Fréttablaðið - 15.10.2015, Page 20

Fréttablaðið - 15.10.2015, Page 20
„Það er oft eins og nemendum finn­ ist þeir vera að læra fyrir kennarann eða mömmu og pabba. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru að þessu fyrir sig. Ég hef oft hugsað um hvernig hægt sé að breyta þessu viðhorfi þeirra.“ Þetta segir Elísabet Jónsdóttir, sem kennir íslensku og lífsleikni á unglingastiginu í Lága­ fellsskóla í Mosfellsbæ. Þegar  Elísabet fór á námskeið  í markþjálfun kviknaði hjá henni hugmynd um að kenna markmiða­ setningu á unglingastiginu. Hún sótti um styrk hjá Sprotasjóði til að búa til nýja valgrein og hefst kennsl­ an eftir áramót. Nú þegar hafa tæp­ lega 40 nemendur í 9. og 10. bekk skráð sig í námið. „Ég er búin að vera kennari í mörg ár og einnig deildarstjóri. Mér finnst nemendur ekki taka nægilega ábyrgð. Ég vænti þess að eftir nám í markmiðasetningu uppgötvi þeir að þeirra er ábyrgðin á náminu og að þeirra er valið út frá eigin styrk­ leika og áhugasviði. Áherslan verður á að kenna nemendum að setja sér markmið,“ segir Elísabet. Hún sér fyrir sér að markmiða­ setning verði ekki bara valgrein í framtíðinni heldur sjálfstætt fag. Í Lágafellsskóla er lífsleikni sjálfstæð námsgrein en ekki hluti af sam­ félagsfræði, sem hún er samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í lífsleikni kynnast nemendur alls kyns málefnum sem lúta að dag­ legu lífi, að því er Elísabet greinir frá. „Þeir fá fræðslu um mann­ réttindi,  það er unnið með sjálfs­ öryggi og námstækni. Kynfræðsla, fjármálalæsi, forvarnir, jafnrétti, hugleiðsla og jóga er meðal þess sem þeir fræðast um auk þess sem við förum og  heimsækjum fram­ haldsskóla og kynnum okkur nám í þeim.“ Elísabet er viss um að auk lífs­ leikni muni kennslan í markmið­ asetningu búa nemendur vel undir lífið. ibs@frettabladid.is Finnst þeir læra fyrir kennara og foreldra Kenna á markmiðasetningu á unglingastiginu í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Vonast er til að nemendur uppgötvi að ábyrgðin á náminu er þeirra. Elísabet Jónsdóttir, kennari á unglingastiginu í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, væntir þess að geta breytt viðhorfi nemenda til námsins með kennslu í markmiðasetningu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Af 250 Norðmönnum sem þátt tóku í rannsókn norskra, breskra og ítalskra vísindamanna reyndust 247 vera með eitur frá myglusveppi í kornafurðum í þvagi. Aðeins þrír voru ekki með eitr­ ið deoksynivalenol, DON, í þvaginu. Mesta magnið reyndist vera í þvagi barna en þau borða hlutfallslega meira af mat en fullorðnir miðað við líkamsþyngd. Í frétt á vef norska ríkisútvarpsins er vitnað í nefnd sérfræðinga um matvælaöryggi sem fyrir tveimur árum hafði áhyggjur vegna barna sem borða graut og brauð í miklu magni. Ekki er útilokað að lang­ varandi neysla eitursins geti verið skaðleg heilsunni. Matvælaöryggisstofnun Evrópu­ sambandsins hyggst nú nota niðurstöður norsku rann­ sóknarinnar til að reyna að reikna út hversu mikið af fyrrgreindu eitri var í matnum sem þátttakendur í rannsókn­ inni neyttu. Mögulega verður hægt að ráðleggja hversu mikils af eitrinu verður hægt að neyta án þess að það valdi skaða. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að niðurstöður franskrar rann­ sóknar hafi sýnt bólguviðbrögð í heila og öðrum líffærum músa sem gefið var á hverjum degi í einn mánuð jafn mikið af eitrinu DON og norskir táningar fá í sig. Enn sé aðeins um vísbendingar að ræða sem rannsaka þurfi nánar áður en hægt verður að segja til um áhrifin á heilsu manna. – ibs Eitur í þvagi frá myglusveppi í kornafurðum Eitur í þvagi Norðmanna frá myglu- sveppi í kornafurðum er talið stafa af neyslu morgunkorns og brauðs. Á Ítalíu er samhengi milli neyslu pasta og eitursins í þvagi en í Bretlandi er eitrið í þvaginu rakið til kexáts. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Það er oft eins og nemendum finnist þeir vera að læra fyrir kennarann eða mömmu og pabba. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru að þessu fyrir sig. Reykjavíkurborg  og Fuglavernd standa fyrir fuglaviku í Reykjavík dagana 17.­23. október þar sem boðið verður upp á margs konar fræðsluviðburði. Markmiðið  er að vekja athygli á því fjölskrúðuga fuglalífi sem glæðir borgina árið um kring, gildi þess fyrir borgarbúa og mikilvægi Reykjavíkur og nágrenn­ is fyrir viðkomu og velferð íslenskra fugla. Boðið verður upp á fjölmargar fuglaskoðanir í Fuglaviku, þ. á m. fuglaskoðun ætlaða börnum og fuglaskoðun á ensku. Þessar fugla­ skoðanir verða víða í borginni á þekktum fuglastöðum. Dagskrá Fuglaviku er aðgengileg á vef Fuglaverndar, fuglavernd.is, og á vef borgarinnar, reykjavik.is. Einnig má finna síður fyrir einstaka við­ burði á Facebook. Í tilefni Fuglaviku kemur út nýr fræðslubæklingur, Fuglaskoðun í Reykjavík, sem verður aðgengilegur á netinu frá og með 17. október. Fuglavika í Reykjavík Fuglalíf við Tjörnina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Áreiðanleg, traust og afkastamikil arskiptanet og upplýsingakerfi fyrir fyrirtæki Stórhöfða 23 | sími 415 1500 www.simafelagid.is | simafelagid@simafelagid.is fjölskyldan 1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r20 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.