Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 14. mars 2014 | SKOÐUN | 17 Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Datt botninn úr? Hugsanlega má segja að botninn hafi dottið úr nýrri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í gær, þegar uppvíst varð um makrílsamninga Norð- manna, Færeyinga og ESB. Þar staldrar maður einkum við tvö atriði: - Samstarf við Noreg og Liechtenstein á vettvangi EES- samningsins verði eflt. - Áhersla lögð á áframhaldandi öflugt norrænt og vestnorrænt samstarf til að efla enn frekar hags- munagæslu á Evrópuvettvangi. En þarna gerðist tvennt. Tvö ríki á hinu vestnorræna svæði, Noregur og Færeyjar, ákváðu að fara sína eigin leið og skilja Íslendinga útundan. Og Norðmenn, sem eru megin- stoðin í EES og borga megnið af kostnaðinum við samninginn, voru ekki beinlínis að sýna samstarfs- lund í garð Íslendinga eða vilja til að hafa þá með. http://eyjan.pressan.is/ Egill Helgason Evrur fl æða um allt Ferðaþjónusta er stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, stærri en sjávarútvegur. Tekjur af erlendum ferða- mönnum námu 275 milljörðum króna í gjaldeyri árið 2013, 27% af „útflutningi“ vöru og þjónustu. Evrurnar flæða inn í landið. Mikilvægara er að efla þessa grein en þá grein, sem gefur minnstar tekjur, mesta eyðileggingu, minnsta vinnu. Það er stóriðjan, draumur fávitanna. Svo er ferðaþjónustan líka menn- ingaraukandi. Eflir flestar listir og hefur látið rætast villtustu drauma matgæðinga. Nú fæst fínasti matur og fínasta kaffi á öðru hverju götuhorni. Jafnframt fækkar framsóknarmönnum og öðrum kolbítum. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið í Mjódd og flutti í nálæga garð- yrkjubúð. Fyrir vikið á ég af og til leið um garðyrkjubúð. Fyrir vikið hef ég keypt dót í garð- yrkjubúð. Samt er ég hvorki með garð né hef brennandi áhuga á því að eignast slíkan. En svona er þetta. Einokunaraðili með vin- sæla vöru trekkir að. Það þarf auðvitað ekki endilega að vera að eitthvert tásunudd sé í gangi þegar einokunarverslun ríkisins velur sér staðsetningu. En það breytir því ekki að niður- staðan, sama hver hún verður, gefur sumum verslunum og versl- unarkeðjum ákveðið forskot. Auð- vitað er það styrkur Kringlunnar og Smáralindar að þessar mið- stöðvar eru með vínbúðir. Auð- vitað yrði það mikið högg fyrir Fjörðinn í Hafnarfirði ef ríkið færi þaðan. Og auðvitað glæðir ekki beint verslun í Grafarvogi, í Garðabæ eða á Álftanesi að þar sé hvergi hægt að kaupa rauðvín fyrir matarboðið eða bjór fyrir Eurovision-partíið. Þú keyrir– við spörum Þetta er ekki heilbrigt umhverfi. Segjum að einhverjir ætli sér að opna verslunarmiðstöð í sam- keppni við Kringluna eða Smára- lind. Auðvitað vilja menn þá að viðskiptavinir verslunarmið- stöðvarinnar geti gert öll sín matarinnkaup þar inni, án þess að fara annað. Hvað þarf þá að gera? Tuða í opinberri stofnun? Krefjast pólitískra afskipta kjör- inna fulltrúa? Búið er að loka ríkinu í Grafar- vogi og í Garðabæ. Það er skýrt út með rökum sem hljóma eins og markaðsrök. En auðvitað eru alveg markaðsforsendur til að selja áfengi á þessum stöðum. Einokunaraðilar munu hins vegar alltaf hafa ákveðinn hag af því að lækka eigin dreifingarkostnað með því að láta kúnnana einfald- lega keyra lengra eftir vörunni. Hvað ætlar kúnninn svo sem að gera. Fara annað? Bara ef aðrir hugsuðu svona: „Tekist hefur að fækka pitsu-stöðunum á höfuð- borgarsvæðinu niður í tvo.“ Slappt úti á landi Í mörg ár hefur ÁTVR haldið uppi mjög slappri þjónustu utan höfuðborgarinnar. Lengi vel voru gjarnan margir klukkutímar í bíl í næstu áfengisverslun. Nú eru búðirnar ögn fleiri en kortið blekkir samt dálítið. Í fjölmörg- um þessara verslana er algengur opnunartími klukkustund á dag. Og úrvalið svipað og í danskri sjoppu. Það er reyndar eitt stórundar- legt við viðhorf margra til einok- unarverslunarinnar. Eitt væri að hafa þá afstöðu að áfengið sé stór- hættuleg vara sem eigi ekki að vera í góðri dreifingu. En margir virðast hafa sannfærst um að þessi slappa dreifing sem boðið er upp á sé í raun alveg frábær. Víða má heyra þær áhyggjur að frjáls sala áfengis muni gera aðgengið úti á landi verra! Á Seyðisfirði er nú hægt að kaupa bjór í klukkutíma á dag fjóra daga vikunnar en opið er aðeins lengur á föstudögum. Trúið mér, þessi tími mun ekki styttast við það að ríkiseinokun á áfengi verði aflétt. Né held- ur mun úrvalið versna. Eins og ég rakti í nýlegum pistli mínum „Selfoss og Maribo“ bendir margt til að vínúrvalið í íslensk- um bæjum sé töluvert síðra en í dönskum bæjum af sömu stærð. Mun allt hækka? Hvað verðið varðar þá ræðst íslenskt áfengisverð auðvitað að mestu af löggjöf. En reynsl- an sýnir raunar að bjór og vín eru vörur sem fólk hefur gjarn- an talsvert góða verðtilfinn- ingu fyrir. Það yrði því erfið- ara fyrir kaupmenn að „okra“ á þessum vörum en til dæmis á pestókrukkum. Lágvörukeðjur myndu hafa svipað verð á áfengi á SV-horninu og annars staðar. Í minni verslunum yrði það líkleg- ast dýrara hvort sem það væri úti á landi eða á þéttbýlisstöð- um en aftur á móti myndi þetta styrkja rekstur slíkra verslana. Minni verslanir þrífast mun betur í löndum þar sem kaup- menn mega selja fólki bjór. ÁTVR getur ekki haldið uppi vínsölu í sjötta stærsta sveitar- félagi landsins. Víða úti á landi eru áfengisbúðirnar opnar sex tíma í viku. Menn geta auðvitað haft þá afstöðu að áfengi sé stór- hættuleg vara sem eigi að dreifa illa. En óttinn um að dreifing- in, hvort sem það er úti á landi eða á SV-horninu, myndi versna ef vínsala yrði gefin frjáls er ástæðulaus. Kaupmenn kunna alveg að selja hluti. Opið 17-18 Í mörg ár hefur ÁTVR haldið uppi mjög slappri þjónustu utan höfuðborgarinnar. Efst á baugi – málefni rýnd til gagns Málstofur kl. 10.45 til 12.00 Olíuríkið Ísland? Starfshópur Samfylkingarinnar um stefnumótun vegna olíuleitar kallar eftir s jónarmiðum flokksfólks. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, l eiðir umræðuna. Staða og f ramhald aðildarviðræðna við ESB Gestir: Gylfi A rnbjörnsson, formaður ASÍ, og Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ. Framtíð framhaldsskólastigsins Gestir: Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema o g Guðríður Arnardóttir, verðandi formaður Félags framhaldsskólakennara. Flokksstjórnarfundur Kl. 13.00 Ræða formanns Samfylkingarinnar Árna Páls Árnasonar Kl. 13.35 Hjartans málið mitt! Sjö frambjóðendur til sveitar- stjórna segja frá sínu hjartans máli Kl. 14.30 Almennar umræður Kl. 16.15 Samantekt og fundarslit Nánari upplýsingar á xs.is Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar Sókn í þágu þjóðar Kaffigjald kr. 1.000. Fundurinn er opinn öllum félögum í Samfylkingunni. Kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa atkvæðisrétt á fundinum. laugardaginn 15. mars 2014 í Víkingasal Hótels Natura AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.