Fréttablaðið - 15.10.2015, Page 80

Fréttablaðið - 15.10.2015, Page 80
Samstarfsvilji borgar sig ekki. Þrátt fyrir að hafa sýnt lög­reglunni á Íslandi mikinn samstarfsvilja var það ekki metið. Hin hollenska Mirjam van Twuyver fékk ellefu ára dóm, sem var einn sá þyngsti sem fallið hefur á Íslandi í tengslum við fíkniefnamál. Hún benti lögregl­ unni á fólk og tók þátt í tálbeitu­ aðgerð. Þá tilkynnti hún lögreglu við yfirheyrslur að til stæði að smygla fíkniefnum með Norrænu til Íslands – skömmu síðar fundust 90 kíló af hörðum efnum í bíl pars sem kom til landsins með Norrænu. Burðardýr flytja inn fíkniefni í neyð. Mirjam lýsir því í viðtalinu við Stundina hvernig hún gat ekki borgað húsaleigu. Hún er öryrki og segir mjög erfitt að lifa á bótunum í Hollandi. Hún þurfti að leita til Hjálpræðishersins, missti íbúðina sína og þurfti að búa á götunni. Hún flutti svo inn til manns sem reyndist vera ofbeldismaður og kynntist loks fólki sem fékk hana til að smygla fíkniefnum til Íslands. Hún gerði þetta ekki vegna þess að þetta væri spennandi viðskiptatækifæri. Höfuðpaurarnir sleppa. Í viðtali við Stundina lýsir Mirjam því hvern­ ig henni er ítrekað hótað af glæpa­ samtökum sem stóðu að smyglinu. Hún lýsir því þegar aðili tengdur málinu sagðist vita hvar hún ætti heima og að hann vissi að hundurinn hennar væri þar. Þá sagðist hann vita hvar foreldrar hennar búa og að svik myndu kosta höfuð hennar. Samtökin ná samt að halda sér í það mikilli fjarlægð að hún veit lítið um þau, annað en að þau eru mjög ógn­ vekjandi og með augu í hnakkanum. Sem sagt. Meingölluð stefna í fíkniefnamálum, sem virkar ekki samkvæmt neinni skilgreiningu, er notuð til að troða burðardýri í fangelsi í mörg ár á meðan höfuð­ paurarnir mala sitt gull í friði. Vel gert, Ísland. Lærdómurinn af burðardýrinu Atla Fannars Bjarkasonar Bakþankar Opið virka daga frá kl. 11 til 18 laugardaga frá kl. 11 til 17 sunnudaga frá 13 til 17 Sími 568 9512 Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen) afsláttur af öllum skyrtum 60% Troðfull verslun af merkjavöru! 40 - 70% afsláttur af öllum vörum Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Höfuðborgarsvæðið, meðallestur á tölublað 18–49 ára. Prentmiðlakönnun Gallup, apr.–jún. 2015 YFIRBURÐIR Fréttablaðsins staðfestir 54,0% 19,3% FB L M BL Allt sem þú þarft ... Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.