Fréttablaðið - 16.05.2015, Side 36

Fréttablaðið - 16.05.2015, Side 36
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Dansararnir þrír eru hluti af hópi sem frum-sýnir verkið Blæði á þriðjudaginn, sem er samstarfsverkefni flokksins og Lista- hátíðar í Reykjavík. Cameron ætl- aði að stoppa í þrjá mánuði á Íslandi en hefur starfað með flokknum í 17 ár, Einar fór á sinn fyrsta atvinnu- samning hjá flokknum og Sergio er bókstaflega að taka sín fyrstu dansspor á stóra sviðinu í Borgar- leikhúsinu. Úr sirkus í dansinn Sergio hefur aldrei tekið þátt í danssýningu áður. Hann er aftur á móti háskólamenntaður loftfim- leikamaður og starfar venjulega í sirkús. „Mér var boðið til Íslands til að taka þátt í þessu verkefni. Þannig að þetta er stutt dvöl hjá mér. Mér finnst dansinn áhugaverður en hann er svolítið langt frá því sem ég sérhæfði mig í. Ég býst því ekki við því að ég muni skipta um starfs- feril heldur snúa mér aftur að sirk- úsnum þegar ég fer heim,“ segir Sergio og bætir við að hann hafi lært mikið á þessum þremur mán- uðum um dans og Ísland. Cameron er frá Bandaríkjunum og hefur búið á Íslandi og starfað með Íslenska dansflokknum frá árinu 1998 eða í 17 ár. Ætlaðir þú að stoppa svona lengi á Íslandi? „Nei, ég kom hingað til að taka þátt í þriggja mánaða verkefni en svo varð ég ástfanginn. Sú ást er reyndar löngu farin en svo varð ég bara ástfanginn af Íslandi og finnst gott að búa hérna. Í byrjun var ég hræddur um að ég væri að taka skref niður á við, við að fara til Íslands, þar sem ég hafði átt góðan feril í Þýskalandi sem sóló- isti. Ég hélt að ferillinn væri búinn að ná hámarki en svo var svo mikil uppbygging í flokknum og orð- sporið hefur farið vaxandi ár frá ári. Þannig að ég er mjög stoltur af vinnu minni með Íslenska dans- flokknum.“ Líf eftir dansferilinn Cameron er 42 ára og því fer að koma að kaflaskiptum í lífi hans þar sem atvinnudansinn spyr því miður um aldur. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram á Íslandi þegar hann hættir hjá Íslenska dansflokknum en segir það góðan möguleika. „Hér hef ég byggt upp líf mitt og feril. Ég er ekki kominn með plön en hef opnar hugmyndir um fram- haldið. Það er nefnilega svo gott í dag að maður getur breytt algjör- lega um feril. Hætt í dansi og farið að læra eitthvað nýtt og skipt um stefnu. Þannig að það eru margir möguleikar í stöðunni.“ Ekkert talað– bara drukkið Einar kemur frá Noregi og hefur starfað með Íslenska dansflokknum í tvö ár. Hann er þó á leiðinni aftur til Noregs eftir nokkrar vikur enda á hann eiginmann þar og hefur fengið nóg af fjarbúðinni í bili. „Ég kom til Íslands strax eftir útskrift úr dansnámi. Ég sá sýn- ingu með Íslenska dansflokkn- um í Ósló þegar ég var yngri og heillaðist upp úr skónum. Síðan þá hefur mig langað að starfa með flokknum. Það var þó erfiðara að aðlagast samfélaginu en ég hélt í fyrstu út af rokinu og tungumálinu. Ég hélt að ég myndi tala reiprenn- andi íslensku eftir nokkra mánuði,“ segir Einar hlæjandi og við veltum fyrir okkur hvort það sé samt ekki auðveldara að koma til Íslands núna en fyrir tæpum tuttugu árum þegar Cameron kom til landsins. Cameron segir það alveg öruggt. „Dansinn er alþjóðlegur þannig að ég held að það hafi ekki breyst mikið að starfa með flokknum. En Ísland er allt annar heimur í dag. Þegar ég kom fyrst var erfitt að fá góðan ost og zucchini – eða, enginn vissi hvað zucchini var! Og enginn fór út á þriðjudegi heldur var bara farið út um helgar og þá var ekkert talað – bara drukkið!“ Úr handbolta í dansinn Einar tekur undir orð Camerons og segist hafa lært mikið á sínum fyrstu tveimur árum í vinnu hjá atvinnudansflokki. Hann byrjaði ekki að dansa fyrr en fimmtán ára gamall, fyrir aðeins átta árum, og litlu munaði að hann yrði atvinnu- maður í handbolta, en ekki dansi. „Ég var farinn að spila í efstu deild. En svo fyrir hálfgerða til- viljun ákvað ég að fara í inntöku- próf í dansskóla þegar ég var fimmtán ára. Einn virtasti dans- ari Noregs kemur frá sama litla þorpi og ég og hvatti mig áfram. Ég hafði aldrei heyrt um skólann og inntökuprófunum var lokið en ég sló samt til. Þetta var mikil breyting fyrir mig og handbolta- þjálfarinn skildi ekkert í mér að hætta í boltanum. Það tók mig tvö ár að finna að ég hafði valið rétt og núna er ég mjög sáttur við að hafa valið dansinn.“ En eru þetta ekki ansi ólíkar greinar, handbolti og dans? „Jú, en það er gott að hafa íþrótta- haus í dansinum. Ég mikla ekki hlutina fyrir mér eða flæki þá, heldur bara framkvæmi. Einnig hefur handboltinn hjálpað mér með stökkin og annað sem krefst styrks í dansinum.“ Dans er meira en ballett Getur maður sem sagt byrjað að dansa 15 ára? „Já, það virkaði alla vega fyrir mig. En ég var samt í góðri líkam- legri þjálfun,“ segir Einar. Sergio grípur orðið. „Já, algjör- lega – og ég byrjaði miklu seinna. Ég fór ekki að læra sirkuslistir fyrr en átján ára gamall án þess að hafa nokkurn bakgrunn eða vera í sér- stöku líkamlegu formi. Maður getur alveg byrjað að dansa þótt maður hafi ekki æft frá þriggja ára aldri.“ Cameron segir bara betra að byrja aðeins seinna, ef eitthvað er. „Mér finnst tilhugsunin um að byrja í ballett fimm ára mjög leiðin- leg. Börn eiga að leika sér, gera eitt- hvað spennandi, hlaupa og hafa gaman.“ Ætli það tengist því að ekki fleiri strákar eru í dansi á Íslandi? „Já, ég held að balletttímar séu ekki aðlaðandi kynning fyrir stráka,“ segir Sergio. „Það er til margs konar dans og líkamlegar listir. En ungt fólk sem ætlar að leggja fyrir sig dans byrjar yfirleitt í ballett, það er kynningin á dans- inum, þangað beinir menntakerfið börnunum. Ég held að það sé vand- inn, að dyrnar að dansheiminum séu of litlar og þröngar. Bara í gegnum ballettinn.“ Cameron bendir á að á Íslandi sé samkvæmisdansinn dyr strák- anna. „Kannski er samt litið á sam- kvæmis dans meira sem íþrótt. Þegar ég var að byrja í dansi kynnti kennarinn minn margar greinar fyrir mér og þannig vaknaði áhugi minn en ég veit ekki hversu mikið það er gert í samkvæmisdansinum. Þannig að þótt samkvæmisdansinn sé vissulega dyr inn í dansheiminn er kannski ekki svo auðvelt að fara þaðan á önnur svið dansins.“ Við ljúkum spjallinu á því að vera sammála um að dansinn sé frábært starf. Að það sé hægt að ferðast út um allan heim og fyrir strákana sé alltaf gott að fá vinnu þar sem skort- ur er á karldönsurum. Dansararn- ir þrír ljúka því spjallinu á því að hvetja íslenska stráka áfram á dans- brautinni. „Mér finnst tilhugs- unin um að byrja í ballett fimm ára mjög leiðinleg. Börn eiga að leika sér, hlaupa og hafa gaman. Cameron Corbett Það er gott að hafa íþróttahaus í dansinum. Ég flæki ekki hlutina, heldur bara framkvæmi. Einar Nikkerud Ég fór ekki að læra sirkuslistir fyrr en átján ára gamall án þess að hafa nokkurn bakgrunn eða vera í sérstöku formi. Sergio Agea Ballettinn fælir strákana frá Þrír erlendir karldansarar starfa í Íslenska dansflokknum, þeir Sergio Pares Agea, Einar Nikkerud og Cameron Corbett. Rætur þeirra og leið til Íslands eru ólíkar en þeir eiga sameiginlegt að hafa fyrir nokkra tilviljun endað sem dansarar hér á landi. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Á ÆFINGU Cameron, Einar og Sergio voru truflaðir á æfingu á Stóra sviðinu en Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Blæði á þriðjudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.