Fréttablaðið - 14.03.2014, Qupperneq 24
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk, Tíska og Förðun. Fataskápurinn. Tinna Hrafnsdóttir. Hönnun og Hannyrðir. Heimili, Mottumars og Samfélgsmiðlanir.
2 • LÍFIÐ 14. MARS 2014
HVERJIR
HVAR?
ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is
Umsjón Marín Manda Magnúsdóttir marin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is
Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Valgarður Gíslason
Lífi ð
www.visir.is/lifid
Út frá reynslu og kærleika:
Vörur fyrir mæður og börn.
Börn gera foreldra stolta og hamingjusama,
en stundum líka áhyggjufulla og oft skortir
gæðavörum sem eiga að fylgja börnunum
gegnum þroska þeirra.
Sjáðu meira á nuk.com
NUK. Understanding Life.
Þú breytir hverju
augnabliki í eitthvað
alveg sérstakt.
N
u
k
vö
ru
m
er
ki
ð
er
s
kr
ás
et
t v
ö
ru
m
er
ki
M
A
PA
G
m
bH
/G
er
m
an
y
HVER ER?
Nafn?
Sylvia Briem
Friðjónsdóttir
Aldur? 24 ára
Starf? Er Dale Carnegie-þjálfari,
mynd-mixer á RÚV, viðburðastjóri
hjá Ölgerðinni, nemandi í Háskóla
Íslands, er í Stúdentaráði Háskóla
Íslands og í stjórn Heimdallar.
Maki? Ég er í sambandi.
Stjörnumerki? Krabbi.
Hvað fékkstu þér í morgunmat? Ég
fékk mér boozt eins og fyrri daginn.
Þetta boozt rífur svolítið í og er eitt af
mínum uppáhalds. Það er með gul-
rótum, engifer, sítrónu, goji-berjasafa,
papriku, chia-fræum, próteini og smá
cayenne-pipar.
Uppáhaldsstaður? Í hornsófanum
heima hjá mömmu og pabba finnst
mér alltaf gott að vera.
Hreyfing? Ég er mjög dugleg að
fara í spinning og jóga. Er líka farin
að reyna að koma mér í hlaupa-
form fyrir sumarið. Finnst heldur ekki
leiðinlegt að fara í góða göngutúra
þegar veður leyfir.
Uppáhaldsfatahönnuður? Ég hika
rosalega við þessa spurningu. Það
eru svo margir sem mér finnst flottir.
Það sem er mér efst í huga þessa
stundina er Marc Jacobs.
Þ
emað er svolítið tengt
framtíðar-súrrealisma
eða þessum heimi sem
ég hef verið að vitna í.
Þetta er eins konar sjálf-
stætt framhald af sama sögu-
þræðinum,“ segir Guðmund-
ur Hallgrímsson fatahönnuður
þegar talið berst að sam-
starfi hans við útivist-
armerkið 66°Norð-
ur. Nýja fatalín-
an, Snow Blind,
var kynnt á
RFF í fyrra
og er nú
væntanleg
í verslan-
ir 66°Norð-
ur í mars og
verður seld í
takmörkuðu
upplagi. „Að
gera útivistar-
fatnað er örlítið
hægara tækniferli
en gengur og gerist. Út-
koman er skemmtileg blanda af
þessari tækni sem þau nota og
minni sýn, sem er meira á brún-
inni í hönnun,“ útskýrir Guð-
mundur, sem gengur undir nafn-
inu Mundi vondi. Mundi flutti
til Berlínar í fyrra í von um að
uppfylla draum sinn sem tölvu-
leikjahönnuður. Hann hefur nú
stofnað tölvuleikjafyrirtæk-
ið Klang ásamt öðrum og segist
ætla að taka sér örlitla pásu frá
fatahönnuninni. Þrátt fyrir það
tekur hann þátt í hönnunarsýn-
ingunni The Weather Diaries í
Frankfurt ásamt fleiri íslensk-
um hönnuðum. Sýningin verður
haldin í mars.
ÚTIVISTARLÍNAN SNOW
BLIND ENGU ÖÐRU LÍK
Mundi Vondi fatahönnuður í samstarfi við 66°Norður hannar nýja línu sem kemur á markað í mars.
Mundi vondi fatahönnuður er sáttur við samstarfið við 66°Norður.
„Mér finnst svo gaman að snyrti-
vörum og að mála að ég ákvað
að gera myndbönd sem eru
orðin nokkur núna. Ég hef fylgst
með myndböndum á YouTube
og svo eru mamma og Helga
Gabríela systir mín búnar að
kenna mér svo mikið,“ segir hin
14 ára Birta Hlín Sigurðardótt-
ir. Birta Hlín stundar nám í Linda-
skóla í Kópavoginum og áhuga-
málin eru að syngja, dansa og
spila á píanó. Förðunarhæfileik-
ana á hún ekki langt að sækja,
en móðir hennar, Margrét R. Jón-
asardóttir, er förðunarmeistari og
rekur Make Up Store-verslunina
í Smáralind. Margrét segir að
dóttirin hafi haft áhugann lengi
og að hún sé mjög fær með
penslana. Hún sé þó hógvær í
að farða sjálfa sig en setji ein-
ungis smávegis á sig við spari-
leg tækifæri.„Hún á það til að
æfa sig hér heima og taka upp
myndbönd en svo fjarlægir hún
allan farðann af sér áður en hún
fer út. Ég tel það nokkuð mikil-
vægt, þegar ungar stelpur eru að
byrja að farða sig, að þær læri
að gera þetta þannig að þetta sé
fallegt og vel gert.“
FÖRÐUN UNG STJARNA Í
MAKE-UP-HEIMINUM
Birta Hlín Sigurðardóttir er upprennandi förðunardama. Áhuginn á förðun er geysimikill
og því gerir hún myndbönd í frítíma sínum fyrir ungar stúlkur sem vilja læra tæknina.
Birta Hlín
Sigurðardóttir hefur nú stofnað sína
eigin youtube rás og safnar fylgjendum.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent við
hátíðlega athöfn í Turninum í vikunni þar sem
stjórnendur voru verðlaunaðir. Elínrós Lín-
dal, forstjóri ELLU, var á meðal verðlauna-
hafa en það var forseti Íslands, ÓLafur Ragn-
ar Grímsson, sem afhenti verðlaunin. Fjöldi
manns mætti eins og Edda
Hermannsdóttir, Katrín
María Káradóttir, Lilja Rún-
arsdóttir, Lovísa Tómasdóttir,
Særós Mist, Edda Jónsdóttir
og Gunnhildur Arnarsdóttir.