Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 4
Umboðsaðili Jeep á Íslandi - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 FÁGUN STAÐALBÚNAÐUR *U pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da í bl ön du ðu m a ks tri Öflugur, kraftmikill og ríkulega útbúinn jeppi með frábæra aksturseiginleika. Komdu og reynsluaktu. Sjálfskiptur 9 þrepa 2,2 l dísel 185 hestöfl eða 200 hestöfl Eyðsla 5,7 L/100 km* Verð frá 6.990.000 kr. jeep.is DÓMSMÁL Ekkert er vitað um hvað varð um 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslu- kerfi skattsins á tímabilinu septem- ber 2009 til júní 2010. Átta manns voru sakfelld í Héraðsdómi Reykja- ness vegna málsins í gær en sannað þótti að þau hefðu notið allt að 38 milljóna króna ávinnings af brotinu. Þyngstan dóm hlaut Halldór Jörgen Gunnarsson, fjögurra ára fangelsi, fyrir brot í opinberu starfi og peningaþvætti. Halldór nýtti aðstöðu sína í starfi hjá Ríkisskatt- stjóra til að taka á móti tilhæfu- lausum skráningum tveggja félaga á virðisaukaskattskrá. Félögin fengu síðan endurgreiddan virðisauka- skatt, alls tæpar 278 milljónir króna, vegna byggingaframkvæmda. Eign- irnar sem um ræðir voru ekki í eigu félaganna og framkvæmdirnar upp- spuni frá rótum. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa tekið við reiðufé, um 9 millj- ónum króna, sem var hluti af hinu illa fengna fé. Fyrir dómi sagði Hall- dór að hann hefði fundið peningana í plastpoka við framdekk bíls síns. Dómurinn taldi að skýringar hans á skráningu félaganna tveggja og uppruna reiðufjárins „væru ótrú- verðugar og að engu hafandi“. Steingrímur Þór Ólafsson hlaut næstþyngstan dóm, 30 mánaða fangelsi, fyrir peningaþvætti. Stein- grímur skipulagði hvernig staðið skyldi að úttekt peninganna af reikningum félaganna tveggja. Fékk hann fólk til verksins sem síðan afhenti honum reiðuféð. Steingrímur lýsti yfir sakleysi sínu vegna málsins. Hann hefði verið fenginn til þess, af ónafn- greindum aðila, að ná peningum föstum erlendis úr kerfinu. Hann hefði ekki haft neinn grun um að féð hefði verið tilkomið vegna brota- starfsemi. Um þetta sagði í niður- stöðu fjölskipaðs dómsins að fyrir þá þjónustu hefði hann fengið átta milljónir króna í þóknun „sem telst há þóknun fyrir úttekt á löglega fengnu fé“. Aðrir hinna sakfelldu hlutu styttri dóma fyrir peningaþvætti. Höfðu þau ýmist tekið við ólögmætum ávinningi brotsins eða tekið féð út af reikningum félaganna tveggja. Dómarnir voru frá þriggja mánaða fangelsi upp í átján mánaða fangelsi. Flest báru þau við að þau hefðu ekki haft hugmynd um að féð væri illa fengið. Í sumum tilfellum þótti dómnum það ósannað en sakfelldi fyrir gáleysisbrot þar sem þau hefðu nú getað gert sér það í hugarlund að peningarnir hefðu ekki orðið til með lögmætum hætti. Í framburði Guðrúnar Höllu Sigurðardóttur, en hún hlaut átján mánaða fangelsisdóm, kom meðal annars fram að Steingrímur hefði bent henni á að taka féð út í mis- munandi bankaútibúum. Alls tók hún út 133 milljónir króna, í 83 úttektum í mismunandi bankaúti- búum, fyrir Steingrím á tímabilinu. „Að mati dómsins sýna þessi ráð að fyrir ákærðu vakti að vekja ekki of mikla athygli þegar hún var að taka út peninga í bankaútibúum,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var það mat dómaranna þriggja að það væri í meira lagi ótrúverðugt að hún hefði ekki vitað um vafasaman upp- runa peninganna. Sannað þótti að ákærðu hefðu notið allt að 38 milljóna króna ávinnings vegna brotanna. Hins vegar er óljóst hvað varð um hinar 240 milljónirnar. Steingrímur kveðst hafa afhent þær ónafn- greindum aðila en vildi ekki gefa upp hver það var. Hin sakfelldu voru ekki dæmd til endurgreiðslu hins ólögmæta ávinnings. Þau þurfa hins vegar að greiða allan sakarkostnað og laun verjenda sinna, alls 32,5 milljónir króna. johannoli@frettabladid.is 240 milljóna króna þýfi gufað upp Sérstakur saksóknari stal starfsmönnum Allar refsingarnar eru bundnar skilorði til þriggja ára. Það þýðir að fólkið mun ekki þurfa að sitja dómana af sér haldi það sig réttum megin við lögin næstu þrjú ár. Ástæða þess er stórfelldur dráttur á rekstri málsins. Málið er umfangsmesta fjár- svikamál sem borist hefur á borð lögreglu. Í skýrslum lögreglu- manna fyrir dómi kom fram að þessa töf megi meðal annars rekja til manneklu og ýmissa utan- aðkomandi aðstæðna. Meðal annars var réttarbeiðni send til Spánar sem tók eitt ár að afgreiða. Þá hefði fjársvikadeild tapað mannafla þegar embætti Sérstaks saksóknara var komið á fót. Önnur verkefni töfðu málið einnig. Brotin áttu sér stað á árunum 2009 og 2010. Rannsókn lauk 2014 en ákæra var ekki gefin út fyrr en 2016. Í dómsorði kemur fram að ákærðu verði ekki á nokkurn hátt kennt um þennan drátt á málinu. Umfangsmikil og áralöng rannsókn á fjársvikamáli 1. september 2009 Halldór Jörgen samþykkir sérstaka skráningu Ólafsson- heildverslunar á virðisauka- skattskrá vegna byggingar atvinnuhúsnæðis. Skráningin var tilhæfulaus. 18. september – 30. nóvember 2009 Halldór Jörgen tók á móti virðisaukaskattskýrslum sem skilað var inn af óþekktum aðila. 104 millj- ónir fengust endurgreiddar á reikning félagsins vegna sýndarframkvæmda. 4. maí 2010 Halldór Jörgen tók á móti sex tilhæfulausum virðis- aukaskattskýrslum fyrir félagið H94 ehf. 81 milljónar innskattur var ranglega til- greindur á skýrslunum. 5. maí 2010 Halldór Jörgen samþykkti sérstaka skráningu H94 ehf. án þess að nokkur gögn fylgdu umsókninni eða skilyrði sérstakrar skráningar væru uppfyllt. Virðisauka- skattsnúmer félagsins var skráð með stofndaginn 12. febrúar 2009. 6. okt. 2009 - júlí 2010 Steingrímur Þór Ólafs- son tekur á móti tæplega 278 milljónum króna sem var það fé sem fékkst endurgreitt frá skattinum. Steingrímur lét hluta hinna sakfelldu hafa prókúru á reikningum félaganna. 16. júní 2010 Halldór Jörgen afskráir virðisaukaskattsnúmer H94 ehf. Engin gögn liggja fyrir um beiðni eigenda félagsins þess efnis. Sumar 2010 Grunur vaknar um brotin. Rannsókn lögreglu hófst á haustmánuðum. 10. september 2010 Starfsmenn skattrannsókna- stjóra leita í húsnæði Ríkis- skattstjóra að gögnum að baki sérstökum skráningum H94 ehf. og Ólafsson-heild- verslun ehf. Gögnin fundust ekki. 14. september 2010 Lögregla handtók grunaða og gerði húsleitir vegna málsins. Handtökuskipun var gefin út á hendur Stein- grími Þór en hann var handtekinn í Venesúela í nóvember 2010. 30. júní 2014 Rannsóknargögn send frá lögreglu til ákæruvaldsins. 14. mars 2016 Ákæra gefin út. 11. apríl 2017 Dómur kveðinn upp. Frá aðalmeðferðinni í upphafi árs. Dómarar mátu framburð vitna ótrúverðugan að mörgu leyti. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Átta voru sakfelld í gær í stærsta fjársvikamáli Íslandsögunnar. Ávinn- ingur brotanna í hönd- um huldumanns sem ekki finnst. Refsingarnar eru frá þriggja mánaða og upp í fjögurra ára fangelsi. Fullnusta þeirra allra er bundin skilorði vegna þess hve langan tíma tók að reka málið. 7 ár liðu frá byrjun rannsóknar til uppkvaðningar dómsins 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.