Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 22
FÓLK|HELGIN Prestarnir og hjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson seldu hús sitt og bíla síðastliðið sumar og fluttu vestur til Pasadena í Kaliforníu. Það vekur athygli þegar fólk eins og þau Jóna Hrönn og Bjarni, bæði sóknar- prestar, hún í Garðabæ og hann í Laugarneskirkju, rífur sig upp með rótum og heldur á vit ævintýranna. „Við prestar erum svo lánsamir, eins og fleiri starfstéttir, að einu sinni á starfsævinni eigum við kost á níu mánaða námsleyfi,“ segir Jóna Hrönn. „Fyrir nokkrum árum vorum við hjón á ferð í Kaliforníu og þá hétum við því að þegar að okkur kæmi í þessum efnum skyldum við verja tímanum í Suður-Kaliforníu.“ „Hvers vegna að eyða níu námsleyf- ismánuðum í vondu veðri ef annað er í boði?“ spyr Bjarni. KEYRT YFIR BANDARÍKIN Þau hjónin lögðu í hann í lok ágúst í fyrra og byrjuðu á því að keyra þvert yfir Bandaríkin. „Við fórum ekki einföldustu leiðina því við flug- um til Boston, stóðum þar í þriggja daga basli við að finna traustan bíl á góðu verði og koma á hann núm- eraplötu. Mörgum Ameríkananum þykir það fáránlegt að fara akandi yfir Bandaríkin en Íslendingurinn veit að það er draumur sérhvers manns,“ segir Jóna Hrönn og hlær. „Við lögðum leið okkar í stórum boga sunnanvert yfir Bandaríkin og það var einkar upplýsandi að aka úr hverju fylkinu í annað, sjá brag mannlífsins breytast ásamt lands- lagi og gróðurfari, nema hvað Star- bucks og McDonalds hefur sama svipinn alla leið. Við náðum ákvörð- unarstað mánuði síðar og komum okkur fyrir í námsmannaíbúð hér við Fuller-háskólann í Pasadena.“ NEMAR Á NÝ Jóna Hrönn er gestanemandi við guðfræðideild Fuller-háskóla þar sem hún sækir einkum tíma í sál- gæslu- og fjölskyldumeðferð ásamt list- og helgisiðafræðum. Bjarni er gestur við deildina og vinnur að doktorsritgerð í siðfræði. „Í ritgerð- inni skoða ég hvaða þættir í menn- ingu okkar valdi og viðhaldi fátækt og vinn hana undir handleiðslu míns íslenska prófessors við guð- fræðideild HÍ, dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur,“ segir Bjarni. SAMFÉLAG HLUTLEYSIS Það kostar átak að fara út úr fast- mótuðu mynstri og hefja nýtt líf eins og þau Jóna Hrönn og Bjarni gerðu enda tala þau um sjálf sig sem miðaldra hippa. Þeim finnst bandarískur veruleiki vera heillandi vegna þeirrar staðreyndar að það er ekki hægt að alhæfa um hann. „Hér má finna flest það versta og besta í veröldinni og gesturinn skynjar að samtímis því sem fólk temur sér kurteisi við ókunnuga og almennan velvilja þá er hann gjörsamlega á eigin vegum og það horfir enginn á ferðamanninn til þess að vega hann eða meta á nokk- urn hátt,“ segir Jóna Hrönn. Bjarni bætir við að í Bandaríkjunum ríki samfélag langþróaðs hlutleysis þar sem kjörorðið er umburðarlyndi og boðorðið er „þú skalt ekki dæma“. „Þetta gerir það að verkum að al- menn samskipti ganga vel fyrir sig en ókunnugt fólk tengist ef til vill meira að forminu til en innihaldinu. Jafnvel þótt einhver segi þér frá að- stæðum sínum í strætóskýlinu þá segir hann þér ekki alla sögu sína og fer varlega í að deila skoðunum. Persónuleg gildi eru meira einka- mál hér en heima.“ MARGIR STRANDAÐIR Í TILVERUNNI Jóna Hrönn segir að sér hafi brugð- ið við, komandi frá norrænu landi, að upplifa ástandið sem ríkir á mörgum strætóbekknum þar vestra þar sem fólk hefur komið sér fyrir og er alls ekki að fara neitt af því að það er svo augljóslega strandað í tilverunni. „Mér virðist áberandi margt af þessu fólki vera með ómeðhöndlaða geðsjúkdóma eða líkamlegar fatlanir og það er enginn að gera þeim gott nema einhver líknarsamtök sem hafa ekki getu til annars en að lina sárasta sviðann. Það virðast býsna margir falla niður á milli samfélagsmöskvanna í hinu bandaríska samfélagi.“ FLÓKIN ÁKVÖRÐUN OG BREYTINGAR Miðaldurshipparnir tveir ætla að snúa heim á leið í lok maí og aka þá sem leið liggur yfir miðríkin. „Þar mun vera fagurt landslag og gott mannlíf ekki síður en í suðurhlutan- um. Svo þarf að selja bílinn í Boston og koma sér heim til ástvinanna og alls sem skiptir mestu máli. Ég verð komin til starfa í Garðaprestakalli um mitt sumar, er búin að bóka brúðkaup langt fram á haust svo það verða nóg verkefni.“ Hún segir Bjarna vera hippann í sambandinu, en hann ætlar að halda áfram að umvenda lífi sínu. „Ég kem að vísu heim í sumar til þess að þjóna kirkjunni fram á haustið, en ég hef tekið þá flóknu ákvörðun að kveðja embætti sóknarprests í Laugarneskirkju eftir sextán ára þjónustu og einhenda mér í að ljúka doktorsnámi,“ segir hann. MÁLEFNI FÁTÆKRA HUGLEIKIN „Laugarneskirkja hefur bara einn prest í þjónustu og ekki hægt að deila byrðum svo ég verð að velja á milli rannsóknarvinnunnar og þjón- ustunnar við söfnuðinn. Málefni fátækra á Íslandi hafa legið lengi á mér, núna þykist ég hafa í höndum efni sem geti stutt við samfélags- þroska okkar hvað þetta varðar og ég ætla bara að vanda mig.“ Til hliðar við ritgerðarsmíðina ætlar Bjarni að opna ráðgjafarstofu í samvinnu við son þeirra hjóna, Andra, en hann starfar sem sálfræð- ingur. „Það verður þó ekki annað en hlutastarf hjá okkur feðgum. Hver veit nema ég skreppi líka í makríl til Vestmannaeyja ef þeir vilja fá mig í Vinnslustöðinni,“ segir Bjarni og brosir. ■ liljabjork@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir FALLEGT UMHVERFI Hjónin á fjallsbrún ofan við Pasadena með útsýni yfir Los Angeles. MIÐALDRA HIPPAR Á VIT ÆVINTÝRANNA PRESTAR Á FERÐ Hjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson umbyltu lífi sínu og fluttu tímabundið til Bandaríkjanna þar sem þau stunda nú nám. Bjarni kveður embætti sóknarprests Laugarneskirkju næstkomandi haust. MARGIR FÁTÆKIR „Það virðast býsna margir falla niður á milli samfélagsmöskv- anna í hinu bandaríska samfélagi,“ segir Jóna Hrönn. MEÐ KÓNGINUM Hjónin rákust að sjálfsögðu á Elvis sjálfan í Nashville á leið sinni um suðurríkin. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur Nýjar vörur í hverri viku Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Rín Lux Tungusófi Havana leður hornsófi 2H2 Basel leðursett 3+1+1 HELGARTILBOÐ Þú sparar 194.906 kr. 380.900 kr. Þú sparar 203.973 kr. 390.900 kr. Þú sparar 151.500 kr. 99.900 kr. Þú sparar 40.000 kr. 19.900 kr. Þú sparar 28.000 kr. 19.900 kr. Sjónvarpsskápur Salsa Sjónvarpsskápur Cubic TV2 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.