Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 36
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Mikið er lagt upp úr fallega skreyttum og máluðum eggjum. NORDICP- HOTOS/GETTY Við skreytum matarkörfuna okkar en í Póllandi er hefð fyrir því að fara með matarkörfu í kirkju og fá matarblessun hjá prest- inum daginn fyrir páska- dag. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Magdalena heldur í pólskar páskahefðir. MYND/EYÞÓR Ein pólsk hefð er að láta blessa matinn NORDICPHOTOS/GETTY Í Póllandi eru páskarnir mikil hátíð líkt og hér á landi en þar eru páska- hefðirnar með aðeins öðru sniði en við þekkjum. Magdalena Kossak er frá Póllandi en hefur búið á Íslandi í tólf ár. Hún er gift, tveggja barna móðir og vinnur við skrifstofustörf hjá bæjarskrifstofum Kópavogs. „Á föstudaginn langa sýð ég egg og síðan málum við fjölskyldan eggin. Þau geta verið mjög fallega máluð og það þykir merkilegt þegar barn málar sitt egg sjálft. Við skreytum matarkörfuna okkar en í Póllandi er hefð fyrir því að fara með matarkörfu í kirkju og fá matarblessun hjá prestinum daginn fyrir páskadag. Þetta getur verið alls konar matur, eins og brauð, skinka, smjör, ostur, pipar og salt og ávextir. Við fjölskyldan förum í Kristskirkju á laugardaginn með okkar matarkörfu. Ég fer ekki með mikinn mat en finnst þetta samt sem áður mikilvægur siður,“ segir Magdalena. Matarins er síðan neytt á páskadagsmorgun og skipt bróðurlega á milli fjölskyldunnar. „Presturinn dýfir kústi í vígt vatn og dreypir vatninu yfir matinn og blessar hann,“ segir hún. Siður þessi á rætur sínar að rekja allt aftur á fimmtándu öld og er vel þekktur í Austur-Evrópu. Ekki er vani að borða kjöt eða þungan mat dagana fyrir páska og heldur Mag- dalena í þá hefð. Fer í pólska messu Á páskadag fer Magdalena í páskamessu í Kristskirkju, ásamt fjölskyldunni. Þar er haldin páska- messa ár hvert sem jafnan er mjög vel sótt. „Páskadagur er mikill hátíðisdagur í Póllandi. Fjölskyld- an hittist og borðar saman góðan mat, oft kjúklingarétt eða svínakjöt eða það sem er í uppáhaldi hverju sinni. Ég ætla að elda kalkúna á páskadag. Systur mínar búa líka á Íslandi og við munum verja páskadegi saman með fjölskyldum okkar. Um páskana er mikilvægt að slaka á og vera í fríi, ekki eyða tímanum í vinnu eða þrif,“ segir Magdalena. Hún fer einnig í messu annan í páskum, líkt og margir landar hennar. Óvön súkkulaðieggjum Í heimalandi Magdalenu er til siðs að skreyta heimilið fyrir páskana og þemað er líkt og það íslenska; páskaungar og máluð egg og oftast er gulur eða appelsínugulur litur í aðalhlutverki. „Við skreytum þó ekki mikið,“ segir hún. Áður en Magdalena flutti til Íslands hafði hún ekki vanist því að borða súkkulaðiegg yfir páska- hátíðina en hins vegar gerir hún það í dag. Innt eftir því hvort hún sakni einhvers frá Póllandi yfir páskahátíðina segir hún svo ekki vera. „Reyndar sakna ég oft góða veðursins. Núna er hlýtt og gott veður í Póllandi,“ segir hún. Heldur í pólskar páskahefðir Magdalena Kossak byrjar páskahátíðina á laugardaginn með því að fara í kirkju með matarkörfu og fá matarblessun að pólskum sið. Söfnuðir Áskirkju og Laugarnes- kirkju halda sameiginlega messu í Laugarneskirkju á skírdags- kvöld klukkan 20. Séra Davíð Þór Jónsson og séra Sigurður Jónsson þjóna fyrir altari. Söngsveitin Fílharmónía flytur Requiem eftir Gabriel Fauré undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einsöngvarar verða Kristrún Frið- riksdóttir og Valdimar Hilmars- son. Sálumessa Gabriels Fauré er með þekktustu verkum hans og hefur notið ómældra vinsælda frá því hún var frumflutt árið 1888. Sjálfur sagði Fauré sálumessu sína einkennast frá upphafi til enda af trú á eilífa hvíld í dauðanum. Ýmsir samtímamenn Fauré höfðu orð á því að í sálumessu hans væri ekki að finna ótta við dauðann og sumir kölluðu hana vögguvísu um dauðann. Það er einmitt þannig sem hann sá dauðann, sem frelsun fremur en kvalafulla reynslu. Requiem Fauré á skírdag Umsóknarfrestur er til 5. maí 2017. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila rafrænt á menningarsjodur@skriduklaustur.is. Menningarsjóður Gunnarsstofnunar hefur tvíþættan tilgang: að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum; og að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að áherslan árið 2017 verði lögð á: • Verkefni sem tengjast ritverkum og ævi Gunnars Gunnarssonar. • Önnur verkefni sem samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar. Til úthlutunar eru kr. 1.000.000 og gerir sjóðsstjórn ráð fyrir að úthluta til að hámarki 4ja verkefna. Hægt er að nálgast úthlutunarreglur og umsóknareyðublað á www.skriduklaustur.is ásamt frekari upplýsingum um sjóðinn. Tilkynnt verður um styrkhafa á fæðingardegi Gunnars Gunnarssonar, 18. maí, á Skriðuklaustri. Stjórn Menningarsjóðs Gunnarsstofnunar auglýsir eftir umsóknum Söngsveitin Fílharmónía flytur Requiem eftir Gabriel Fauré. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.