Fréttablaðið - 15.10.2015, Page 72

Fréttablaðið - 15.10.2015, Page 72
Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. „Ég hef aldrei verið hamingjusamari og tónlistin hefur hjálpað mér gífurlega mikið við endurreisnina,“ segir Ólafur. Hann missti heilsuna og glímdi við mikil veikindi en reis aftur upp árið 2013. „Þetta er ótrúlegt, ég hef upp- lifað algjörlega nýtt líf síðan 2013, það er þá þegar ég rís upp nánast frá dauðum, eignast nýtt líf. Þegar ég kemst aftur út í lífið eftir veikindin fer ég að yrkja,“ segir Ólafur. Byrjaður að læra söng Lögin tvö sem komu út fyrir skömmu bera titlana Máttur gæsk- unnar og Ferðabæn. Ólafur vann lögin með Vilhjálmi Guðjóns- syni og Gunnari Þórðarsyni og þá syngur Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir með Ólafi í öðru þeirra. Myndbönd við lögin voru frumsýnd á Vísi fyrir skömmu en Friðrik Grétarsson tók þau upp. „Það var mikil gæfa að hitta Vilhjálm Guðjónsson. Ég á honum að þakka að ég þorði að byrja að syngja sjálfur. Ég samdi til dæmis Ferðabænina 25. júní síðastliðinn og fór þá með hana til Vilhjálms og hún varð fljótlega að lagi. Við töluðum svo við Gunnar Þórðarson sem tók vel í að spila undir við þetta lag,“ útskýrir Ólafur, en lögin eru tekin upp í hljóðveri Vilhjálms. Ólafur hefur verið að læra söng hjá Guðlaugu. „Hún er ótrúlega fjölhæf tónlistarkona, söngkona góð og með afbrigðum góður kennari. Ég er henni mjög þakklátur.“ Hann fékk þó ekki tónlistarmenntun þegar hann var barn en varð fljótt hrifinn af tónlist í æsku og segir Tsjaíkovskíj og Bítlana vera sína eftirlætistónlistarmenn og -hljómsveit. „Ég er ekki nútímamaður þegar kemur að tónlist og enginn rokkari en hef melódískan smekk,“ bætir hann við. Bjargaði Austurbæjarbíói Ólafur segir þó að upphaf tónlistar- ferilsins megi rekja til ársins 2003. „Það var þegar ég bjargaði Austur- bæjar bíói frá niðurrifi, þá héldu Hljómar 40 ára afmælistónleika þar til styrktar Austurbæjarbíói og síðan þá höfum við Gunnar verið miklir félagar. Ég er alls enginn tónlistarmaður Ólafur F. Magnússon er kominn í tónlistina og semur bæði lög og texta. FréttABlAðið/Anton Brink Það fór að birta til hjá mÉr Þegar Ég fór úr borgarstjórn. Ég var líka svo innilega feginn, haustið 2008, að vera laus undan návist hönnu birnu, að Ég samdi lag, sem heitir ákall og er við ljóð afa míns, stefáns ágústs kristjánssonar. Ég leitaði svo ráða hjá honum síðar varðandi lögin og benti hann mér á að tala við meistara Vilhjálm Guðjónsson. Vilhjálmur er hógvær, þolinmóður og ljúfur og maður færist allur í aukana á að vinna með slíkum snillingi.“ Ólafur hefur þó áður samið tónlist og hefur meðal annars sent inn lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Páll Rósinkranz hefur sungið fimm lög fyrir mig, tvö þeirra hef ég sent inn í Söngva- keppni Sjónvarpsins,“ segir Ólafur og bætir við: „Ég ætla að gefa þessum óbirtu lögum eftir mig, með söng Páls, sem er að mínu mati okkar fremsti dægurlagasöngvari, við undirleik Vil- hjálms, tónföður míns og lærimeistara, tækifæri, í Söngvakeppni Sjónvarpsins, áður en þau verða flutt opinberlega.“ Feginn að vera laus úr pólitíkinni Eins og fyrr segir var Ólafur borgar- stjóri árið 2008 og var í borgarstjórn í um tuttugu ár en vegna deilna gegndi hann því embætti til skamms tíma en segist vera ákaflega hamingjusamur með að vera laus úr pólitíkinni. „Það fór að birta til hjá mér þegar ég fór úr borgarstjórn. Ég var líka svo inni- lega feginn, haustið 2008, að vera laus undan návist Hönnu Birnu, að ég samdi lag sem heitir Ákall og er við ljóð afa míns, Stefáns Ágústs Krist- jánssonar,“ segir Ólafur léttur í lund. Hann segist ekki stefna á plötu- útgáfu sem stendur en ætlar að gefa út lög áfram. „Ef tími væri til þá tæki stuttan tíma að gera heilan geisladisk en það er ekki í augsýn og ekki mark- mið á þessari stundu. Ég er enginn tón- listarmaður,“ bætir Ólafur við og hlær. gunnarleo@frettabladid.is Ólafur Friðrik Magnús son, fyrr- verandi borgarstjóri, fetar nú nýjar slóðir og semur lög og texta. Tvö ný lög komu út á dögunum. Hann er ákaflega hamingju- samur með að vera laus úr pólitíkinni. VERUM, VERSLUM OG NJÓTUM ÞAR SEM MIÐBORGARHJARTAÐ SLÆR! MIDBORGIN.IS — FACEBOOK.IS/MIDBORGIN Miðborgin verður klædd í bleikan búning fimmtudaginn 15. október. Bleik tilboð, veitingar víða og vonandi fer enginn heim án Bleiku slaufunnar — en allur ágóði af sölu hennar rennur til Krabbameinsfélagsins. Opið í flestum verslunum til kl. 21:00. Næg bílastæði og munið bílastæðahúsin. Bleika kvöldið FIMMTUDAGINN 15. OKTÓBER 1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r56 L í F I ð ∙ F r É t t A b L A ð I ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.