Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk, Tíska og Förðun. Fataskápurinn. Tinna Hrafnsdóttir. Hönnun og Hannyrðir. Heimili, Mottumars og Samfélgsmiðlanir. 2 • LÍFIÐ 14. MARS 2014 HVERJIR HVAR? ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Umsjón Marín Manda Magnúsdóttir marin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Valgarður Gíslason Lífi ð www.visir.is/lifid Út frá reynslu og kærleika: Vörur fyrir mæður og börn. Börn gera foreldra stolta og hamingjusama, en stundum líka áhyggjufulla og oft skortir gæðavörum sem eiga að fylgja börnunum gegnum þroska þeirra. Sjáðu meira á nuk.com NUK. Understanding Life. Þú breytir hverju augnabliki í eitthvað alveg sérstakt. N u k vö ru m er ki ð er s kr ás et t v ö ru m er ki M A PA G m bH /G er m an y HVER ER? Nafn? Sylvia Briem Friðjónsdóttir Aldur? 24 ára Starf? Er Dale Carnegie-þjálfari, mynd-mixer á RÚV, viðburðastjóri hjá Ölgerðinni, nemandi í Háskóla Íslands, er í Stúdentaráði Háskóla Íslands og í stjórn Heimdallar. Maki? Ég er í sambandi. Stjörnumerki? Krabbi. Hvað fékkstu þér í morgunmat? Ég fékk mér boozt eins og fyrri daginn. Þetta boozt rífur svolítið í og er eitt af mínum uppáhalds. Það er með gul- rótum, engifer, sítrónu, goji-berjasafa, papriku, chia-fræum, próteini og smá cayenne-pipar. Uppáhaldsstaður? Í hornsófanum heima hjá mömmu og pabba finnst mér alltaf gott að vera. Hreyfing? Ég er mjög dugleg að fara í spinning og jóga. Er líka farin að reyna að koma mér í hlaupa- form fyrir sumarið. Finnst heldur ekki leiðinlegt að fara í góða göngutúra þegar veður leyfir. Uppáhaldsfatahönnuður? Ég hika rosalega við þessa spurningu. Það eru svo margir sem mér finnst flottir. Það sem er mér efst í huga þessa stundina er Marc Jacobs. Þ emað er svolítið tengt framtíðar-súrrealisma eða þessum heimi sem ég hef verið að vitna í. Þetta er eins konar sjálf- stætt framhald af sama sögu- þræðinum,“ segir Guðmund- ur Hallgrímsson fatahönnuður þegar talið berst að sam- starfi hans við útivist- armerkið 66°Norð- ur. Nýja fatalín- an, Snow Blind, var kynnt á RFF í fyrra og er nú væntanleg í verslan- ir 66°Norð- ur í mars og verður seld í takmörkuðu upplagi. „Að gera útivistar- fatnað er örlítið hægara tækniferli en gengur og gerist. Út- koman er skemmtileg blanda af þessari tækni sem þau nota og minni sýn, sem er meira á brún- inni í hönnun,“ útskýrir Guð- mundur, sem gengur undir nafn- inu Mundi vondi. Mundi flutti til Berlínar í fyrra í von um að uppfylla draum sinn sem tölvu- leikjahönnuður. Hann hefur nú stofnað tölvuleikjafyrirtæk- ið Klang ásamt öðrum og segist ætla að taka sér örlitla pásu frá fatahönnuninni. Þrátt fyrir það tekur hann þátt í hönnunarsýn- ingunni The Weather Diaries í Frankfurt ásamt fleiri íslensk- um hönnuðum. Sýningin verður haldin í mars. ÚTIVISTARLÍNAN SNOW BLIND ENGU ÖÐRU LÍK Mundi Vondi fatahönnuður í samstarfi við 66°Norður hannar nýja línu sem kemur á markað í mars. Mundi vondi fatahönnuður er sáttur við samstarfið við 66°Norður. „Mér finnst svo gaman að snyrti- vörum og að mála að ég ákvað að gera myndbönd sem eru orðin nokkur núna. Ég hef fylgst með myndböndum á YouTube og svo eru mamma og Helga Gabríela systir mín búnar að kenna mér svo mikið,“ segir hin 14 ára Birta Hlín Sigurðardótt- ir. Birta Hlín stundar nám í Linda- skóla í Kópavoginum og áhuga- málin eru að syngja, dansa og spila á píanó. Förðunarhæfileik- ana á hún ekki langt að sækja, en móðir hennar, Margrét R. Jón- asardóttir, er förðunarmeistari og rekur Make Up Store-verslunina í Smáralind. Margrét segir að dóttirin hafi haft áhugann lengi og að hún sé mjög fær með penslana. Hún sé þó hógvær í að farða sjálfa sig en setji ein- ungis smávegis á sig við spari- leg tækifæri.„Hún á það til að æfa sig hér heima og taka upp myndbönd en svo fjarlægir hún allan farðann af sér áður en hún fer út. Ég tel það nokkuð mikil- vægt, þegar ungar stelpur eru að byrja að farða sig, að þær læri að gera þetta þannig að þetta sé fallegt og vel gert.“ FÖRÐUN UNG STJARNA Í MAKE-UP-HEIMINUM Birta Hlín Sigurðardóttir er upprennandi förðunardama. Áhuginn á förðun er geysimikill og því gerir hún myndbönd í frítíma sínum fyrir ungar stúlkur sem vilja læra tæknina. Birta Hlín Sigurðardóttir hefur nú stofnað sína eigin youtube rás og safnar fylgjendum. Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent við hátíðlega athöfn í Turninum í vikunni þar sem stjórnendur voru verðlaunaðir. Elínrós Lín- dal, forstjóri ELLU, var á meðal verðlauna- hafa en það var forseti Íslands, ÓLafur Ragn- ar Grímsson, sem afhenti verðlaunin. Fjöldi manns mætti eins og Edda Hermannsdóttir, Katrín María Káradóttir, Lilja Rún- arsdóttir, Lovísa Tómasdóttir, Særós Mist, Edda Jónsdóttir og Gunnhildur Arnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.