Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 26
FRÉTTABLAÐIÐ Fataskápurinn. Tinna Hrafnsdóttir. Hönnun og Hannyrðir. Heimili, Mottumars og Samfélgsmiðlanir.
4 • LÍFIÐ 14. MARS 2014
„Við deilum náttúrulega fataskápunum okkar alveg. Það er þess vegna oft heppilegt að við búum hlið við hlið. Þá er hægt
að kasta út um gluggann ef einhver þarf nauðsynlega eitthvað ákveðið,“ segja þær stöllur í kór. Það vill oft verða svo að við
hittumst óvænt og erum óvart í stíl, það gerist reyndar svolítið oft, enda erum við alltaf í sama orkusviði. Reyndar er Anna
Sóley rosalega léleg að klæða sig eftir veðri svo oft er hún kannski ekki alveg í réttum gír. Hún er oft í sokkabuxum og sokk-
um á sumrin þegar Eva er löngu búin að átta sig á að það er 30 stiga hiti úti. Við erum svo auk þess miklar þemadrottningar
og erum oft með ákveðinn innblástur í gangi þegar við erum að klæða okkur. Ef við erum að fara eitthvert saman þá erum
við alltaf með einhvers konar þema í gangi.
FATASKÁPURINN BÓHEM-TRENDY VINKONUR
Eva Dögg Rúnarsdóttir og Anna Sóley Viðarsdóttir reka verslunina Ampersand í Kaupmannahöfn og deila nánast öllu í fataskápunum sínum.
Við erum náttúrulega eþnískar Afríkudrottningar í hjartanu og elskum að setja
á okkur stóra túrbana og ætlum að eyða mest öllu sumrinu í lausum silkikjólum.
Þessa afró-mömmukjóla tók Eva með sér frá Bandaríkjunum. MYNDIR/HILDUR MARÍA
Skósafnið okkar eftir Evu fer ört stækkandi. Þeir eru sannarlega hluti
af sögunni og munu alltaf taka mikið pláss í skóskápunum okkar. Enda
finnast ekki fallegri og þægilegri skór.
Kimono úr Ampersand og Minimarket-
skórnir Sænska merkið Minimarket er einnig í
miklu uppáhaldi hjá okkur og þá sérstaklega þessir himin-
háu pumps sem við eigum í fleiri týpum og jafnvel tvenna af
hverjum. Þessi heiðblái kimono er líka bara svo flottur. Bæði
yfir kjóla og svo líka bara við gallabuxur og bol.
Date-outfitt-ið Nude-kjóll við rokk-
stjörnujakka. Kjóllinn er frá sænska
hönnuðinum Ann Sofie Back. Hálsmenið er keypt
í Beacons Closet í Williamsberg, Brooklyn. Við höf-
um báðar farið í þetta þegar við ætlum virkilega
að töfra og sjarma vegna þess að leðurjakkinn
gefur kjólnum töffaratvist. Jakkinn fannst í yndis-
legri vintage-búð á LES í NYC fyrir 14 dollara.
Wackerhaus-deilikápan frá
Ampersand Wackerhaus-ullarkápan
bíður svo eftir því að eignast laxableika systur með
vorlínunni þeirra sem að er að detta inn um dyrnar
hjá okkur. Þetta er bara kápa sem maður verður að
eiga í fleiri litum og síddum. Hún hefur verið notuð
nánast daglega af annarri hvorri okkar síðan hún
komst í okkar hendur.
Prinsessukjólarnir Andersen & Lauth-kjólarnir
eru náttúrulega bara svo dásamlegir. Það er
kannski ekki alltaf tækifæri fyrir perlupallíettuæði
en þegar tækifærið gefst þá eru þeir fullkomnir. Eva notaði
til dæmis annan þeirra við þann stórmerka atburð þegar
frumburðurinn var skírður. Annan kjólinn fékk Anna Sóley í
afmælisgjöf þegar hún vann fyrir Andersen & Lauth og hinn
var bara ómissandi.
Ferðasettið okkar 100% sustainable dönsk
hönnun úr bambus. Þetta dásamlega sett frá danska
lífræna merkinu Underprotection hefur ferðast víða
því það er auðvitað mikilvægt að vera bæði smart
og þægilega klædd þegar þú ferðast. Þess vegna
hefur þessi lífræni bambus orðið fyrir
valinu þegar við erum á ferðalagi.
Ponsjó úr íslenskri ull Mamma
hennar Evu prjónaði þetta ævin-
týralega ponsjó. Við mátuðum það og leið strax
eins og við værum komnar inn í mitt ævintýri.
Það er einhver svona nútíma Rauðhettu/Þyrni-
rósarfílingur í því.
1 2
3 64
5
7
Eingöngu selt á hársnyrtistofum