Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 4
14. mars 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn
myndi tapa tæpum þriðjungi
þess stuðnings sem hann naut í
borgarstjórnarkosningunum árið
2010 yrði kosið nú, samkvæmt
niðurstöðum nýrrar skoðana-
könnunar Fréttablaðsins og Stöðv-
ar 2.
Samkvæmt könnuninni, sem
gerð var síðastliðinn miðvikudag,
fengi Sjálfstæðisflokkurinn 23,1
prósent atkvæða og fjóra borgar-
fulltrúa. Í kosningunum 2010 fékk
flokkurinn 33,6 prósenta fylgi og
fimm borgarfulltrúa.
Björt framtíð nær samkvæmt
könnuninni ekki að halda því mikla
fylgi sem Besti flokkurinn, undir
forystu Jóns Gnarr, sópaði að sér í
síðustu kosningum. Björt framtíð,
arftaki Besta flokksins, fengi 28,3
prósenta fylgi og fimm borgarfull-
trúa samkvæmt könnuninni. Besti
flokkurinn fékk 34,7 prósent og sex
fulltrúa í síðustu kosningum.
Samfylkingin vinnur á frá
kosningunum og fengi 23 prósent
atkvæða og fjóra borgarfulltrúa
yrði gengið til kosninga nú, sam-
kvæmt könnun Fréttablaðsins og
Stöðvar 2. Flokkurinn fékk 19,1 pró-
sent atkvæða í síðustu kosningum
og þrjá borgarfulltrúa.
Ljóst er að ekki verður myndað-
ur meirihluti nema með samstarfi
tveggja af þessum þremur flokk-
um, sem samanlagt fengju þrettán
borgarfulltrúa af fimmtán, sam-
kvæmt könnuninni.
Meirihluti Bjartrar framtíðar
og Samfylkingarinnar gæti sam-
kvæmt þessu starfað áfram með
sama meirihluta, níu borgarfulltrúa
af fimmtán. Einn borgarfulltrúi
myndi þó færast frá Bjartri fram-
tíð til Samfylkingarinnar. Einnig er
mögulegt að annar hvor flokkanna
myndi nýjan meirihluta með Sjálf-
stæðisflokki eftir kosningarnar.
Píratar ná inn manni
Píratar bjóða nú fram til borgar-
stjórnar í fyrsta skipti. Flokk-
urinn fengi 9,6 prósent atkvæða
yrði gengið til kosninga nú, sem
myndi skila þeim einum manni í
borgarstjórn.
Vinstri græn mælast með svo
til sama fylgi og Píratar, 9,5 pró-
sent, og fengju eins og Píratar
einn mann í borgarstjórn. Stuðn-
ingur við Vinstri græna hefur
aukist frá kosningunum árið
2010, þegar þeir fengu 7,2 prósent
atkvæða og einn mann kjörinn.
Aðrir flokkar ná ekki fimm
prósenta lágmarkinu til að ná
mönnum í borgarstjórn. Um 3,7
prósent ætla samkvæmt könn-
uninni að kjósa Framsóknar-
flokkinn, sem fékk 2,7 prósent
atkvæða í síðustu kosningum. Þá
ætlar 1,1 prósent að kjósa Dögun,
sem ekki bauð fram síðast. Um
1,7 prósent segjast ætla að kjósa
einhvern annan flokk.
brjann@frettabladid.is
Fylgi Sjálfstæðisflokks hrapar
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík er nærri þriðjungi minni nú en í sveitarstjórnarkosningunum
fyrir fjórum árum, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samfylkingin sækir í sig veðrið í borginni.
Hringt var í 1.241 manns þar til
náðist í 805 manns samkvæmt
lagskiptu úrtaki miðvikudaginn
12. mars. Svarhlutfallið var 65
prósent. Þátttakendur voru valdir
með slembiúrtaki úr þjóðskrá.
Svarendur skiptust jafnt eftir
kyni, og hlutfallslega eftir aldri.
Spurt var: Hvaða lista myndir þú
kjósa ef gengið yrði til borgar-
stjórnarkosninga í dag? Ef ekki
fékkst svar var spurt: Hvaða
flokk er líklegast að þú myndir
kjósa? Ef ekki fékkst svar var
spurt: Er líklegra að þú myndir
kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða
einhvern annan flokk? Það er
gert í samræmi við aðferðafræði
sem þróuð var hjá Félagsvísinda-
stofnun Háskóla Íslands. Alls tóku
60 prósent þeirra sem náðist í
afstöðu til spurningarinnar.
➜ Aðferðafræðin
34
,7
%
33
,6
%
2,
7%
2,
7
Kosningar 29.5.2010
Könnun 12.3.2014
28
,3
%
34
,7
%
33
,6
%
3,
7%
23
,1
%
1,
1%
9,
5% 9,
6%
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0
*
*Bauð fram undir merkjum
Besta flokksins í kosning-
unum árið 2010.
Heimild: Könnun Fréttablaðs-
ins og Stöðvar 2 þann 12.
mars 2014.
STUÐNINGUR VIÐ STJÓRNMÁLAFLOKKA
19
,1
%
23
,0
%
3,
3%
v
ik
m
ör
k
1,
4%
v
ik
m
ör
k
3,
1%
v
ik
m
ör
k
3,
1%
v
ik
m
ör
k
0,
8%
v
ik
m
ör
k
2,
2%
v
ik
m
ör
k
2,
2%
v
ik
m
ör
k7,
2%
EFNAHAGSMÁL Greiningardeild-
ir viðskiptabankanna þriggja spá
óbreyttum stýrivöxtum Seðlabank-
ans á næsta vaxtaákvörðunardegi,
19. mars. Breytt vaxtastig yrði
að mati greiningardeildar Arion
„sögulegur viðsnúningur“ í afstöðu
peningastefnunefndar milli funda.
Greining Íslandsbanka telur
tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar
kunna að breytast úr vaxtahækk-
unartóni „í að nefndin opni á hugs-
anlega vaxtalækkun á næstu mán-
uðum“. - óká
Bankar spá um stýrivexti:
Telja að vextir
verði óbreyttir
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
yfir karlmanni sem var dæmd-
ur í átta mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi fyrir líkamsárás í
miðbæ Reykjavíkur árið 2012.
Hann var sakfelldur fyrir
að hafa skallað annan mann í
höfuðið, slegið hann tvö högg
og skorið með blaði úr dúka-
hníf. Við ákvörðun refsingar
var litið til þess að hinn ákærði
hafði tvisvar hlotið ákærufrest-
un, árásin hafði átt sér stað í
átökum og að hinn ákærði hafði
sjálfur hlotið mikla áverka í
átökunum.
- bþ
Hæstiréttur staðfesti dóm:
Skar með blaði
úr dúkahnífi
HÆSTIRÉTTUR Hinn seki skar annan
mann með blaði úr dúkahnífi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEILBRIGÐISMÁL Konur með leg-
slímu flakk og aðstandendur gengu
frá Hallgrímskirkju að Kvennadeild
Landspítalans í alþjóðlegri kröfu-
göngu í gær.
Gangan var í um fjörutíu löndum.
Markmiðið er að auka þekkingu á
sjúkdómnum, sýna konum með
hann skilning og samstöðu auk þess
að minna á þörf fyrir göngudeild.
Um tvö þúsund konur eru greindar
á Íslandi með sjúkdóminn. Gulum
borða var nælt í barm heilbrigðis-
ráðherra sem ávarpaði hópinn. - jm
Alþjóðleg samstöðuganga fyrir konur með legslímuflakk og aðstandendur:
Gengu til að vekja vitund fólks
GÖNGUFÓLK
Gulum blöðrum
var haldið á loft
sem tákn fyrir
vitundarvakn-
ingu um leg-
slímuflakk.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐSKIPTI Hagnaður Advania
fyrir afskriftir árið 2013 nam
1.315 milljónum króna saman-
borið við 341 milljón árið áður.
Heildartekjur samstæðunnar
jukust um 2,5 prósent á milli
ára og voru 26.478 milljónir
króna samanborið við 25.829
milljónir árið á undan. Heildar-
afkoman var neikvæð um 360
milljónir króna.
Gestur G. Gestsson, forstjóri
Advania, segist í tilkynningu
vera sáttur við afkomuna og að
hún staðfesti jákvæða þróun í
rekstri samstæðunnar.
- hg
Afkoma Advania árið 2013:
Hagnaður nam
1,3 milljörðum
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
HITI BREYTIST LÍTIÐ Í dag verður stund milli stríða, yfirleitt hægur vindur og
úrkomulítið, þó él á stöku stað við norðurströndina. Á morgun er útlit fyrir vaxandi
SV-átt og töluverða rigningu um tíma suðvestantil.
-2°
6
m/s
2°
3
m/s
4°
2
m/s
6°
8
m/s
Vaxandi
SV-átt,
10-18 m/s
síðdegis.
Lægir
með deg-
inum.
Gildistími korta er um hádegi
7°
19°
5°
18°
18°
9°
18°
8°
8°
20°
17°
18°
18°
16°
18°
14°
11°
19°
4°
3
m/s
4°
3
m/s
2°
3
m/s
-1°
9
m/s
1°
6
m/s
1°
8
m/s
-1°
2
m/s
5°
3°
0°
-2°
2°
4°
1°
1°
3°
-3°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
SUNNUDAGUR
Á MORGUN
Gæði fara aldrei úr tísku
Mest seldu ofnar á Norðurlöndum
10 ára ábyrgð
41% kvenna á aldrinum 25 til 64 ára hefur
lokið háskólanámi.
Um 29 prósent karla á sama aldurs-
bili hafa lokið námi frá háskóla.
Heimild: Jafnréttisstofa
BORGARMÁLIN RÆDD Oddvitar framboðanna í Reykjavík svöruðu spurningum
fréttamanna á Stöð tvö á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR