Fréttablaðið - 15.10.2015, Síða 2
Veður
Í dag verða suðvestan 8 til 13 metrar
á sekúndu á landinu, en þó gæti verið
heldur hvassara nyrst. Með hlýju
lofti kemur raki og því má búast við
súldarlofti sunnan og vestanlands
en útlit fyrir bjartviðri um austanvert
landið. Sjá SÍðu 40
Skólabörn skunda á brott
Afþreying Lokið hefur verið við
hönnun á nýju stigakerfi fyrir
íslenska útgáfu skrafls, stafaleiks
ins sem byggir á erlendu útgáfunni
Scrabble. Að nýja skraflinu stendur
Skraflfélag Íslands og segir Jóhann
es Benediktsson, formaður félags
ins, að vinna við nýja stigakerfið
hafi verið afar umfangsmikil og
staðið yfir síðasta hálfa árið.
Gamla stigakerfið segir hann
vera frá 1990. Það hafi verið búið
til af metnaði, en um leið nokkrum
vanefnum, enda ekki við tölvukost
nútímans að styðjast. Við nánari
skoðun hafi það reynst mein
gallað. Hafi leikmaður dregið eina
úið voru til dæmis yfir helmings
líkur á sigri hans. Þessi og fleiri van
kantar hafi verið lagaðir. „Til dæmis
getur sá sem spilar skrafl í nýja kerf
inu fundið 70 prósentum fleiri orð
þegar hann dregur stafi af handa
hófi úr pokanum, því stafirnir
endurspegla nú íslenskuna betur.“
Jóhannes líkir breytingunni við að
teknir hafi verið upp alvöruspaðar í
borðtennisleik í stað panna.
Í vinnslu nýja kerfisins segir
Jóhannes að virkjaðir hafi verið
allir helstu skraflsérfræðingar
landsins, um 40 talsins, þar á meðal
tölvukarlarnir Hjálmar Gíslason og
Vilhjálmur Þorsteinsson og stærð
fræðingarnir Stefán Ingi Valdimars
son og Sigrún Helga Lund. Þá hafi
verið leigður tími í ofurtölvu til að
aðstoða við tölfræðilegan saman
burð á rúmlega 10 milljón mögu
legum „niðurlögnum“ í leiknum.
Hefðbundið skrafl segir Jóhannes
að hafi verið uppselt hér á landi
síðustu ár, en leikurinn sé engu að
síður afar vinsæll. Fólk spili þetta
heima hjá sér og að auki leiki um
ellefu þúsund manns reglulega
skrafl á netinu, á vefnum Netskrafl.
is. Höfundur netskraflsins er Vil
hjálmur Þorsteinsson og segir
Jóhannes að þar verði nýja kerfið
líka tekið upp á næstu dögum. Þá sé
von á skrafli um næstu jól sem taki
mið af þessu „nýja“ eða „íslenska“
kerfi og verði með nýja stafapok
ann.
Breytingin segir Jóhannes að sé
stórmál og jafngildi því í raun að
skipta um reglur í skák. Á alþjóða
vísu hafi hins vegar lengi verið
ræddar breytingar á kerfinu án
þess að menn hafi getað komið
sér saman um þær. „Þetta kemur
væntan lega til með að vekja mikla
athygli ytra.“ olikr@frettabladid.is
Hafa endurhannað
vinsælan stafaruglsleik
Þeir geta glaðst sem leiðist fjöldi e-a í skrafli. Ofurtölva og helstu sérfræðingar
landsins komu að gerð nýs stigakerfis fyrir stafa ruglsleikinn vinsæla. Kerfið
verður tekið upp í leiknum netskrafl.is á netinu og von á útgáfu í verslanir líka.
Jóhannes Benediktsson, formaður Skraflfélags Íslands, heimsækir reglulega
móðurömmu sína, Guðbjörgu Lilju Maríusdóttur, til að spila við hana skrafl.
FréttaBLaðið/anton
Stjórnmál Arctic Circleráðstefnan
verður sett í dag. Formleg dagskrá
hefst með ljósmyndasýningu fyrir
utan Hörpu klukkan 17.30.
Ráðstefnan, sem snýr að málefn
um norðurslóða, fer fram í Hörpu og
stendur allt fram á næsta sunnudag.
Meðal þeirra sem koma fram á ráð
stefnunni eru Ólafur Ragnar Gríms
son forseti, Albert fursti af Mónakó
og Philippe Couillard, ríkisstjóri
Québec.
Ýmsir fræðimenn munu flytja
ávarp á ráðstefnunni, meðal ann
ars frá Háskólanum í Reykjavík,
Háskóla Íslands, MIT, Harvard og
Tuftsháskóla.
Ólafur Ragnar sagði á Bylgjunni
að ráðstefnan væri vettvangur fyrir
þjóðina til þess að fylgjast með því
hvernig staða Íslands breytist. – sg
Arctic Circle-
ráðstefnan
hefst í dag
Þessir hressu krakkar áttu leið um Langholtsveginn í gær. Þegar þvera þarf götuna er gott að hafa þá sem eldri eru til að líta eftir sér. FréttaBLaðið/GVa
Til dæmis getur sá
sem spilar skrafl í
nýja kerfinu fundið 70 pró-
sentum fleiri orð þegar hann
dregur stafi af handahófi úr
pokanum.
Jóhannes Benediktsson,
formaður Skraflfélags Íslands
Alþingi Katrín Jakobsdóttir, for
maður Vinstri grænna, vill rann
sókn á aðgerðum stjórnvalda
gagnvart íslenskum konum á her
námsárunum. Katrín ræddi þetta
málefni undir liðnum störf þings
ins á þessu á Alþingi í gær og óskaði
eftir svari frá innanríkisráðherra
vegna málsins.
Katrín vakti máls á þessu í tilefni
af heimildarmyndinni Stúlkurnar
á Kleppjárnsreykjum, sem sýnir
aðstæður sem urðu til þess að fjöldi
stúlkna var vistaður á vinnuhæli.
„Þær aðstæður voru […] her
námið 1940 sem olli þvílíkum usla
í íslensku sam félagi að gripið var til
ótrúlegra ráðstafana til að stöðva
samskipti þessara stúlkna sem
voru á öllum aldri, allt frá ungum
stúlkum upp í konur á sjötugsaldri,
við hina erlendu hermenn.“
Katrín benti á að svo langt var
gengið að sett voru neyðarlög til að
lækka sjálfræðisaldur til að hægt
væri að koma höndum yfir þessar
ungu konur. – bo
Katrín vill
rannsókn
Katrín Jakobsdóttir vill að aðgerðir
gegn ástandskonunum verði rannsak-
aðar. FréttaBLaðið/Ernir
Gripið var til
ótrúlegra ráðstafana
til að stöðva samskipti
þessara stúlkna.
Katrín Jakobsdóttir,
formaður Vinstri grænna
1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 f i m m t u D A g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð