Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 29
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 14. MARS 2014 • 7 arnarbíói sem frumsýnt verður í nslu af, að berjast við barnleysi. ófrísk af tvíburum og segir það stórkostlegt hlutskipti að vera tvíburamamma. „Mitt æðsta takmark er að reynast drengj- unum okkar góð mamma og mér er það kannski sérstaklega hugleikið þar sem ég þurfti að bíða svo lengi eftir þeim. Þeir eru á góðum leikskóla á vegum Hjallastefnunnar og á meðan þeir eru þar sinni ég leiklist- inni. Leikhúsheimurinn er þannig að maður þarf oft að skapa sér verkefni sjálfur, sýna frumkvæði og fá aðra í lið með sér. Sú staða getur falið í sér spennandi áskorun. Mig lang- ar til að halda áfram að skapa, leika meira, leikstýra meira og skrifa meira – og þá ekki bara fyrir skúffuna. En eitt í einu. Allt tekur sinn tíma og hefur sinn tíma. Ég trúi því að flest allt hafi tilgang. Við erum hér til að læra. Sjálf hef ég ákveðið að reyna að nýta mína reynslu til að verða betri manneskja og með listsköpun leggja mitt af mörkum til að sýna að lífið er eins og það er – flókið, erfitt og sársaukafullt en um leið fallegt og stórkostlegt.“ Meiri leiklist á döfinni Fram undan eru fleiri skemmti- leg verkefni. Nýlega fékk Tinna ásamt leikkonunum Elmu Lísu Gunnarsdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttur, styrk frá menntamálaráðuneytinu til að sviðsetja nýtt leikverk eftir Auði Övu Ólafsdóttur rithöfund. „Það verður sett upp á næsta leikári en hvar og hvenær hefur enn ekki verið ákveðið. Í þeirri sýningu verð ég í hópi leikaranna og hlakka mikið til. Mig grunar þó að leikstjórinn í mér muni halda áfram að reyna að finna leiðir til að láta til sín taka. Ég er líka með ýmis verk- efni í bígerð, tengd kvikmynda- bransanum, sem munu kannski finna sér farveg seinna ef tími gefst til.“ Myndaalbúmið Partur af leikhópnum í Útundan. ● Tinna með barnsföður sínum, Sveini Geirssyni, og sonum sínum, Starkaði Mána og Jökli Þór. ● Tinna var tilnefnd til Eddunnar fyrir hlutverk sitt í Veðramótum, kvikmynd eftir Guðnýju Hallsdórsdóttur. ● Hilmir Snær er með henni á myndinni. Í baráttu sem þessari er mik- ilvægast af öllu að halda í von- ina. Ég vildi trúa því að þetta myndi takast, það var eitt- hvað sem sagði mér það – en um leið nærðist ég á sögum af pörum sem höfðu glímt við langvarandi ófrjósemi og á endanum náð að eignast barn saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.