Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 24
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Af því tilefni að Þroska-þjálfafélag Íslands held-ur upp á fimmtíu ára afmæli sitt kemur út bók um baráttu stéttarinnar sem Þorvaldur Kristins- son ritar fyrir félagið. Í bókinni er rakin saga þroskaþjálfa, en sú saga er samofin sögu fatlaðs fólks á Íslandi. Sagan byrjar árið 1960 þegar nokkrar stúlkur hófu nám á Kópavogshæli og útskrifuðust skömmu síðar með vottorð upp á að þær hefðu lokið námi í „gæslu og umönnun vangefinna“. Þær stofn- uðu síðar félag þegar fjölgaði í hópi þeirra og kölluðu sig gæslusystur. Kristjana Sigurðardóttir var ein af fyrstu gæslusystrunum og seg- ist hafa fengið áfall þegar hún hóf störf á hælinu. „Ég kom úr sveitinni og var vön að umgangast vangefið fólk, eins og það var kallað þá. Þá flakkaði það á milli bæja og margir gátu tekið þátt í búverkunum. En með iðnbyltingu og breyttum búháttum fór þetta fólk á stofnanir. Ég hafði áhuga á að vinna með vangefnum en ég var lengi að finna leið til þess því þetta var svo falið. Loksins fann ég nám í „umönnun og gæslu vangefinna“ og það var nákvæmlega það sem starf- ið fól í sér. Ég hélt aftur á móti að ég væri að fara inn í annað umhverfi.“ Má ekki fela fortíðina Kristjana segir að það hafi verið reynt að fela hvernig aðbúnaðurinn og þjónustan var á Kópavogshælinu á þessum tíma og allt fram á átt- unda áratug síðustu aldar. „Það átti að fela fortíðina af því að hún var ljót. Hún var ekki ljót af mannvonsku heldur fáfræðslu og menningu. Fólki var hrúgað í stórum hópi inn á stofnun og þar átti öllum þörfum þeirra að vera sinnt. Tannlæknir kom inn á hælið í stað þess að heimilismenn færu á tannlæknastofu. Ég man aldrei eftir að það hafi verið gert við tennur, þær voru aðeins dregnar úr heim- ilisfólki. Einnig sinnti starfsfólkið hárgreiðslu og klippingu, það var aldrei fengin hárgreiðslukona á hælið. Heimilismenn fengu engan vasapening fyrr en 1974 sem þýddi að ekkert var hægt að gera með þeim nema við starfsfólkið borg- uðum fyrir það. Það var aldrei neitt farið með þau nema á 17. júní og í desember til að skoða jólaljósin. Þar af leiðandi voru margir heim- ilismenn eins og biluð plata allt árið að spyrja hvenær júní og desember rynni upp.“ Refsað með matarleysi Kristjana hóf störf á tuttugu manna karladeild. Klukkan sex á morgn- ana voru heimilismenn rifnir á fætur og stundum voru þeir klæða- lausir hálfan og heilan daginn. „Það voru ekki til föt. Margir fengu ekki föt að heiman og stofn- unin var háð gjafafötum. Þeir sem gátu svo ekki tekið þátt í vinnunni voru settir fram á gang sem var læstur. Eftir morgunmat voru heimilismenn settir út í garð þar sem eingöngu var róla og vega- salt og þarna erum við að tala um fullorðna karlmenn. Það sem mér fannst ljótast var að þeim var hegnt fyrir óæskilega hegðun með því að svipta þá matnum. Maturinn var eina tilbreyting heimilismanna þannig að sú refsing var mjög ljót. Einnig voru gæslumenn sem voru alls ekki mjúkhentir. Það var margt ljótt sem gerðist og það er sannast sagna erfitt að rifja það upp.“ Kristjana segir að á hælinu hafi mannréttindi verið brotin, ítrekað. „Ég tók þátt í hlutum sem ég hefði aldrei gert nokkrum árum síðar. Ég tel mig ekki vonda manneskju en þetta sýnir hvað það er auðvelt að fara inn í andrúmsloftið – sem var hluti af tíðarandanum. Þess vegna er svo mikilvægt að fela ekki for- tíðina, svo við endurtökum ekki mistökin. Mér finnst vera aftur- för í nútímasamfélagi hvað snertir málefni aldraðra. Þar sem stórum hópi er hrúgað á stóra stofnun, þar sem er baðað einu sinni í viku og svo framvegis. Það finnst mér sýna hættuna á að við getum farið með ýmsa hluti aftur til fortíðar. Jafnvel þótt við teljum okkur vera að gera okkar besta.“ Fáir komu í heimsókn Heimur heimilismanna á Kópavogs- hæli takmarkaðist við hælið. Gesta- gangur var lítill og dagurinn ansi tilbreytingalaus. „Þeir fáu sem fengu heimsókn- ir þurftu að deila gestinum með hinum. Aðstandendur komu og voru í sameiginlega rýminu í borðsaln- um og allir upplifðu að þeir væru að fá gest. Síðar þegar einangrun- in varð minni og samfélagið opnaði á umræðuna fóru mæður að koma í heimsókn. Þetta voru konur sem höfðu látið frá sér barnið 11-13 ára gamalt og sagt við þær að best væri að þær myndu bara gleyma því. Það væri best fyrir þær og best fyrir barnið. Fólk kom að heimsækja aðstandendur eftir margra ára fjar- veru að drepast úr samviskubiti. Margir höfðu meira að segja falið tilvist einstaklingsins fyrir yngri börnum eða öðrum í fjölskyldunni. Maður fékk smátt og smátt að heyra þessar sögur þegar það fór að líða á áttunda áratuginn.“ Breytingar hefjast Kristjana hefur upplifað á sínum starfsferli gífurlegar breytingar á þjónustu við fólk með þroskahöml- un. Hún hóf störf á Kópavogshæli, svo á áttunda áratugnum var farið að tala gegn stofnunum og þá kemur hugmyndafræðin um meiri dreif- ingu í minni sambýlum. Þroska- þjálfar tóku þátt í þessum breyting- um af fullum krafti. „Þetta var það sem við vildum og óskuðum okkur. Hægt og síg- andi eru byggð sambýli og það fækkaði á hælinu. Þegar mest var á hælinu voru 196 heimilismenn, sem er eins og þorp úti á landi. En sambýlin hafa líka minnkað smátt og smátt og nú er sjálfstæð búseta orðin búsetuform sem er vinsælt. Þetta er gífurleg breyting frá því að vera tæplega tvö hundruð saman á einni stofnun.“ Frá fávitum til fólks með fötlun Meðfram breyttri þjónustu við fatl- að fólk hefur orðanotkun breyst. Talað var um fávita um 1960, við tók orðið vangefinn, svo þroskaheftur og nú er talað um fólk með fötlun eða með þroskahömlun. „Orðin eru alltaf misnotuð og notuð á ljótan hátt og þá þarf að breyta um orð. Ég er satt best að segja á móti svona mikilli orðanotk- un. Við sem þjóðfélag erum alltof mikið að eyrnamerkja fólk. Það er ekki hægt að finna eitt orð yfir allt fatlað fólk, þetta er of breiður hópur til þess. Kannski þurfum við bara ekkert að kalla alla eitthvað.“ Af fávitahælum út í samfélagið Á eingöngu hálfri öld hefur viðhorf til fólks með þroskahömlun gjörbreyst. Stétt þroskaþjálfa fagnar fimmtíu ára afmæli á mánudaginn en barátta stéttarinnar fyrir tilverurétti sínum hefur verið samstíga baráttunni fyrir tilverurétti fatlaðs fólks. GÆSLUSYSTIR Kristjana var ein af fyrstu gæslusystrunum og var meðal stofnfélaga félagsins sem heitir nú Þroskaþjálfafélag Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AF KÓPAVOGSHÆLI Sumarmyndin er frá 1965 en hin frá jólum árið 1964. Fáar myndir eru til frá árum Kópavogshælis enda hefur verið reynt að fela fortíðina eins og Kristjana gæslusystir segir. MYND/KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Það átti að fela fortíðina af því að hún var ljót. Hún var ekki ljót af mannvonsku heldur fáfræðslu og menningu. Fólki var hrúgað í stórum hópi inn á stofnun og þar átti öllum þörfum þeirra að vera sinnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.