Fréttablaðið - 15.10.2015, Qupperneq 28
Á v e r ð b ó l g u f r a m s ó k n a r árunum bjuggu aðilar vinnumarkaðarins til sjálf
virkt en ósjálfbært launahækk
unarkerfi með því að verðlags
leiðrétta laun á þriggja mánaða
fresti. Afleiðingin varð margþvælt
og margþætt höfrungahlaup þar
sem launabreytingar kölluðu á
verðbreytingar sem kölluðu á
launahækkanir og svo koll af kolli.
Kerfinu var kippt úr sambandi eftir
að árshraði verðbólgunnar hafði
komist í eða yfir 100% og í ljósi
fyrirliggjandi aflabrests árið 1983.
Á síðustu misserum hefur aðil
um vinnumarkaðarins aftur tek
ist að koma sér í nauð sjálfvirkra
hækkanareglna. Á framsóknarára
tugunum sögðust menn vera að
semja um raunlaun. Núna er við
miðunin að hver launþegahópur
haldi sínu sæti samanborið við
alla aðra. Þessi nýja aðferðafræði
er alveg jafn eitruð og verðlags
leiðréttingin forðum daga.
Á ytra borði búa Noregur og
Svíþjóð við svipaða uppbyggingu
vinnumarkaðarins og við. Þar búa
útflutningsgreinar sem ekki ráða
verðlagningu afurða sinna í sam
býli við greinar sem þjónusta inn
lendan markað og geta auðveld
lega velt kostnaðarhækkunum yfir
í verðlagið. Rétt eins og á Íslandi.
Þó hefur launahækkunartakturinn
verið annar og raunlaunahækkun
meiri.
Samtök atvinnulífsins og
Alþýðu samband Íslands hafa
réttilega bent á að árangur þess
ara landa megi rekja til þess hversu
mótandi áhrif útflutningsgrein
arnar hafa á almenna nafnlauna
hækkun. Valin verkalýðsfélög á
almennum markaði semja fyrst
við samtök útflutningsfyrirtækja.
Almennar hækkanir sem þessir
aðilar semja um ganga yfir til allra
á almenna markaðnum.
Sérkjarasamningar
En þar með er ekki öll sagan sögð.
Meira en helmingur launahækk
ana á almennum markaði á upp
runa sinn í sérkjarasamningum
sem gerðir eru í hverju fyrirtæki
fyrir sig eftir að heildarsamtök
hafa lokið sínum samningum.
Verkalýðsfélögin geta beitt verk
fallsvopninu í stóru samflotunum.
Fyrirtækjasamningarnir eru gerðir
undir formerkjum friðarskyldu.
Deildir verkalýðsfélaganna og
yfirmenn hvers fyrirtækis fyrir sig
semja um hagræðingaraðgerðir
(draga úr mannahaldi, hagræða
kaffitímum, stytta verkferla) og
skipta ávinningnum á milli sín.
Þetta fyrirkomulag dregur úr
þrýstingi á almennar launahækk
anir og á sinn þátt í hraðri fram
leiðniþróun í löndunum tveimur.
Þess ber að geta að illa hefur
gengið að koma þessu tveggja
þrepa kerfi á í opinbera geiranum,
enda er „varan“ sem hið opinbera
framleiðir flóknari og erfiðari í
mælingu en tilfellið er í einkageir
anum. En aukin tölvuvæðing og
bættar mælingaraðferðir eru að
breyta þeirri mynd.
Af umræðu um norræna samn
ingalíkanið undanfarnar vikur
hefur mátt skilja að inntak þess
væri að þvinga stéttarfélög og
atvinnurekendur utan útflutnings
greinanna til að fara eftir forskrift
sem gefin væri af stéttarfélögum
og atvinnurekendum innan þess
hóps. Það er fjarri lagi hvað varðar
fyrirtækjasamningana. Verði fyrir
tæki og stéttarfélag sammála um
hagræðingarleiðir skipta aðilar
ávinningi hagræðingarinnar á milli
sín. Þetta getur átt við bæði í einka
rekstri og opinberum rekstri. Það
fer því víðsfjarri að allir launþegar
sitji við sama launahækkunarborð
ið allan tímann. Þar er sveigjanleiki
stikkorð frekar en stífni.
Í lokin má geta þess að fram
haldsskólasamningurinn sem
gerður var sl. vor bar ýmis merki
fyrirtækjasamnings af norrænu
gerðinni, þar sem aðilar komu sér
saman um hagræðingaraðgerðir
og skiptu með sér fjárhagslegum
ávinningi, báðum til hagsbóta ef
að líkum lætur.
Höfrungahlaupið
og friðarskylda
Þórólfur
Matthíasson
varaformaður Fé-
lags prófessora og
situr í samninga-
nefnd félagsins
Verði fyrirtæki og stéttarfélag
sammála um hagræðingar-
leiðir skipta aðilar ávinningi
hagræðingarinnar á milli
sín. Þetta getur átt við bæði
í einkarekstri og opinberum
rekstri.
Völd fjármálakerfisins eru allsráðandi í lífi okkar. Bankarnir hafa hagnast um
rúma fjögur hundruð milljarða frá
hruni. Samtímis eru til einstakling
ar í þjóðfélagi okkar sem þurfa að
velja á milli lyfja og matar. Alþingi
Íslendinga horfir á án inngripa og
samþykkir því glæpinn. Alþingi er
stjórnað af sérhagsmunaaðilum og
fátækir Íslendingar teljast ekki til
þeirra. Þeir hvorki þrýsta né setja
úrslitakosti eða múta.
Verðtryggingin hefur verið nefnd
„vítisvél andskotans“ og eiga erlend
ir bankastarfsmenn oft erfitt með
að skilja hana. Hvernig getur bara
annar aðilinn alltaf grætt, spyrja
þeir. Þeir eru vanir vissum ófyrir
sjáanleika í störfum sínum sem
íslenska bankakerfið hefur ekki haft
manndóm í sér til að takast á við.
Lánardrottnar á Íslandi, bankar
og lífeyrissjóðir ætla sér að halda í
verðtrygginguna hvað sem það kost
ar. Þeir græða á henni og hún veitir
þeim yfirburðastöðu. Lánardrottinn
á Íslandi sem veitir verðtryggt lán
getur ekki tapað, bara lántakandinn
meðan hann stendur í skilum. Sá
fyrirsjáanleiki er ekki til staðar hjá
erlendum lánastofnunum. Þannig
sogar verðtryggingin sjálfvirkt fjár
muni dag og nótt frá almenningi til
lánardrottna, alla daga ársins. Síðan
fá bankamenn bónusa fyrir snilld
ina. Til að bæta gráu ofan á svart þá
veldur verðtryggingin verðbólgu og
hver græðir á því?
Þessu verður að breyta, það er
réttlætismál. Dögun, stjórnmála
samtök um réttlæti, sanngirni og
lýðræði, ætlar að breyta þessu.
Samkvæmt skoðanakönnun Hags
munasamtaka heimilanna vilja 80%
landsmanna afnema verðtrygging
una. Fimmflokkurinn hefur marg
lofað að afnema verðtrygginguna en
hefur aldrei staðið við það og mun
ekki gera það. Þess vegna er sterk
asta vonin að styðja Dögun til áhrifa
sem mun afnema verðtrygginguna,
hvað sem tautar og raular.
Verðtrygginguna burt
Á Vesturlöndum er ristil og endaþarmskrabbamein (hér eftir í greininni nefnt
ristilkrabbamein) algengasta
dánarorsök af völdum krabba
meina sem ekki má beinlínis rekja
til reykinga. Um 5% fólks í þessum
heimshluta munu greinast með
sjúkdóminn einhvern tímann á
lífsleiðinni. Sjúkdómurinn er ill
vígur en í langflestum tilfellum
læknan legur, ef hann greinist
snemma í sjúkdómsferlinu.
Á Íslandi er ristilkrabbamein
þriðja algengasta krabbameinið
hjá báðum kynjum og í öðru sæti
í dánartíðni vegna krabbameins.
Árlega hafa að meðaltali greinst
hér á landi á undanförnum árum
rúmlega 130 ný tilfelli af ristil
krabbameini og skráð eru árlega að
meðaltali 52 dauðsföll af völdum
sjúkdómsins. Það þýðir að einn
Íslendingur deyr í viku hverri
vegna ristilkrabbameins.
Árveknisátakið „Bleika slaufan“
stendur nú yfir og beinist athyglin
sérstaklega að ristilkrabbameini,
en þessi sjúkdómur herjar nokkuð
jafnt á karla og konur. Samkvæmt
upplýsingum frá Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélagsins greindist á
árabilinu 20092013 að meðaltali
61 kona með ristilkrabbamein á ári
hér á landi. Þetta eru tæplega 9% af
öllum krabbameinum hjá konum.
Meðalaldur þeirra við greiningu
var 70 ár og 22 konur létust árlega
úr þessum sjúkdómi. Í lok árs 2013
voru á lífi á Íslandi 550 konur sem
einhvern tímann höfðu greinst
með ristilkrabbamein.
Lykilatriði að greina sepa
Langflest (eða um 85%) ristil
krabbamein myndast út frá for
stigsbreytingum, sem er ákveðin
gerð ristilsepa, sem nefnast æxlis
separ. Ef unnt er að greina og fjar
lægja þessa sepa í tíma er hægt
að koma í veg fyrir að þeir þróist
í krabbamein. Lykilatriði er að
greina þessa sepa og meðhöndla
þá á viðeigandi hátt svo þeir ekki
myndi ólæknandi sjúkdóm. Þetta
gerist helst með góðu miðlægu
utanumhaldi þar sem boðun ein
staklinga í skoðun og viðeigandi
rannsóknir eru framkvæmdar í
samræmi við viðurkennda læknis
fræði og kemur þannig í veg fyrir
bæði of og vanlækningar.
Ristilkrabbameini hefur við
greiningu verið skipt niður í
fjögur útbreiðslustig, sem spá fyrir
um lífshorfur sjúklingsins. Á stigi
I er sjúkdómurinn bundinn við
ristilinn sjálfan og æxlið ekki vaxið
djúpt niður í ristilvegginn. Á stigi
IV eru hins vegar komin fjarmein
vörp, sem þýðir að æxlið hefur
dreift sér um líkamann með mein
vörpum til líffæra fjarri ristlinum.
Stig II og III eru þar mitt á milli og
tilgreina hvort æxlið sé vaxið út í
gegnum vegglög ristils og/eða búið
að sá sér í eitla í nærliggjandi vef.
Áætlað er að fimm ára lífs
horfur sjúklinga sem greinast með
ristilkrabbamein á stigi I séu um
9095%, á stigi II um 5580%, á
stigi III um 3560% og á stigi IV um
812%. Það skiptir því meginmáli
að greina æxlin fljótt í sjúkdóms
ferlinu, ef sjúklingur á að eiga góða
möguleika á lækningu.
Í gögnum Krabbameinsskrár
innar má sjá að ristilkrabbamein
greinist oft þegar æxlið hefur náð
stigi III eða IV. Á undanförnum
árum hafa um 55% æxlanna
greinst á þessum alvarlegustu
stigum sjúkdóms og þar af upp
undir 30% sjúklinga á stigi IV. Vel
yfir helmingur þeirra sem greinast
hefur því slæmar horfur og þarf
gjarnan að ganga í gegnum mjög
erfiða og einnig fyrir samfélagið
dýra lyfjameðferð.
Ristilkrabbamein er mjög oft án
einkenna þangað til það er komið á
alvarlegra stig. Því er mikilvægt að
uppgötva sjúkdóminn sem fyrst í
sjúkdómsferlinu. Áætla má að nú
séu um 2.000 Íslendingar annað
hvort með ógreint ristilkrabba
mein, eða sepa sem munu þróast
yfir í ristilkrabbamein á næstu
1015 árum. Um 30% þessara ein
staklinga, eða um 600, munu að
óbreyttu greinast á stigi IV sem er
illlæknanlegt, og um 800 þessara
2.000 sem greinast munu deyja úr
sjúkdómnum.
Hefjum strax skipulagða
miðlæga leit
Skimun fyrir ristilkrabbameini
hefur mikið verið til umfjöllunar
á Íslandi undanfarin ár, einkum á
þessu ári. Góð rök hafa verið færð
fram, bæði varðandi gagnsemi fyrir
sjúklingana sjálfa og einnig hvað
gæti borgað sig varðandi fjárútlát í
heilbrigðiskerfinu. Ég ætla ekki hér
að blanda mér í þá nokkuð flóknu
umræðu sem varðar aðferðafræði
við skimun, en vil þó leggja áherslu
á að miðlæg stýring skimunar er
nauðsynleg til að árangur geti verið
mælanlegur, en slíkt er nauðsynlegt
við allt mat á gagnsemi og árangri.
Þar sem dregist hefur í mörg ár
að taka ákvörðun um að hefja mið
læga skipulagða leit að ristilkrabba
meini hefur hafist óskipuleg leit,
sem ekki skilar nærri nógu miklum
árangri, einkum vegna þess að ekki
er unnt að fylgjast vel með hverjir
hafi farið í rannsókn og hverjir
ekki. Í heildina er slíkt allt of dýrt
og erfitt að fylgjast með árangri í
slíkri baráttu við sjúkdóminn.
Hefjum því strax skipulagða
miðlæga leit að þessu illvíga meini
og spörum með því mannslíf og
fjármuni.
Ristilkrabbamein – tökum til hendinni
Jón Gunnlaugur
Jónasson
prófessor í meina-
fræði við læknadeild
Háskóla Íslands og
yfirlæknir meina-
fræðideildar Land-
spítalans og Krabba-
meinsskrárinnar
Helga
Þórðardóttir
formaður Dögunar
Þar sem dregist hefur í mörg
ár að taka ákvörðun um að
hefja miðlæga skipulagða
leit að ristilkrabbameini
hefur hafist óskipuleg leit,
sem ekki skilar nærri nógu
miklum árangri.
Save the Children á Íslandi
Verðtryggingin hefur verið
nefnd „vítisvél andskotans“
og eiga erlendir bankastarfs-
menn oft erfitt með að skilja
hana.
1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r28 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð