Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 8
ÞEKKIR ÞÚ EINHVERN SEM SKARAR FRAM ÚR Í MATVÆLAGEIRANUM? N O R R Æ N U M A T A R V E R Ð L A U N I N „Embla“ eru ný norræn matarverðlaun sem er ætlað að hampa norrænni matarmenningu. Þessa dagana er verið að safna tilnefningum frá Íslandi. Það eru bændasamtök á Norðurlöndunum í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina sem veita verðlaunin. Á vefsíðunni emblafoodaward.com er tekið við tilnefningum í sjö flokka sem eru: - Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017 - Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017 - Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2017 - Matarblaðamaður Norðurlanda 2017 - Mataráfangastaður Norðurlanda 2017 - Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2017 - Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2017 Skráningarfrestur til hádegis þann 17. apríl 2017. Skráningareyðublöð fyrir flokkana sjö (á íslensku) er að finna á www.emblafoodaward.com, en þar má einnig fræðast betur um verðlaunin og tilurð þeirra. HEILBRIGÐISMÁL Ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt frá því um miðjan febrúar að sjá til þess að ný krabbameinslyf verði tekin í notk- un hér á landi á þessu ári. Fjárfram- lög í upphafi árs buðu ekki upp á nein ný lyf á þessu ári að mati for- manns lyfjagreiðslunefndar. For- maður Krafts segir marga ekki geta beðið mikið lengur eftir að loforðið sé efnt. Fréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til á árinu sem hægt væri að nota til að taka upp ný lyf. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði þá ekk- ert svigrúm fyrir hendi. Ríkisstjórn- in gaf það svo út þann 17. febrúar að veita yrði meira fjármagn til upptöku nýrra lyfja. „Við hjá Krafti fögnuðum því þegar ríkisstjórnin lofaði að leggja fé í málaflokkinn. Hins vegar hefur ekkert gerst síðan og ný krabba- meinslyf þurfa að bíða enn um sinn,“ segir Ragnheiður Davíðs- dóttir, formaður Krafts, stuðnings- félags ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Guðrún Gylfadóttir, segir það rétt að loforðið frá því í febrúar hafi ekki verið efnt en unnið sé að því innan ráðuneytisins að finna fjármagn til þess að taka inn ný krabbameinslyf. „Að mínu mati er þetta í góðum farvegi og unnið er að því í velferðarráðuneytinu. Á meðan erum við að taka inn ný lyf,“ segir Guðrún. Ragnheiður segir alvarlegt að þurfa að bíða lengi eftir því að efna þetta loforð. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu í vinnslu. Ríkisstjórn- in er búin að samþykkja fjárútlát til málaflokksins og því þarf að hafa snör handtök,“ segir Ragnheiður. „Fólk sem býr við þessa sjúkdóma Loforð um aukið fé ekki efnt Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í febrúar að setja meira fé til innleiðingar nýrra lyfja. Það fé hefur ekki skilað sér. Ráðherra neitar að tjá sig um málið. „Krabbameinssjúklingar geta ekki beðið,“ segir formaður. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar áttu að tryggja fé til lyfjakaupa. Það hefur ekki enn gengið eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR getur sumt hvert ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni. Krabbameins- sjúklingar hafa nóg með að huga að eigin heilsu í stað þess að bíða.“ Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal. sveinn@frettabladid.is Fólk sem býr við þessa sjúkdóma getur ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni Ragnheiður Davíðsdóttir FERÐAÞJÓNUSTA Icelandair Group mun ráða til sín rúmlega 1.400 starfsmenn yfir sumarmánuðina. Mikil fjölgun ferðamanna sem hingað koma veldur því að sumar- starfsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmanna- sviðs Icelandair, segir það ánægju- efni að margir hverjir séu að koma ár eftir ár og haldi tryggð við fyrir- tækið. „Það er gleðilegt að á þessum upp- gangstímum getum við veitt fólki góð launuð störf hjá okkur. Vel á sjötta þúsund einstaklinga starfa hjá okkur nú í dag sem er frábært,“ segir Svali. Um 650 starfsmenn fara til starfa hjá Icelandair og um 350 til IGS sem þjónustar farþega á jörðu niðri. Rúmlega 300 starfsmenn verða einnig ráðnir inn til hótela Ice- landair svo dæmi sé tekið. „Það sem er einnig áhugavert er að af öllum þessum starfsmönnum er kynjaskiptingin tiltölulega jöfn sem er markmið hjá okkur á öllum okkar sviðum,“ segir Svali. – sa 1.400 sumar- störf hjá Icelandair Til samanburðar við 1.400 sumar- störf Icelandair búa um 1.250 manns á Siglufirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DANMÖRK Aðkoma lögreglumanna að íbúð í Brønshøj í Kaupmannahöfn í gær er sögð hryllileg. Lögregla var kölluð að íbúðinni til að grípa inn í heimiliserjur en fann þar lík konu og þriggja barna hennar. Ekstrabladet greindi frá því að fjöl- skyldufaðirinn hafi verið handtekinn í gær í tengslum við morðin og staðfesti lögregla fréttina. Einnig bendir margt til þess að maðurinn hafi beitt nokkr- um mismunandi vopnum við meint morð. Nágrannar segjast í samtali við Ekstrabladet hafa heyrt öskur frá íbúð- inni. Í samtali við Ekstrabladet sagði Ove B. Larsson, stjórnandi aðgerða á vettvangi fyrir hönd lögreglu, að rann- sókn málsins væri hafin. Mikið væri um blóð í íbúðinni og merki væru um átök. „Okkar tilgáta er sú að þetta hafi verið fjölskyldumorð,“ sagði Larsson í samtali við DR. – þea Harmleikur í Brønshøj VINNUMARKAÐUR Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs í Skagafirði, gagnrýnir þá ákvörðun Barnaverndarstofu að loka Háholti í Skagafirði með þeim afleiðingum að 17 starfsmenn missa vinnuna. Háholt hóf rekstur rétt fyrir aldamót og var farið í miklar endurbætur á hús- inu árið 2014. Þær endurbætur voru greiddar af sveitarfélaginu Skagafirði. „Í raun vitum við ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðl- um. Ráðuneytið eða barnaverndar- yfirvöld hafa ekki komið að máli við okkur,“ segir Stefán Vagn. „Við höfum ýmsar spurningar sem við viljum fá svör við og munum við eiga samtal við velferðarráðherra vegna málsins.“– sa Fá engin svör um lokun Háholts Stefán Vagn Stef- ánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.