Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 4
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 STJÓRNMÁL „Þarna eru áhugaverðar hugmyndir. Sumar sem hafa verið ræddar áður og aðrar ekki,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti upp hugmyndum á Facebook-síðu sinni í gær um miklar breytingar á þingsköpum Alþingis til að auka afköst þingsins. „Þessi mál eru til meðhöndl- unar í nefnd hérna í þinginu sem tekur á þingsköpunum. Ég geri ráð fyrir að þetta verði rætt þar,“ sagði Einar. „Ég fagna öllum umræðum um þingsköpin sem miða að því að auka skilvirkni þingsins og tryggja rétt minnihlutans.“ Bjarni segir að núverandi verk- lag bjóði upp á rifrildi og mal fram á nótt sem tefji fyrir vinnu þingsins. Hann viðurkennir að hann hafi setið báðum megin borðs þegar kemur að þessum starfsháttum en leggur til umbætur sem ættu að gagnast öllum. Þá vill hann til dæmis auka völd forseta þingsins til að stöðva mál og setja tímamörk á umræðu mála. Á móti vill hann efla vernd minnihluta þingsins og opna á þann möguleika að flytja mál á milli þinga en slíkt krefst stjórnarskrárbreytinga. Þess má geta að fyrir þinginu liggur frumvarp Pírata um breytingar á þingsköpum sem gerir þing- málum kleift að lifa á milli þinga. - srs Forseti Alþingis tekur vel í hugmyndir um breytingar á þingsköpum: Vill bylta þingsköpum Alþingis EINAR K GUÐFINNSSON VILL KOMA Í VEG FYRIR MAL Bjarni vill auka skilvirkni og tryggja rétt minnihlutans. FRÉTTABLAÐIÐ/BALDUR HRAFNKELSSON 11.05.2015 ➜ 17.05.2015 70.000 í starfsliði sínu. 1 framhaldsskóli af 31 hefur SKÓLASÁLFRÆÐING 11.000 Íslendingar hafa flutt til útlanda frá aldamótum sé horft á fjölda brottfluttra umfram aðflutta. 111 þúsund fermetrar af malbiki verða lagðir á rúma 16 kílómetra gatna í Reykjavík í sumar. af Norðfjarðargöngum hafa verið grafin eða 6.397 metrar. VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍSLE N SK A SIA .IS VIT 74530 05/15 Mallorca Sólarprís fyrir börnin Frítt flug fyrir fyrsta barn!* 50% afsláttur fyrir annað og þriðja barn.* Tilboðið gildir frá hádegi á föstudag, 15. maí til hádegis á þriðjudag, 19. maí. Sjá nánar á vita.is *2–11 ára SAUÐARGÆRUR verða seldar frá fyrirtæki á Blönduósi til Hong Kong, gangi samningur eftir. 40 SMÁBÁTAR losnuðu frá flotbryggju á Rifi á Snæfellsnesi í óveðri í vikunni. 84,6% STJÓRNSÝSLA Samkeppniseftir- litið hefur ákveðið að leggja 650 milljóna króna stjórnvaldssekt á Byko vegna umfangsmikils ólög- mæts samráðs við gömlu Húsa- smiðjuna. Rannsókn málsins hefur staðið yfir allt frá árinu 2011, en ákvörð- un Samkeppniseftirlitsins var birt í gær. Þar kemur fram að Sam- keppnis eftirlitið telur að brot Byko séu mjög alvarleg og hafi verið framin af ásetningi. Brotin hafi verið til þess fallin að valda hús- byggjendum og almenningi öllum umtalsverðu tjóni. Sektin er lögð á móðurfélag Byko, Norvík. Rannsókn málsins hófst eftir að Múrbúðin sneri sér til Samkeppnis- eftirlitsins og upplýsti um tilraunir Byko og Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til þess að taka þátt í ólögmætu samráði. Auk þess upp- lýsti Múrbúðin um verðsamráð milli Byko og Húsasmiðjunnar. Að undangengnu mati á þessum upplýsingum ákvað Samkeppnis- eftirlitið að kæra nokkra einstak- linga, starfsmenn Byko og Húsa- smiðjunnar, til lögreglu vegna gruns um brot gegn samkeppnis- lögum. Í kjölfarið var framkvæmd húsleit hjá Byko og Húsasmiðj- unni þann 8. mars 2011. Í samræmi við ákvæði sam keppnis laga hefur Samkeppnis eftirlitið rannsakað þátt fyrirtækjanna og lögregla þátt starfsmanna þeirra. Steinull hf., sem áður hét Stein- ullarverksmiðjan, er einnig sektuð um 20 milljónir króna fyrir að hafa veitt Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Múrbúðarinnar. Með því braut Steinull gegn skil- yrðum sem sett voru vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaup- félags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni. Skilyrð- unum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Í ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins kemur fram að brot þessa máls tengjast ekki núverandi rekstrar- aðilum Húsasmiðjunnar. Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í mál- inu lauk í júlí á síðasta ári. Fyrr- verandi rekstraraðili Húsasmiðj- unnar, Holtavegur 10 ehf., segir að gamla Húsasmiðjan hafi gert sátt við Samkeppniseftirlitið og viður- kennt að hafa átt í ólögmætu sam- ráði við Byko. Þann 9. apríl síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness í sakamáli sem embætti sérstaks saksóknara höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsa- smiðjunnar. Þeim dómi hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. Sam- keppniseftirlitið segir að sakamál- ið hafi ekki áhrif á niðurstöðu Sam- keppnis eftirlitsins. Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnis- mála. Sakar Byko stofnunina um áróður með uppsetningu á upplýs- ingasíðu sem sett hefur verið upp vegna málsins. jonhakon@frettabladid.is Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektaði Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina vera í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. BYKO Rannsókn málsins hófst eftir að Múrbúðin sneri sér til Samkeppniseftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ■ Reglubundin, yfirleitt vikuleg, samskipti við gömlu Húsasmiðjuna um verð, birgðastöðu og fleira í því skyni að hækka verð/vinna gegn verðlækk- unum á svonefndum grófvörum, svo sem timbri, steinull og stáli. ■ Samráð við gömlu Húsasmiðjuna um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum. ■ Samráð við gömlu Húsasmiðjuna um að vinna gegn verðsamkeppni í sölu á pallaefni á aðalsölutíma þeirrar vöru og reyna þess í stað að hækka verð. ■ Samráð við gömlu Húsasmiðjuna um að hækka verð á miðstöðvarofnum. ■ Að hafa gert sameiginlega tilraun með gömlu Húsasmiðjunni til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru og með því að hafa ákveðið með gömlu Húsasmiðjunni að fylgjast með aðgerðum Múr- búðarinnar á markaðnum. Byko er sektað fyrir eftirfarandi brot BRETLAND David Cameron, for- sætisráherra Bretlands, ferð- aðist til Skotlands á fund Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skot- lands. Skoski þjóðarflokkurinn, flokk- ur Sturgeon, vann mikinn sigur í þingkosningunum í síðustu viku sem þótti vera til marks um það að áherslur flokksins um aukin völd til Skotlands ættu upp á pall- borðið. Cameron sagði í lok fundar að á stefnu ríkisstjórnar hans yrði frumvarp um aukin völd til Skot- lands en í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að flytja völd til skatt- lagningar yfir til Skotlands. - srs Cameron fundar í Skotlandi: Vilja aukin völd til Skotlands LÖGGÆSLA Varðskipið Þór er við eftirlit á úthafskarfamiðunum við 200 sjómílna mörk efnahags- lögsögunnar á Reykjaneshrygg. Veiðarnar máttu hefjast síðasta sunnudag, samkvæmt samningi Norður-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar (NEAFC). Þá voru á svæðinu 27 skip, þar af þrjú íslensk. Auk varðskips- ins Þórs var á svæðinu spænskt varðskip á vegum Evrópusam- bandsins. Varðskipið Þór verður við eftirlit á svæðinu á næstunni, en þegar hefur verið farið til eftirlits um borð í erlend veiðiskip. - shá Varðskipið Þór vaktar veiðar: Við eftirlit á karfamiðunum VARÐSKIPIÐ ÞÓR Er við eftirlit á úthafskarfamiðunum. MYND/LHG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.