Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 32
FRÉTTABLAÐIÐ Heimili og Mottumars. Samfélgsmiðlanir.
10 • LÍFIÐ 14. MARS 2014
Flest heimili hafa þörf fyrir fatahirslur og fatahengi en gjarn-
an reynist það erfitt að koma því fyrir vegna plássleys-
is. Buddan hefur einnig stundum þurft að blæða. Lífið tók
saman skemmtilegar hugmyndir sem gætu veitt lesendum
innblástur. Hvítmáluð trjágrein getur reynst nytsamleg og
jafnvel hjólið sem þarf að finna pláss fyrir.
DIY-FATAHENGI
FYRIR HEIMILIÐ
Hengdu
sterka
trjá-
grein upp
í loftið
og settu
herðatrén
á hana.
Vegna breytinga í vers
lun okkar bjóðum við
nokkrar sýningarinnré
ttingar með 50% afslæ
tti .
30% afsláttur af Þvotta
húsinnréttingum til 20
. febrúar
„Það sem ég ætla að gefa eru
náttfötin mín. Ég er með Andr-
és Önd-bol, sem ég er alltaf í
heima, og það er tími til kominn
að kveðja hann, enda að verða
fertugur og svo er ég með stutt-
buxur sem ég stal hjá Eiði
Smára þegar hann var
í Chelsea,“ segir Auð-
unn Blöndal í mynd-
bandi á Blandi sölu-
torgi í tilefni af
Mottumars. Nú hafa
þekktir karlmenn
lagt málefninu lið
og gefið Krabba-
meinsfélaginu
persónulega
muni
sem seldir eru hæstbjóðanda á
sölutorgi Blands. Auðunn segir
málefnið snerta sig því afi hans
og nafni kvaddi þennan heim
of snemma þegar hann lést úr
krabbameini. Útvarpsmaðurinn
Ívar Guðmundsson hefur einn-
ig ákveðið að gefa íþróttaskó
sem hann notaði í Wipeout-
keppninni og Arnar Grant
gefur bol sem hann notaði
þegar hann sigraði í fitness-
keppni.
MOTTUMARS FRÆGIR
GEFA NOTAÐAR NÁTTBUXUR
OG ÍÞRÓTTASKÓ
Auðunn Blöndal, Ívar Guðmundsson og Arnar Grant eru
meðal þeirra sem leggja til Mottumars og gefa persónu-
lega muni sem seldir eru á sölutorgi Blands.
Stuttbuxur Eiðs Smára sem Auðunn Blöndal selur nú á uppboði hjá Bland.is
Gítarinn úr
Málmhaus,
hlaupagræjur
frá Pétri Jó-
hanni og
fleira er
hægt að
kaupa.