Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 14. mars 2014 | SKOÐUN | 17
Í DAG
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Datt botninn úr?
Hugsanlega má segja
að botninn hafi dottið
úr nýrri Evrópustefnu
ríkisstjórnarinnar í gær,
þegar uppvíst varð um
makrílsamninga Norð-
manna, Færeyinga og ESB.
Þar staldrar maður einkum við
tvö atriði:
- Samstarf við Noreg og
Liechtenstein á vettvangi EES-
samningsins verði eflt.
- Áhersla lögð á áframhaldandi
öflugt norrænt og vestnorrænt
samstarf til að efla enn frekar hags-
munagæslu á Evrópuvettvangi.
En þarna gerðist tvennt. Tvö ríki
á hinu vestnorræna svæði, Noregur
og Færeyjar, ákváðu að fara sína
eigin leið og skilja Íslendinga
útundan.
Og Norðmenn, sem eru megin-
stoðin í EES og borga megnið af
kostnaðinum við samninginn, voru
ekki beinlínis að sýna samstarfs-
lund í garð Íslendinga eða vilja til
að hafa þá með.
http://eyjan.pressan.is/
Egill Helgason
Evrur fl æða um allt
Ferðaþjónusta er
stærsti atvinnuvegur
þjóðarinnar, stærri en
sjávarútvegur. Tekjur
af erlendum ferða-
mönnum námu 275
milljörðum króna í gjaldeyri árið
2013, 27% af „útflutningi“ vöru
og þjónustu. Evrurnar flæða inn
í landið. Mikilvægara er að efla
þessa grein en þá grein, sem
gefur minnstar tekjur, mesta
eyðileggingu, minnsta vinnu. Það
er stóriðjan, draumur fávitanna.
Svo er ferðaþjónustan líka menn-
ingaraukandi. Eflir flestar listir
og hefur látið rætast villtustu
drauma matgæðinga. Nú fæst
fínasti matur og fínasta kaffi á
öðru hverju götuhorni. Jafnframt
fækkar framsóknarmönnum og
öðrum kolbítum.
http://www.jonas.is/
Jónas Kristjánsson
Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið
í Mjódd og flutti í nálæga garð-
yrkjubúð. Fyrir vikið á ég af og
til leið um garðyrkjubúð. Fyrir
vikið hef ég keypt dót í garð-
yrkjubúð. Samt er ég hvorki með
garð né hef brennandi áhuga á
því að eignast slíkan. En svona
er þetta. Einokunaraðili með vin-
sæla vöru trekkir að.
Það þarf auðvitað ekki endilega
að vera að eitthvert tásunudd sé
í gangi þegar einokunarverslun
ríkisins velur sér staðsetningu.
En það breytir því ekki að niður-
staðan, sama hver hún verður,
gefur sumum verslunum og versl-
unarkeðjum ákveðið forskot. Auð-
vitað er það styrkur Kringlunnar
og Smáralindar að þessar mið-
stöðvar eru með vínbúðir. Auð-
vitað yrði það mikið högg fyrir
Fjörðinn í Hafnarfirði ef ríkið
færi þaðan. Og auðvitað glæðir
ekki beint verslun í Grafarvogi,
í Garðabæ eða á Álftanesi að þar
sé hvergi hægt að kaupa rauðvín
fyrir matarboðið eða bjór fyrir
Eurovision-partíið.
Þú keyrir– við spörum
Þetta er ekki heilbrigt umhverfi.
Segjum að einhverjir ætli sér að
opna verslunarmiðstöð í sam-
keppni við Kringluna eða Smára-
lind. Auðvitað vilja menn þá að
viðskiptavinir verslunarmið-
stöðvarinnar geti gert öll sín
matarinnkaup þar inni, án þess
að fara annað. Hvað þarf þá að
gera? Tuða í opinberri stofnun?
Krefjast pólitískra afskipta kjör-
inna fulltrúa?
Búið er að loka ríkinu í Grafar-
vogi og í Garðabæ. Það er skýrt
út með rökum sem hljóma eins
og markaðsrök. En auðvitað eru
alveg markaðsforsendur til að
selja áfengi á þessum stöðum.
Einokunaraðilar munu hins vegar
alltaf hafa ákveðinn hag af því
að lækka eigin dreifingarkostnað
með því að láta kúnnana einfald-
lega keyra lengra eftir vörunni.
Hvað ætlar kúnninn svo sem að
gera. Fara annað? Bara ef aðrir
hugsuðu svona: „Tekist hefur að
fækka pitsu-stöðunum á höfuð-
borgarsvæðinu niður í tvo.“
Slappt úti á landi
Í mörg ár hefur ÁTVR haldið
uppi mjög slappri þjónustu utan
höfuðborgarinnar. Lengi vel voru
gjarnan margir klukkutímar í
bíl í næstu áfengisverslun. Nú
eru búðirnar ögn fleiri en kortið
blekkir samt dálítið. Í fjölmörg-
um þessara verslana er algengur
opnunartími klukkustund á dag.
Og úrvalið svipað og í danskri
sjoppu.
Það er reyndar eitt stórundar-
legt við viðhorf margra til einok-
unarverslunarinnar. Eitt væri að
hafa þá afstöðu að áfengið sé stór-
hættuleg vara sem eigi ekki að
vera í góðri dreifingu. En margir
virðast hafa sannfærst um að
þessi slappa dreifing sem boðið
er upp á sé í raun alveg frábær.
Víða má heyra þær áhyggjur að
frjáls sala áfengis muni gera
aðgengið úti á landi verra!
Á Seyðisfirði er nú hægt að
kaupa bjór í klukkutíma á dag
fjóra daga vikunnar en opið er
aðeins lengur á föstudögum.
Trúið mér, þessi tími mun ekki
styttast við það að ríkiseinokun
á áfengi verði aflétt. Né held-
ur mun úrvalið versna. Eins og
ég rakti í nýlegum pistli mínum
„Selfoss og Maribo“ bendir
margt til að vínúrvalið í íslensk-
um bæjum sé töluvert síðra en í
dönskum bæjum af sömu stærð.
Mun allt hækka?
Hvað verðið varðar þá ræðst
íslenskt áfengisverð auðvitað
að mestu af löggjöf. En reynsl-
an sýnir raunar að bjór og vín
eru vörur sem fólk hefur gjarn-
an talsvert góða verðtilfinn-
ingu fyrir. Það yrði því erfið-
ara fyrir kaupmenn að „okra“
á þessum vörum en til dæmis á
pestókrukkum. Lágvörukeðjur
myndu hafa svipað verð á áfengi
á SV-horninu og annars staðar. Í
minni verslunum yrði það líkleg-
ast dýrara hvort sem það væri
úti á landi eða á þéttbýlisstöð-
um en aftur á móti myndi þetta
styrkja rekstur slíkra verslana.
Minni verslanir þrífast mun
betur í löndum þar sem kaup-
menn mega selja fólki bjór.
ÁTVR getur ekki haldið uppi
vínsölu í sjötta stærsta sveitar-
félagi landsins. Víða úti á landi
eru áfengisbúðirnar opnar sex
tíma í viku. Menn geta auðvitað
haft þá afstöðu að áfengi sé stór-
hættuleg vara sem eigi að dreifa
illa. En óttinn um að dreifing-
in, hvort sem það er úti á landi
eða á SV-horninu, myndi versna
ef vínsala yrði gefin frjáls er
ástæðulaus. Kaupmenn kunna
alveg að selja hluti.
Opið 17-18
Í mörg ár hefur
ÁTVR haldið uppi
mjög slappri þjónustu utan
höfuðborgarinnar.
Efst á baugi – málefni rýnd til gagns
Málstofur kl. 10.45 til 12.00
Olíuríkið Ísland?
Starfshópur Samfylkingarinnar um stefnumótun vegna olíuleitar
kallar eftir s jónarmiðum flokksfólks. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður
Samfylkingarinnar, l eiðir umræðuna.
Staða og f ramhald aðildarviðræðna við ESB
Gestir: Gylfi A rnbjörnsson, formaður ASÍ, og Margrét
Kristmannsdóttir, formaður SVÞ.
Framtíð framhaldsskólastigsins
Gestir: Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra
framhaldsskólanema o g Guðríður Arnardóttir, verðandi formaður
Félags framhaldsskólakennara.
Flokksstjórnarfundur
Kl. 13.00 Ræða formanns Samfylkingarinnar
Árna Páls Árnasonar
Kl. 13.35 Hjartans málið mitt!
Sjö frambjóðendur til sveitar-
stjórna segja frá sínu hjartans máli
Kl. 14.30 Almennar umræður
Kl. 16.15 Samantekt og fundarslit
Nánari upplýsingar á xs.is
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar
Sókn í þágu þjóðar
Kaffigjald kr. 1.000.
Fundurinn er opinn öllum félögum í Samfylkingunni.
Kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa atkvæðisrétt á fundinum.
laugardaginn 15. mars 2014 í Víkingasal Hótels Natura
AF NETINU