Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 16 RAGNHEIÐUR UM HELGINAÍslenska óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðar- son og Friðrik Erlingsson hefur hlotið frábæra dóma. Tvær sýningar verða um helgina í Eld- borgarsal Hörpu. Með aðalhlutverk fer Þóra Einarsdóttir en Elmar Þór Gilbertsson fer með hlutverk Daða. Óperan er sýnd kl. 20 laugardag og sunnudag. M atreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur upp-skrift að kjúklinga- og rækjubollusúpa með blönd- uðu grænmeti og spennandi kryddi. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. SKEMMTILEG NÝJUNG Ferskar kryddjurtir og bragðgóðar sósur ein-kenna þennan rétt.MYND/DANÍEL KJÚKLINGA- OG RÆKJUBOBLÖ Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax.Betra blóðflæði, allt að 30% æðaútvíkkun,30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur,aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka ogúthald, hraðar bata eftir æfingar.Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna. Nitric Oxide hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýst-ing, k ólesteról, h jarta- æða- og tau kþvagblöð Betra blóðflæðiBetri líðan - betri heilsa Lífi ð 14. MARS 2014 FÖSTUDAGUR Mundi Vondi fatahönnuður ÚTIVISTARLÍNA Í SAMSTARFI VIÐ 66°NORÐUR 2 Eva Dögg og Anna Sóley í Ampersand DEILA ÖLLU Í FATASKÁPUNUM SÍNUM 4 Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður GEFUR STUTT- BUXUR EIÐS SMÁRA10 2 SÉRBLÖÐ Lífið | Fólk Sími: 512 5000 14. mars 2014 62. tölublað 14. árgangur SKOÐUN Pawel Bartoszek skrifar um slappa þjónustu ÁTVR utan borgarinnar. 17 MENNING Schubert-oktett- inn fluttur á hádegistónleik- um í Kaldalóni. 26 LÍFIÐ Sviðslistahópurinn Spegilbrot safnar sjálfsmynd- um Íslendinga á Instagram. 38 SPORT Frumraun Finns Freys Stefánssonar þjálfara KR fer í sögubækurnar. 34 LÍFIÐ FRÉTTIR Draumur að veruleika Tinna Hrafnsdóttir hefur verið umkringd leiklist meira og minna allt sitt líf. Í forsíðuviðtali við Lífið segir hún frá sínu fyrsta leikstjórnarverkefni. KÖNNUN Samfylkingin og Björt framtíð fengju níu borgarfulltrúa af fimmtán yrði gengið til sveit- arstjórnarkosninga nú og gætu því haldið óbreyttu meirihluta- samstarfi eftir kosningar, sam- kvæmt niðurstöðu nýrrar skoð- anakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Björt framtíð er stærsti flokk- urinn í borginni, með stuðning 28,3 prósenta borgarbúa og fimm borgarfulltrúa, samkvæmt könn- uninni. Samfylkingin mælist með 23 prósenta fylgi og Sjálfstæð- isflokkurinn nánast hnífjafn með 23,1 prósent. Báðir flokkar fengju samkvæmt því fjóra borg- arfulltrúa. Litlu munar á Vinstri græn- um, sem eru með stuðning 9,5 prósenta borgarbúa, og Píröt- um, sem mælast með 9,6 pró- sent. Flokkarnir næðu báðir inn einum borgarfulltrúa miðað við þá niðurstöðu. Hvorki Framsóknarflokkur- inn né Dögun myndu ná nægum stuðningi til að koma manni í borgarstjórn samkvæmt niður- stöðunum könnunarinnar. Um 3,7 prósent borgarbúa styðja Fram- sóknarflokkinn og 1,1 prósent styðja Dögun. - bj / sjá síðu 4 Könnun sýnir sterkan meirihluta í borginni Björt framtíð og Samfylkingin fá öruggan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könn- un Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með fjóra borgarfull- trúa en Framsókn nær ekki inn manni. Vinstri græn og Píratar með sama fylgi. Kosningar 29.5.2010 Könnun 12.3.2014 *Bauð fram undir merkjum Besta flokksins í kosningunum árið 2010. Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þann 12. mars 2014. 6 5 4 3 2 1 0 * 6 5 5 4 4 3 1 1 1 Fjöldi borgarfulltrúa Sun.16. mars kl.13:30 MAN. UTD.-LIVERPOOL Sun.16. mars kl.16:00 TOTTENHAM-ARSENAL Í opinni dagskrá á dominoshelgin.is Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla ENGIR FORDÓMAR Í ÓSI Pollapönkarar sungu fordómana burt í gær við mikinn fögnuð krakkanna í leikskólanum Ósi. Tilefnið var kynning á líkamsvirðingarbókinni Kroppurinn er kraftaverk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bolungarvík -2° NA 6 Akureyri 1° NA 6 Egilsstaðir 2° NV 3 Kirkjubæjarkl. 4° NV 3 Reykjavík 4° NA 2 Hiti breytist lítið Vindur verður fremur hægur, yfirleitt norðlæg átt og 3-8 m/s. Stöku él við norðurströndina en annars fremur skýjan en úrkomulítið. 4 UTANRÍKISMÁL Ísland stendur frammi fyrir nýrri og harðari milliríkjadeilu við Evrópusam- bandið, Noreg og Færeyjar eftir að þjóðirnar gerðu með sér sam- komulag til fimm ára um makríl- veiðar. Ljóst er að mótaðilar í makríl- deilunni teygðu sig langt til að semja um veiðar í stofninum án vitundar íslenskra stjórnvalda. Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar segja ríkisstjórnina hafa verið fíflaða. Þung orð féllu í garð allra land- anna á Alþingi í gær og ekki síst Færeyinga. Í þingræðu við upp- haf þingfundar í gær sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra framkomu ríkjanna forkastanlega og það krefðist harðra viðbragða stjórnvalda. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra kallaði fulltrúa allra þjóðanna til fundar í gær og kom mótmælum íslenskra stjórnvalda formlega á framfæri. - shá / sjá síðu 8 Ný og harðari milliríkjadeila eftir makrílsamning ESB, Noregs og Færeyja: Segja stjórnvöld höfð að fífli ➜ Þung orð féllu á Alþingi í gær í garð Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins. TÓNLIST Ásgeir Trausti er á tón- leikaferðalagi um Bandarík- in. Hann kom fram á South By South west-hátíðinni í Austin í Texas skammt frá þeim stað þar sem hræði- legt slys varð sem kostaði tvær manneskj- ur lífið. „Eftir að við kláruðum tón- leikana okkar var okkur boðið á staðinn þar sem slysið átti sér stað en við afþökkuðum það boð því við vorum svo þreyttir. Hálftíma síðar fréttum við af þessu skelfi- lega slysi,“ segir Ásgeir Trausti. „Við rétt sluppum í raun og þarna var greinilega mikið af fólki. Við erum í sjokki yfir þessu.“ - glp / sjá síðu 38 Ásgeir slapp fyrir horn: Í sjokki yfir dauðaslysi CIA njósnar um þingmenn For- maður bandarískrar þingnefndar segir CIA hafa njósnað um þing- menn. 6 Endurgreiðsla kemur til greina Seðlabankastjóri segir að til greina komi að endurgreiða málskostnað sinn vegna málaferla. 6 Fjárhagsaðstoð og hlutastarf Markmiðið er að fækka fólki sem fær beinar fjárhagsbætur frá Hafnarfjarð- arbæ um helming. Í staðinn býðst því hlutastarf. 12 ÁSGEIR TRAUSTI SKÓLAMÁL Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu kennara klukkan tíu í dag. Fundað hefur verið stíft alla daga vikunnar, en í gærkvöld var viðræðum hætt um klukkan sjö. „Staðan hefur skýrst nokkuð,“ sagði Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskól- um, þegar Frétta- blaðið ræddi við hann í gærkvöld. „Ég er ekki alveg jafn svartsýnn og ég var um miðbik vikunnar.“ Hann sagði þó ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Enn gæti brugðið til beggja vona. Í gær hafi verið farið yfir minn- isblað með þeim atriðum, sem báðir aðilar voru sammála um að brýnt væri að fara yfir. „Þetta eru mál sem voru ófrágengin og eru erfið,“ segir Ólafur. - gb Síðasti kennsludagurinn: Kennarar ekki eins svartsýnir ÓLAFUR H. SIGURJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.