Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 16.05.2015, Qupperneq 2
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Tryggði Gróttu titilinn Hin 15 ára gamla Lovísa Thompson, yngsti leikmaður Gróttu, segist eiginlega hafa ver- ið í sjokki eftir að hafa tryggt félaginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. Tilfinningin hafi verið skemmtileg. Tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. 3° 7° 9° 3° 10° 8 4 6 7 3 VEÐUR Áfram vætusamt á sunnanverðu landinu í dag, en skúrir fyrir norðan. Hiti 6 til 11 stig að deginum. SJÁ SÍÐU 54 FIMM Í FRÉTTUM: BURÐUR Í BEINNI OG EUROVISION Hala Fadlyeh þurfti að skila inn staðfestingu frá trúfélagi um að hún noti hijab-höfuð- klút vegna trúar sinnar. „Ég óska þess að stofnanir á Íslandi hætti að biðja múslimakonur að sanna trú sína með því að biðja aðra sem þekkja þær ekki neitt um staðfestingu.“ Björg Ásta Þórðardóttir greindist með MS-sjúkdóminn árið 2009. Hún sagði frá reynslu sinni í tilefni þess að átakið Stattu með taugakerfinu var sett í gang í vikunni. Það eru ýmis samtök fólks með taugasjúkdóma sem standa að átakinu og óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar til að efla rannsóknir á taugasjúkdómum. Ingólfur Bjarni Sigfússon, nýmiðla- stjóri RÚV, neitaði því að setja ætti Rás 3 í loftið. Vísir sagði fréttir af því að setja ætti Rás 3 í loftið og búið væri að kaupa lénið ras3.is. „Ég keypti bara lénið til að vera viss, ef niðurstaðan skyldi verða sú að: Jú, þetta væri málið, þá ættum við það inni,“ sagði Ingólfur Bjarni í samtali við Vísi. Íslenski hópurinn í Euro- vision hélt til Vínarborgar í Austurríki á miðviku- dag. María Ólafsdóttir stígur á stóra sviðið í seinni forkeppni Eurovision á fimmtudag þar sem hún mun flytja framlag Íslands, Unbro- ken. Gísli Einarsson stýrði sólar- hringslangri útsendingu RÚV sem bar nafnið Beint frá burði. Þar var sýnt í beinni frá sauðburði í Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Vakti framtakið mikla athygli á samskiptamiðlum og virtust flestir ánægðir með framtakið. OFBELDI „Ég ætla að tala um hvernig er að vera barn sem upp- lifði heimilisofbeldi. Ég var þetta barn sem allar rannsóknir beinast að,“ sagði Guðrún Ögmundsdóttir í áhrifaríku erindi sínu sem bar heitið Að taka upp úr bakpokan- um og var það táknrænt fyrir þá reynslu sem hún sagði frá í fyrsta skipti í gær, á Málþingi um heim- ilisofbeldi í Háskólanum í Reykja- vík. Faðir Guðrúnar beitti móður hennar ofbeldi og sagðist hún skilja hversu erfitt það sé fyrir börn að búa við slíkar að stæður, hvernig það mótar þau og hve erfitt er að segja frá. „Ég sagði engum frá.“ Börn upplifi oft togstreitu því foreldrar þeirra séu þeim allt. Stundum haldi foreldrar að börn- in viti ekki af ofbeldinu því það hafi ekki beinst gegn þeim, líkt og í hennar tilfelli. „Börn vita alltaf allt, þau skynja allt og það er ekki hægt að fela fyrir þeim. Þú talar ekki um þetta þótt stórfjöl skyldan viti þetta. Hvað þá við bestu vin- konu þína. Þetta er leyndarmál,“ sagði Guðrún og tók fram að eflaust hefðu margir orðið vitni að því þegar þurfti þrjá lögreglu- þjóna til að handtaka föður henn- ar í eitt skipti eftir að hann gekk í skrokk á móður hennar. Íbúðin var rjúkandi rúst eftir á þar sem hann hafði gengið berserksgang. „Ég kaus að láta eins og enginn vissi,“ sagði hún. „Svona minningar og reynsla sest í frumurnar. Hún er líkam- leg og hún er alltaf þarna.“ Hún sagðist, eins og mörg börn, hafa kennt sér um ofbeldið sem hefði enn áhrif á hana í dag. Minning- arnar kæmu upp þegar hún yrði vitni að ofbeldi. Í eitt skipti brut- ust tilfinningarnar fram þegar hún varð vitni að því eftir hrun að fólk réðist að bíl ráðherra. „Ég gjör sam lega panikk eraði, hnippti í mann og lét hann leiða mig yfir Arn ar hól í vinn una, ég held ég hafi verið óvinnu fær í marga daga,“ sagði hún. Guðrún sagði að mikið hefði áunnist í því að hjálpa börnum sem orðið hefðu fyrir kynferðisofbeldi. „Gildir það sama um börn sem búa við heimilisofbeldi? Tökum við þau nógu alvarlega? Ekki alltaf, því miður. En það eru svo sannar- lega mörg teikn á lofti um að við séum að taka á þessu með festu,” sagði Guðrún. „Við skul um vinna sam an og við skul um gera börn sýni leg,“ sagði Guðrún og ítrekaði alvarlegar afleiðingar heimilis- ofbeldis á börn. „Tök um þau al- var lega og setj um þeirra reynslu í fyrsta sæti.“ viktoria@frettabladid.is Sagði frá eigin reynslu af heimilisofbeldi Guðrún Ögmundsdóttir sagði í fyrsta skipti opinberlega frá eigin reynslu af því að vera barn sem elst upp við heimilisofbeldi. Málþing um heimilisofbeldi var haldið í Háskólanum í Reykjavík í gær. Hún segir mikilvægt að börn verði sýnileg. FRÁ MÁLÞINGINU Fjallað var um heimilisofbeldi á málþinginu og sagði Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, þar frá sinni reynslu af heimilisofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Svona minningar og reynsla sest í frumurnar. Hún er líkam- leg og hún er alltaf þarna. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar. INDLAND Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fundaði í gær með Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, í Peking. Forsætis- ráðherrarnir funduðu um samskipti ríkjanna, þá sérstaklega landa- mæradeilur, áhyggjur indversku ríkisstjórnarinnar af viðskiptahalla milli ríkjanna og tengsl Kínverja við Pakistan. Leiðtogarnir skrifuðu undir samstarfssamninga milli ríkjanna í gær sem talið er að séu allt að 1.300 milljarða króna virði. - þea Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, heimsækir Kína: Hvetur Kínverja til samvinnu HEIMSÓKN Í KÍNA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, heimsótti Kínverja í gær og skoðaði meðal annars terrakotta-leirhermenn. NORDICPHOTOS/GETTY BANDARÍKIN Dzhokhar Tsarnaev var í gærkvöldi dæmdur til dauða af kviðdómi í Massachusetts fyrir aðild sína að sprengjuárás í mara- þoninu í Boston fimmtánda apríl 2013. Tsarnaev var dæmdur til dauða fyrir sex ákæruliði sem allir tengdust notkun og vörslu sprengj- unnar sem hann og bróðir hans Tamerlan bjuggu til. Tamerlan lést eftir að lög- reglumenn skutu hann til bana í skotbardaga þremur dögum eftir sprengjuárásina . „Refsingin fyrir þennan hrotta- fengna glæp er vel við hæfi,“ sagði Loretta Lynch, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, í gær. - þea Sprengjuvargur dæmdur: Sexfaldur dauðadómur VIÐSKIPTI Í apríl hægði á þeim vexti sem verið hefur í sölu smá- söluverslana undanfarna mánuði. Rannsóknarsetur verslunarinnar greinir frá þessu. Þannig dróst velta dagvöru- verslana saman um 4,0 prósent að raunvirði og 1,8 prósenta samdráttur var í sölu á bygg- ingavörum. Enn var þó vöxtur í raftækjaverslun sem nam 14,4 prósentum að raunvirði frá sama mánuði í fyrra og húsgagnasala var 8,7 prósentum meiri en í apríl í fyrra að raungildi. Þá jókst sala á áfengi um 5,1 prósent. Innlend greiðslukortavelta jókst um 2,4 prósent en sú notkun á kortum erlendis um 17 prósent. - fbj Hægist á smásöluverslun: Dró úr vexti í aprílmánuði HJÁLPARSTARF Filippseyingar í samtökunum Project Pearl Ice- land gáfu ágóðann af vorrúllum og öðrum kræsingum sem þeir elduðu og seldu í Ráðhúsi Reykja- víkur á fjölmenningardeginum fyrir viku, alls 140.342 krónur, í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi. „Allur ágóði rann í neyðar- söfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Nepal sem eiga um sárt að binda eftir jarðskjálftann mikla fyrir um þremur vikum. Framlag þeirra mun meðal annars fara í að útvega hreint vatn og hrein- lætisgögn á skjálftasvæðinu í Nepal, nauðsynleg lyf, sálrænan stuðning og bóluefni til að reyna að koma í veg fyrir mislinga- faraldur,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. Hún segir neyðina í Nepal gríðar lega. „Hvert einasta framlag skiptir máli. Við erum félögum í Project Pearl Iceland innilega þakklát fyrir framlag sitt og fyrir allan stuðninginn. Hann er algjörlega ómetanlegur.“ Neyðarsöfnunin stendur enn yfir en alls hafa safnast yfir 15 milljónir króna. - ibs Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna skjálftanna í Nepal stendur enn yfir: Gáfu ágóðann af sölu vorrúlla Í RÁÐHÚSINU Félagar í samtökunum Project Pearl Iceland við básinn sinn á fjöl- menningardeginum. FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Ægis tjaldvagn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.