Fréttablaðið - 15.10.2015, Side 22

Fréttablaðið - 15.10.2015, Side 22
Japanska flugfélagið All Nippon Airways hefur látið merkja Boeing 787-9 þotu flugfélagsins með tilvísunum í Stjörnustríðsmyndirnar. Flugvélin hefur verið nefnd eftir vélmenninu geðþekka R2-D2. Fyrsta flug þotunnar verður frá Tókýó á laugardaginn, ætlað aðdáendum myndarinnar sem gert verður að klæðast Stjörnustríðsbúningum í fluginu. nordicphotos/afp Stjörnustríð í háloftunum Ekki er búið að kynna afstöðu Seðlabanka vegna áforma slita­ stjórna föllnu bankanna um greiðslu stöðugleikaframlags fyrir stýrinefnd um afnám fjármagns­ hafta. Bjarni Benediktsson fjár­ málaráðherra hefur verið staddur erlendis á ársfundi Alþjóðagjald­ eyrissjóðsins í Perú og heimsfundi OECD í Mexíkó en hann kemur til landsins í dag. Kynna átti afstöðu Seðlabank­ ans opinberlega þriðjudaginn 6. október samhliða útgáfu ritsins Fjármálastöðugleika. Því var frestað þar sem ekki hefði tekist að kynna málið fyrir stýrinefnd­ inni. – sg Nefndin enn ekki fengið kynningu Fasteignaverð mun hækka um 25 pró­ sent á þessu ári og út árið 2017 gangi ný þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Íbúðarverð muni því hækka um 16 prósent að raunvirði á spátímabilinu. Þá verði raunverð íbúðarhúsnæðis orðið hærra en það var árið 2005 og því „nokkuð hátt sögulega séð“. Aðspurður hvort hætta sé á fast­ eignabólu segir  Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka, að hafa þurfi auga með verðþróun á ákveðnum svæðum, til að mynda í miðbæ Reykjavíkur. „En við erum ekki að segja að hækkanirnar séu ekki studdar efna­ hagslegum rökum, alls ekki því að fasteignaverð hefur fylgt ágætlega vel launaþróun og kaupmáttarþróun.“ segir Ingólfur en Íslandsbanki spáir ríf­ lega 5 prósenta vexti kaupmáttar launa bæði árin 2015 og 2016. Þá sé ekki að sjá að hækkun íbúða­ verðs sé drifin áfram af lántökum líkt og gerðist á árunum fyrir banka­ hrun. Skuldir almennings séu fremur að lækka. Einnig sé búið að herða á reglum um greiðslumat. Verðhækkanir í póstnúmeri 101 skýrist að stórum hluta af vexti ferða­ þjónustunnar enda hefur mikið  af íbúðum þar verið leigt út til ferða­ manna. Ingólfur bendir á að þau hótelherbergi sem nú séu í byggingu muni rétt ná að halda í við fjölgun ferðamanna. Því sé ekki að vænta að nýjar hótel­ byggingar nái að mæta eftirspurn eftir húsnæði í miðbæ Reykjavíkur. Ingólfur segir merkilega lítið hafa verið byggt af íbúðum að undanförnu miðað við hve fasteignaverð hefur hækkað hratt og mikið. „Þar vil ég meina að hertar reglur um gæði eigna séu að halda svolítið aftur af því annars vegar og hins vegar var talsvert af ónýttum eignum á hliðar línunni eftir hrunið sem þurfti að koma í umferð áður en menn fóru að byggja nýtt,“ segir hann og bætir við: „Fjárfesting í íbúðarhúsnæði heldur áfram að vera tiltölulega lítil og nær ekki nema rétt upp í meðaltal síðustu áratuga sem hlutfall af lands­ framleiðslu undir lok spátímabilsins þrátt fyrir að menn sjái hér krana í hverju horni.“  Helst verði það áform stjórnvalda um að byggja 2.300 nýjar félagslegar leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem muni drífa áfram fjárfestingar í íbúðar­ húsnæði. ingvar@frettabladid.is Búast við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs Íslandsbanki spáir því að húsnæðisverð hækki um fjórðung til ársloka 2017. Þá verði fasteignaverð hærra að raungildi en árið 2005. Fylgjast þurfi vel með fasteignaverði í miðbænum. Lítið hafi verið byggt miðað við verðhækkanir. Twitter hefur ráðið fyrrverandi for­ stöðumann viðskiptasviðs Google, Omid Kordestani, sem nýjan stjórnar formann fyrirtækisins. Kordestani er fyrsti stjórnarfor­ maður Twitter sem ráðinn er utan fyrirtækisins. Vonir eru bundnar við það að hann geti veitt fyrirtækinu nýja innsýn, en það hefur átt í miklum erfiðleikum við að fjölga notendum sínum umfram 300 milljónir mán­ aðarlega. Twitter tilkynnti í vikunni að til stæði að fækka starfsmönnum um 336 vegna skipulagsbreytinga. Kordestani hóf störf hjá Google árið 1999 en sagði upp störfum  í ágúst. Í millitíðinni var hann ráð­ gjafi Google á meðan það gekkst undir breytingar og varð að Alphabet.  Kordestani hafði ekki verið mjög virkur á Twitter áður en hann var ráðinn, og hafði einungis tíst átta sinnum, hann hefur nú tíst fjórum sinnum í viðbót um nýja starfið. – sg Nýr stjórnarformaður Twitter tíst tólf sinnum „Eins og staðan er núna er ég mjög efins um að það sé raunhæfur mögu­ leiki,“ segir Björn Óli Hauksson, for­ stjóri Isavia, um áform um að byggja nýjan alþjóðaflugvöll við Hvassahraun. Niðurstaða skýrslu Rögnunefndar­ innar sem birtist í sumar var að hag­ kvæmast væri að byggja flugvöll fyrir innanlandsflug í Hvassahrauni af þeim kostum sem komu til skoðunar. Ein helsta forsendan fyrir því væri að flugvöllurinn gæti orðið alþjóðaflug­ völlur sem myndi taka við millilanda­ flugi af Keflavíkurflugvelli. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sendi innanríkisráðu­ neytinu bréf í sumar þar sem óskað var eftir að hefja viðræður um stofn­ un undirbúningsfélags um flugvöll í Hvassahrauni. Því bréfi hefur enn ekki verið svarað. Björn telur brýnt að hefja uppbygg­ ingu á Keflavíkurflugvelli sem fyrst því hann sé nú þegar sprunginn á háanna­ tíma. Búist er við að umferð um flug­ völlinn muni nær tvöfaldast fram til ársins 2020. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir að fyrsta áfanga við stækkun flugvallarins muni hefjast árið 2017 og kosti 70 til 90 milljarða króna. Eigi að færa milli­ landaflug í Hvassahraun tefjist það að Ísland geti tekið á móti auknum straumi ferðamanna. – ih Millilandaflug ekki bæði í Keflavík og Hvassahrauni fasteignaverð hefur hækkað einna mest í miðbæ reykjavíkur. fréttablaðið/vilhelm Fjárfesting í íbúðar- húsnæði heldur áfram að vera tiltölulega lítil og nær ekki nema rétt upp í meðaltal síðustu áratuga sem hlutfall af landsframleiðslu undir lok spátímabilsins þrátt fyrir að menn sjái hér krana í hverju horni. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka omid Kordestani nýr stjórnar- formaður Twitter Eins og staðan er núna er ég mjög efins um að það sé raun- hæfur mögu- leiki. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia „Þetta verða eins konar þjálfunar­ búðir fyrir stjórnarmenn og stjórnar­ formenn, bæði núverandi og verð­ andi,“ segir Eyþór Ívar Jónsson um nýtt nám  sem ætlað er núverandi og verðandi stjórnarmönnum fyrirtækja. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti og Viðskiptafræði­ stofnun standa að náminu og hefst námið í nóvember. Eyþór segir ekki vanþörf á að þjálfa stjórnarmenn enda sé stjórnar seta flókið starf. Stjórnarmenn hafi oft lítinn tíma til að kynna sér mál og þurfi að vera vel inni í mörgum hlið­ um fyrirtækjareksturs. Námið verði byggt upp á samræðum og  raun­ dæmum sem fólk úr atvinnulífinu leggur fyrir nemendur. – ih Kemur á fót námi fyrir stjórnarmenn Viðskipti 1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r22 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.