Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 2
14. mars 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SVÍÞJÓÐ Áhuginn á að ganga í
heimavarnarliðið í Svíþjóð hefur
tvöfaldast eftir að rússneskir her-
menn tóku stjórnina á Krímskaga,
að því er greint er frá á fréttavef
Dagens Nyheter.
Eftir að kalda stríðinu lauk
hefur hlutverk heimavarnarliðsins
aukist. Búnaður þess er meiri og
einnig ábyrgðin. Áhuginn á þátt-
töku í heimavarnarliðinu er hlut-
fallslega mestur á Gotlandi, eyju í
Eystrasalti. Þar eru rúmlega 450 í
liðinu og af þeim bera 250 vopn. - ibs
Atburðir á Krímskaga:
Svíar vilja í
heimavarnarlið
Ásta, mælir þú með balli?
„Já, fullum hálsi!“
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, félags- og
forvarnafulltrúi, hefur talað fyrir því að
nemendur séu látnir blása í áfengismæla á
skólaböllum til að koma í veg fyrir ölvun.
DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands
dæmdi í gær Lýð Guðmundsson,
fyrrverandi stjórnarformann
Exista hf., í átta mánaða fang-
elsi, þar af fimm mánuði skilorðs-
bundna.
Bjarnfreður Ólafsson, lögmað-
ur og fyrrverandi stjórnarmaður
í Kaupþingi, var þá dæmdur í sex
mánaða fangelsi, þar af þrjá mán-
uði skilorðsbundna, og sviptur lög-
mannsréttindum í eitt ár.
Lýður og Bjarnfreður voru
dæmdir fyrir brot á lögum um
hlutafélög vegna hlutafjáraukning-
ar Exista í desember 2008. Lýður
var sakfelldur fyrir að greiða
Exista minna en nafnverð þegar
hlutafé félagsins var aukið um
fimmtíu milljarða króna.
Bjarnfreður var sakfelldur fyrir
að hafa sent villandi tilkynningu
til fyrirtækjaskrár. Í tilkynn-
ingunni kom fram að aukning á
hlutafé Exista hefði að fullu verið
greidd til félagsins með fimmtíu
milljörðum króna.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
áður dæmt Lýð til að greiða tvær
milljónir króna í sekt en Bjarn-
freður var þá sýknaður. - hg
Dæmdir fyrir brot á lögum um hlutafélög vegna hlutafjáraukningar Exista:
Lýður og Bjarnfreður í fangelsi
LÝÐUR
GUÐMUNDSSON
BJARNFREÐUR
ÓLAFSSON
MALASÍA Leitin að farþegaþotu
frá Malasíu, sem hvarf yfir Suð-
ur-Kínahafi, var í gær víkkuð út
eftir að orðrómur kviknaði um að
hugsanlega hafi henni verið flogið
í nokkrar klukkustundir eftir að
síðast heyrðist frá henni.
Sérfræðingar segja að hafi vélin
hrapað í hafið muni brak úr henni
líklega finnast á endanum, en það
gæti dregist í nokkrar vikur. Sjó-
herir frá Kína, Bandaríkjunum og
fleiri löndum taka þátt í leitinni
ásamt Malasíumönnum. - gb
Margir leita á Kínahafi:
Leit gæti tekið
nokkrar vikur
SPURNING DAGSINS
SVEITARSTJÓRNARMÁL Hafnarfjarð-
arbær þarf að greiða viðbótar-
skatt upp á 273 milljónir króna
vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa
í Hitaveitu Suðurnesja fái að standa
dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
frá sjöunda þessa
mánaðar. Þá bæt-
ist líklega einnig
við kostnaður.
Hafnarfjarð-
arbær stefndi
ríkinu í febrúar
í fyrra og vildi
fá tekjuskatts-
stofn bæjarins
fyrir gjaldaárið
2010 lækkaðan um tæpa 5,5 millj-
arða króna. Til vara krafðist bær-
inn þess að miðað yrði við gjaldárið
2009, en þá var tekjuskattshlut-
fallið tíu prósent, en ekki fimmtán
prósent eins og árið eftir. Hvoru
tveggja var hafnað í dómi héraðs-
dóms.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir
bæinn þegar hafa greitt tekjuskatt
af sölunni miðað við tíu prósenta
álagningu, með fyrirvara um mót-
mæli bæjarins. Miðað við fimmtán
prósenta skatt hefði hins vegar átt
að greiða 820 milljónir króna í skatt
af söluhagnaðinum.
Afstöðu til mögulegrar áfrýjun-
ar segir Guðrún verða tekna að lok-
inni kynningu og að fenginni ráð-
gjöf lögmanns bæjarins í málinu á
næsta fundi bæjarráðs. Lögmaður-
inn hafi ekki haft tök á að mæta á
fund bæjarráðs í gær. - óká
Reykvíkingar!
Ekki gleyma að
kjósa um betri
hverfi
kjosa.betrireykjavik.is
Virkjum íbúalýðræðið!
Opið er fyrir atkvæðagreiðslu
11.-18. mars
Lánshæfismat Hafnarfjarðar hefur verið hækkað um tvo flokka og stendur í
BBB1 með stöðugum horfum. Fulltrúar Reitunar kynntu nýtt mat á fundi bæjar-
ráðs í gær.
Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði, kemur
nýtt mat í kjölfar endurfjármögnunar á skuldum bæjarins, en Íslandsbanki hefur
boðið bænum að endurfjármagna allar skuldir sveitarfélagsins í íslenskum
krónum. Um er að ræða endurfjármögnun á erlendum lánum hjá þýska bank-
anum FMS (áður Depfa).
Í tilkynningu er endurfjármögnunin sögð koma til með að lækka greiðslubyrði
og minnka gjaldeyrisáhættu sveitarfélagsins, sem styrki fjárhagsstöðu þess.
Skuldir endurfjármagnaðar og mat bætt
GUÐRÚN Á. GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
Gætu þurft að borga 273 milljónir í viðbót vegna Hitaveitu Suðurnesja:
Dómur hafnar lækkun skatta
DANMÖRK Danska lögreglan lagði
hald á þrjár milljónir danskra
króna í reiðufé, 3,5 kg af gullstöng-
um, mörg hundruð kíló af hassi,
vopn og ökutæki við skyndileit í
fríríkinu Kristjaníu og hjá meint-
um tengiliðum fíkniefnasalanna
þar víða um Sjáland í gær, alls á
150 stöðum.
Um áttatíu voru handteknir í
Kristjaníu og víðar, segir Politiken.
Lögregla var með mikinn við-
búnað þar sem yfirheyrslur yfir
fólkinu fóru fram. - ibs
80 handteknir í Danmörku:
Lögðu hald á
gull í Kristjaníu
VELFERÐARMÁL Hrönn Thoraren-
sen hjúkrunarfræðingur fékk
ekki endurhæfingarlífeyri því
hún hafði flutt lögheimili sitt í sjö
vikur til Svíþjóðar. Hún greiddi
enn skatta á Íslandi á því tíma-
bili.
Lögum var breytt eftir hrun
þannig að nú er nauðsynlegt að
hafa búið í þrjú ár samfleytt á
Íslandi til að eiga rétt á endur-
hæfingar- lífeyri.
„Rétt áður en ég flutti til Sví-
þjóðar, haustið 2009, var ég
orðin óvinnufær vegna veik-
inda. Ég var því enn á launum til
áramóta,“ útskýrir Hrönn, sem
fylgdi barnsföður sínum út.
Hrönn segist ekki hafa verið
sátt við flutningana og áttað sig á
að sambandið væri ekki nógu gott
eftir að hún var komin út. Hún
tók því ákvörðun um að flytja
aftur til Íslands sjö vikum síðar.
Eftir að heim var komið kláraði
Hrönn rétt sinn hjá sjúkrasjóði
stéttarfélagsins, og sótti að því
búnu um endurhæfingarlífeyri í
samráði við heimilislækni. Svar-
ið kom henni á óvart.
„Ég fékk höfnun því ég hafði
fært lögheimili mitt til Svíþjóð-
ar í sjö vikur,“ segir Hrönn. Var
henni sagt að hún þyrfti að bíða
í þrjú ár. „Það gat enginn hjálp-
að hjá Tryggingastofnun og ég
gat ekki staðið í stappi á þessum
tíma.“
Þremur árum eftir að Hrönn
flutti heim frá Svíþjóð var staða
hennar þannig að ástæða þótti til
að sækja um varanlega örorku.
Rúmu ári eftir að hafa lagt inn
umsókn fékk hún höfnun því end-
urhæfing þótti ekki fullreynd.
„Það skipti ekki máli þó að í
millitíðinni kæmi í ljós að hvorki
endurhæfing né lyf skiluðu til-
ætluðum árangri,“ segir Hrönn,
sem kærði niðurstöðuna án
árangurs.
Hrönn bíður enn eftir úrlausn
sinna mála hjá Tryggingastofn-
un. Hún vonar að ný og rétt grein-
ing á veikindum hennar hjálpi til.
Réttleysi og langur úrlausnartími
hjá Tryggingastofnun hafi mikil
áhrif á fjárhag hennar og aðgang
að nauðsynlegri þjónustu.
„Þetta hefur breytt miklu fjár-
hagslega, sérstaklega í tengslum
við lyfja- og lækniskostnað.
Sjúkraþjálfun hefði bætt líðan
mína,“ segir Hrönn. Mjög alvar-
legt sé að fólk sem flytji tíma-
bundið úr landi missi réttindi sín.
„Þennan stutta tíma sem ég
bjó úti var ég enn að borga skatta
hérlendis,“ bendir hún á og segist
hafa mætt óþægilegu viðhorfi hjá
Tryggingastofnun. „Það er eins
og allir séu að svindla.“
Hrönn segir sterkt bakland
hafa bjargað henni, en hún hefur
þegið mikla hjálp frá fjölskyldu
sinni, sem veitti henni á tímabili
húsaskjól og fjárhagslega aðstoð.
eva@frettabladid.is
Missti réttindin í 3 ár
eftir 7 vikur í Svíþjóð
Hjúkrunarfræðingur missti réttindi sín til örorku- og endurhæfingarlífeyris í þrjú
ár vegna sjö vikna búsetu í Svíþjóð. Fimm árum síðar bíður hún enn eftir úrlausn
hjá Tryggingastofnun. Endurhæfingarlífeyrir var tengdur búsetu eftir bankahrun.
Það er
eins og allir
séu að
svindla.
Hrönn Thorarensen
hjúkrunarfræðingur.
ENDURHÆFING Réttleysi og langur úrlausnartími hjá Tryggingastofnun hefur mikil
áhrif á fjárhag fólks og aðgang að nauðsynlegri þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
TYRKLAND, AP Víðtæk mótmæli gegn stjórnvöldum hafa verið í borgum
Tyrklands síðustu dagana, eða frá því að fimmtán ára drengur lét lífið
eftir að hafa legið í dái frá því að hann slasaðist í mótmælum á síðasta
ári.
Tveir menn létu lífið í átökum við lögreglu á miðvikudag og söfn-
uðust þúsundir manna saman í gær þegar annar þeirra, Buruk Can
Karamanoglu, var borinn til grafar í gær. Hann lést af völdum byssu-
kúlu, sem hann fékk í höfuðið.
Pilturinn, Berkin Elvan, hafði verið í dái í níu mánuði þegar hann
lést á þriðjudaginn. Hann hafði ekki tekið þátt í mótmælunum, heldur
varð fyrir táragashylki frá lögreglunni þar sem hann var á gangi á
leiðinni í bakarí til að kaupa brauð.
- gb
Tveir létu lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum í Tyrklandi:
Jarðarför snerist upp í mótmæli
ÚTFÖR Í ISTANBÚL Þúsundir manna fylgdu Burak Can Karamanoglu til grafar í gær.
NORDICPHOTOS/AFP