur sendi afrit af sálmunum til fjögurra kvenna sem hann treysti vel og gerði þær að sínum umboðs- mönnum.“ Skipta sálmunum á milli sín Sigurður og Steinunn störfuðu á árum áður sem leikarar og léku meðal annars hjónin Hallgrím og Guðríði í uppsetningu Þjóðleik- hússins á Tyrkja-Guddu eftir dr. Jakob Jónsson, leikárið 1983- 84. „Við Sigurður höfum lítið sést síðan enda hefur hann að stórum hluta búið í Finnlandi og verið mikilvirkur þýðandi bókmennta úr finnsku og hlotið margvíslega viðurkenningu og lof fyrir verk sín,“ lýsir Steinunn. En hvernig vaknaði hugmyndin um að fá Sigurð til að lesa með henni Passíusálmana? „Hún vaknaði á föstudaginn langa í fyrra. Þá átti Sigurður sjö- tugsafmæli og um það var getið í blöðunum. Þá áttaði ég mig á því að hann væri alkominn heim og Gömlu hjónin hittast á ný Steinunn Jóhannesdóttir og Sigurður Karlsson léku hjónin Guðríði Símonardóttur og Hall- grím Pétursson í leikritinu Tyrkja-Guddu í Þjóðleikhúsinu á níunda áratugnum. Nú hittast þau á ný og flytja Passíusálmana í Hallgrímskirkju í Saurbæ á föstudaginn langa. Steinunn og Sigurður í hlutverkum sínum sem Guðríður Símonardóttir og Hallgrímur Pétursson í uppsetningu Þjóðleikhússins á Tyrkja-Guddu leikárið 1983-84. Steinunn og Sigurður standa hér við listaverk eftir Einar Jónsson myndhöggv- ara sem sýnir Guðríði lesa úr Passíusálmunum fyrir Hallgrím. Hún situr með opna bók eða handrit á rúmstokknum en hann rís upp við dogg og hlustar. Að baki þeim er engill. MYND/VILHELM ákvað að spyrja hvort hann vildi lesa sálmana með mér,“ svarar Steinunn og Sigurður tók vel í það. „Og nú hittumst við „gömlu hjónin“ úr Tyrkja-Guddu á ný í Hallgrímskirkju í Saurbæ og ætlum að lifa okkur inn í þennan hjúskap á föstudaginn langa. Við skiptum sálmunum bróðurlega og systurlega á milli okkur og lesum 25 sálma hvort.“ Sögulegur staður Fáir staðir eru tengdari sögu Passíu- sálmanna en Saurbær á Hval- fjarðarströnd. Vorið 1651 settust hjónin Hallgrímur og Guðríður að í Saurbæ þar sem Hallgrímur tók við prestsskap. Þar áttu þau eftir að lifa sín bestu ár saman og þar vann Hallgrímur sín stærstu afrek á sviði skáldskaparins en hann lauk við að yrkja Passíusálmana árið 1659. Komin er hefð fyrir því að lesa Passíusálmana í Hallgrímskirkju í Saurbæ á föstudaginn langa og Steinunn segir afar hátíðlega og fallega stemningu ríkja í kirkjunni þennan dag. „Hallgrímskirkja í Saurbæ er dásamlega falleg kirkja með notalegan hljómburð og Saurbær stendur einstaklega fal- lega. Þetta er yndislegur staður að heimsækja enda fjölmargir sem leggja leið sína í kirkjuna þennan dag til að hlusta um stund og íhuga þennan ótrúlega magnaða skáld- skap.“ Flutningur Passíusálmanna í Hallgrímskirkju í Saurbæ á föstu- daginn langa hefst klukkan 13.30 og stendur til á að giska 18.30. Tón- list milli þátta verður í höndum Erlu Rutar Káradóttur. SKELLTU ÞÉR Í SUND UM PÁSKANA www.itr.is ı sími 411 5000 Lykill að góðri heilsu ITR.ISAFG E Ð LU ÍM S NDST ÐA PÁ KA MÁ FI N Á 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.