Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 10
Klettháls 13 · hnb.is · 590 5040 VW Golf R 300hö 4WD 6.750.000 2016 18” álfelgur, LED framljós, R Sportsæti, Sóllúga, Hraðanæmt rafstýri, Start/stop búnaður, Aðgerðarstýri, Fjarlægðarskynjarar, Bakkmyndavél, 6.5“ snertiskjár, Bluetooth, Lyklalaust aðgengi, Skynvædd fjöðrun. 5.000Ekinn 30 Raf / Bensín Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll Fleiri tilboðsbílar og myndir á netinu: hnb.is Margar stærðir, fleiri litir. VW Passat Alltrack 2.0 TDI 5.980.000 2016 19 Skoda Octavia Scout 2.0 TDI 4.990.000 2015 28 Chevrolet Captiva 7manna 2.2 TDI Honda Civic Sport 1,6 TDI 3.790.000 2.890.000 2014 2014 66 38 Mitsubishi Pajero Instyle 3.2 DID Toyota Auris Active 1.6 CVT 7.780.000 3.290.000 1.470.000 1.470.000 2015 2016 34 2,5 NORÐUR-KÓREA Ríkisfréttastofa Norð- ur-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson- flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. Eru skipin þar staðsett til að bregðast við eld- flaugatilraunum Norður-Kóreu. „Við grátbiðjum aldrei um frið en við munum beita hörðustu gagnað- gerðum gegn þessum ögrandi aðgerð- um Bandaríkjamanna. Við munum verja okkur með miklu vopnaafli,“ segir í frétt KCNA sem birt var á ensku. Vísað var í starfsmann utanríkisráðu- neytis ríkisins. „Við munum sjá til þess að Banda- ríkjamenn beri ábyrgð á hörmulegum afleiðingum sem munu verða vegna svívirðilegra gjörða þeirra,“ segir enn fremur. Í kóreskri útgáfu fréttarinnar kemur fram að ríkið muni ekki missa af tæki- færinu til þess að fella heimsveldið með „réttlátum eldi kjarnorkunnar“. Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, tjáði sig um Norður-Kóreu á Twitter í gær. Sagðist hann hafa látið Xi Jinping, forseta Kína, vita að væntanlegur fríverslunarsamningur ríkjanna yrði betri ef Kínverjar „hjálp- uðu til við að leysa Norður-Kóreu- vandann“. Trump fundaði með Xi í síðustu viku. „Norður-Kórea er að leita eftir vandræðum. Ef Kínverjar ákveða að hjálpa væri það frábært. Ef ekki þá munum við leysa málin án þeirra!“ segir í tísti Trumps frá því í gær. Þá greindu erlendir miðlar frá því í gær að kínverski herinn hefði sent 150.000 hermenn að landamærunum við Norður-Kóreu. – þea Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi RÚSSLAND G7 ríkin höfnuðu í gær tillögu Breta um nýjar viðskipta- þvinganir gegn Rússum vegna stuðnings þeirra við ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi. Var krafan sett fram í kjölfar efnavopna- árásar á bæinn Khan Sheikhoun sem talið er að sýrlenski herinn hafi staðið að. Alls féllu 89 í árásinni. Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands, Japans, Ítalíu, Þýskalands, Frakklands og Kanada, auk Evrópusambandsins, funduðu á Ítalíu í gær. Angelino Alfano, utanríkisráð- herra Ítalíu, sagði ríkin frekar vilja leysa úr deilunni með diplómatísk- um hætt. „Við teljum Rússa hafa það vogarafl sem þarf til að fá Assad til að standa við vopnahléssamninga sem hafa verið gerðir,“ sagði Alfano. Í kjölfar efnavopnaárásarinnar réðust Bandaríkjamenn á Shayrat- herflugvöllinn í Sýrlandi. Talið er að efnavopnaárásarliðið hafi flogið þaðan og til Khan Sheikhoun. Var 59 Tomahawk-eldflaugum skotið á flugvöllinn. James Mattis, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, tjáði sig um gagnárásina í gær. Sagði hann að árásin hefði ónýtt töluvert af elds- neytis- og skotfærabirgðum Sýr- landshers, skaðað loftvarnarkerfi þeirra og eyðilagt fimmtung her- flugvéla. Á blaðamannafundi í gær sagði Tillerson að sú árás hefði verið nauðsynleg til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. „Við viljum ekki að efnavopnabúr sýrlenska hersins falli í hendur ISIS eða annarra hryðjuverkasamtaka sem gætu viljað ráðast á Banda- ríkin eða bandamenn okkar,“ sagði Tillerson. „Bandaríkin sjá ekki fyrir sér að ríkisstjórn Assads geti setið lengur þar sem hún hefur tapað réttmæti sínu með þessum árásum,“ sagði hann enn fremur. Um helgina tók Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, í sama streng og sagði Bandaríkin vilja koma Assad frá. Sama dag sagði Tillerson það ekki forgangsatriði. Aðalatriðið væri að sigrast á ISIS. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta virðist því hafa skipt um skoðun.  Sjálfur sagði Trump áður en hann tók við emb- ætti að Bandaríkin ættu ekki að standa að því að koma fleiri leið- togum Mið-Austurlanda frá völdum. Eftir fundinn á Ítalíu hélt Tiller- son til Moskvu til fundar við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Greinandi BBC segir ólíklegt að Tiller son takist að fá Rússa til að snúa baki við Assad þar sem Sýrlendingar eru helstu bandamenn Rússa í Mið- Austurlöndum. Einnig hafi Rússar varið miklum tíma og fé í stuðning sinn við Assad. thorgnyr@frettabladid.is Stórveldi hyggjast ekki beita Rússa þvingunum G7 ríkin vilja ekki nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Bandaríkin vilja koma forseta Sýrlands frá völdum. Gagnárás Bandaríkjanna á Shayrat-herflugvöllinn eyðilagði fimmtung sýrlenskra herflugvéla. Utanríkisráðherrar Japans, Þýskalands og Bretlands sjást hér á bak við Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP Við viljum ekki að efnavopnabúr sýrlenska hersins falli í hendur ISIS eða annarra hryðjuverkasamtaka. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna Flugmóðurskipið Carl Vinson. NORDICPHOTOS/AFP 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.