Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 66
TAX FREE afsláttur af öllum rúmum til páska* LÁTTU DRAUMINN RÆTAST ÞÚ FINNUR OKKUR Í HOLTAGÖRÐUM Á SMÁRATORGI AKUREYRI OG ÍSAFIRÐI Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði * Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti. Gildir ekki af stillanlegum botnum eða ofan á önnur tilboð t.d. fermingar tilboð. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátt urinn er alfarið á kostnað Dorma. Lýkur laugard. 15. april Lokað í Dorma á skírdag, föstudaginn langa, páska- dag og annan í páskum Save the Children á Íslandi TÓNLIST Kammertónleikar  Íslenski saxófónkvartettinn, Vigdís Klara Aradóttir, Sigurður Flosason, Peter Tompkins og Guido Bäumer, flutti verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, Glass, Pärt, Bozza og Piazzolla. Salurinn í Kópavogi fimmtudagurinn 6. apríl Þegar ég fór á saxófóntónleika í Saln- um í Kópavogi á fimmtudagskvöldið hélt ég að ég væri að fara að hlusta á djass. Það er ekki óeðlilegt. Saxófónn- inn er áberandi í djassinum. Fólk gerir sér ekki grein fyrir að hann er fyllilega gjaldgengur í annars konar tónlist líka. Tónleikarnir byrjuðu með draum- kenndu verki eftir eistneska tónskáldið Arvo Pärt. Þetta er upphaflega kórtón- smíð við texta trúarjátningarinnar, en síðar útsett fyrir strengi. Hér lék Íslenski saxófónkvartettinn það, og flutningurinn kom verulega á óvart. Saxófónninn hefur orð á sér fyrir að vera frekar harðneskjulegt hljóðfæri. Vissulega getur tónninn úr honum verið hvass. En núna var mýktin alls- ráðandi. Leikið var á mismunandi gerðir saxófóna; bassa, tenór, alt og sópran og því voru raddirnar ólíkar og heildarhljómurinn breiður. Útkoman var hrífandi fögur. Á tímabili var samtímatónlist óskapleg óvinsæl, því hún þótti flókin og ljót. Pärt naut hins vegar á þessum tíma gríðarlegrar hylli fyrir einfaldan og áheyrilegan stíl sinn. Mínímalismi Philips Glass, Steve Reich og annarra féll einnig í kramið hjá fólki. Þar eru sömu tónahendingarnar endurteknar í sífellu. Þær taka þó smám saman breytingum, auk þess sem stef bætast við og önnur hverfa. Boðið var upp á slíka tónlist á tónleikunum, því leikinn var Saxófónkvartett eftir Philip Glass. Skemmst er að minnast glæsilegra tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu þar sem hann lék etýður eftir Glass. Þær voru margar nokkuð ein- faldar og endurtekningarsamar, en kvartettinn var fjölbreyttari. Aldrei var dvalið of lengi við það sama. Útkoman var skemmtilega frískleg, full af snerpu og óvæntum uppákomum. Franskt stykki eftir Eugene Bozza, Andante et Scherzo virkaði líka ágæt- lega. Tónmálið var líflegt og skreytt fal- legum hljómum sem fjórmenningarnir útfærðu af nostursemi. Frumflutt tónsmíð eftir Svein Lúðvík Björnsson olli hins vegar vonbrigðum. Sveinn hefur samið mörg mögnuð tón- verk, en þarna hefur honum brugðist bogalistin. Tónlistin var hryssingsleg og fráhrindandi, það var eins og að Sveinn væri að leita að öllum nei- kvæðustu hliðum saxófónsins til að gera sem mest úr þeim. Sumum kann að finnast það gaman, en undirritaður er ekki einn af þeim. Hin svokallaða Saga tangósins eftir Piazzolla gerði sig ekki heldur, þótt hún hafi komið miklu betur út. Þetta er um 20 mínútna löng tónsmíð í nokkrum köflum. Þeir eru í stíl ólíkra birtingarmynda tangósins eftir tíma- bilum og landsvæðum. Tónlistin var samin fyrir flautu og gítar og þannig er hún mjög létt og fjörleg, en á tónleik- unum var hún nokkuð þunglamaleg. Mjúkir hljómar gítarsins skiluðu sér ekki almennilega í samspili saxófón- leikaranna. Kvikar laglínur flautunnar virkuðu óþægilega grófar. Taka skal fram að ekki var upp á sjálfan flutning- inn að klaga, sem var hinn fagmann- legasti. Sumar útsetningar og umrit- anir ganga hreinlega ekki upp. Íslenski saxófónkvartettinn er tíu ára og voru tónleikarnir haldnir til að fagna því. Þetta er glæsilegur hópur framúrskarandi hljóðfæraleikara og er honum óskað til hamingju með afmælið. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tilkomumikill hljóðfæraleikur og efnisskráin var oft skemmtileg. Fjölbreyttar raddir saxófónsins „Glæsilegur hópur framúrskarandi hljóðfæraleikara,“ segir dómarinn um Íslenska saxófónkvartettinn. BÆKUR Velkomin til Ameríku   Linda Boström Knausgård Benedikt bókaútgáfa Íslensk þýðing: Þórdís Gísladóttir Kápa: Ólafur Unnar Kristjánsson Fjöldi síðna: 95 bls. Prentun: Oddi Fyrir annasama en áhugasama les- endur getur verið sniðugt að ganga í góðan bókaklúbb og helst fleiri en einn til þess að láta færa sér ferskar og spennandi bókmenntir. Nýjasta viðbótin á Íslandi er Bókaklúbburinn Sólin, á vegum Benedikts bókaút- gáfu, og þó svo nafn klúbbsins minni kannski fremur á prjónastofu eða dag- vistun þá er óhætt að segja að Sólin rís með bravör. Velkomin til Ameríku er önnur skáldsaga sænsku skáldkonunnar Lindu Boström Knausgård en áður hafði hún vakið athygli í heimaland- inu fyrir ljóð og smásögur. Bakgrunnur höfundarins í knappari formum en skáldsögunni leynir sér ekki í Vel- komin til Ameríku sem er hlaðin ljóð- rænum og áhrifaríkum texta. Stuttar og meitlaðar setningar þar sem engu er ofaukið halda lesandanum við efnið sem er ekki síður forvitnilegt en form og stíll. Í Velkomin til Ameríku segir sögu sína og fjölskyldu sinnar ung stúlka sem hefur tekið þá ákvörðun í kjölfar áfalls að hætta að tala. Ákveðið að vefja sig og verja sig með hjúp þagnarinnar með því að hafna tungumálinu og allri tjáningu eins og henni framast er unnt. Ellen er ellefu ára stúlka sem býr ásamt móður sinni og bróður sínum á unglingsaldri í góðri íbúð í blokk sem er að mestu sögusvið bókarinnar. Fjöl- skyldufaðirinn er fall- inn frá og Ellen er sann- færð um að hún beri ábyrgð á dauða hans. Faðirinn var sveitamaður sem flutti í borgina fyrir konuna sem hann elskaði leggst í þunglyndi og drykkju- skap en móðirin er björt, falleg og lífs- glöð leikkona. Þessi persónusköpun á foreldrunum er eilítið klisjukennd en það kemur þó lítið að sök því Ellen er kjarni sögunnar. Vitund hennar fyllir þar hvern krók og kima og það er í raun fantavel skrifað hvernig hún fyllir í eyður lífs fjölskyldunnar og þráir um leið dauðann á barnslegan og ein- faldan máta í trú sinni á almættið. Velkomin til Ameríku fellur nefni- lega aldrei í þá gildru að gerast vanda- málasaga. Þetta er saga um mann- eskjur og þá fyrst og fremst þessa ungu stúlku sem hafnar tungumálinu og tjáningunni til þess að verjast sársauka heimsins. Sagan er uppfull af skemmtilegum hugmyndum og líflegu myndmáli eins og t.d. því hvernig Ellen hættir að geta varist líkam- legum ofvexti sem herjar á hana í þögn- inni, táknmyndum á borð við móðurina í hlutverki hinnar föllnu Frelsisstyttu, eilífa togstreitu ljóss og myrkurs, gleði og harms innan fjölskyldunnar og þannig mætti áfram telja. Velkomin til Ameríku er ferskur andblær á skáldsagnasviðinu og enn ein staðfestingin á mikilvægi þess að íslenskir lesendur hafi aðgang að því sem er að gerast í bókmenntunum utan Íslands. Eins og var að búast er þýðing Þórdísar Gísladóttur í senn lipur og áferðarfalleg og það er von- andi að íslenskir lesendur fái að fylgj- ast með næstu verkum þessa forvitni- lega höfundar. Magnús Guðmundsson NIÐURSTAÐA: Falleg og mann- eskjuleg bók um tungumálið og þögnina, ljós og myrkur, líf og dauða. Í hjúp þagnarinnar 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.